Feykir


Feykir - 13.06.1990, Qupperneq 1

Feykir - 13.06.1990, Qupperneq 1
rafsjá Sérverslun með raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Könnun á verslun í heimabyggð: Sauðárkrókur einn fimm „hreinna markaðssvæða” Sauðárkrókur er einn fimm bæjarfélaga í landinu, sem skera sig úr sem „hreinir svæðisbundnir markaðir. í könnun sem Verðlagsstofnun gerði nýlega kernur fram að íbúar þessara bæjarfélaga keyptu yfir 90% allrar vöru og þjónustu innan svæðisins. Könnunin náði til 34 flokka vöru og þjónustu. Sauðárkrókur er þarna í félagskap, Reykjavíkur. Akur- eyrar, Húsavíkur og Nes- kaupsstaðar. Akureyri er með hæsta hlutfallið 96%. þá Húsavik með 93%. Revkja- \ ík 92%, Sauðárkrókur 91% og Neskaupsstaður 90%. A Norðurlandi vestra beinast innkaup utan sveitar- félags einkum til Akureyrar og Reykjavíkur. Sauðkræk- ingar og Blönduósingar versla meira í Reykjavík en á Akureyri. Siglfirðingar beina innkaupum sínum hinsvegar meira til Akureyrar en Reykjavíkur. Blönduósingar versla samkvæmt könnuninni 83% í heimabvggð, en Siglfirðingar 80%. Eins og lesendur blaðsins liafa sjálfsagt veitt eftirtekt hefur það sífellt hamrað á, verslið í heimabyggð, eins og reyndar Víkurblaðiðá Húsa- vík, ef ekki Dagur einnig. Ekki er fjarri lægi að ætla að áróður þessi hafi borið tilætlaðan árangur. „Kvennaveldið” fallið í í kosningunum í Lýtingsstaða- hreppi gerðist það nú að „kvennaveldið”, sem upp kom í hreppsnefndinni eftirsíðustu kosningar, féll. Konur verða nú tvær í hreppsnefnd í stað þriggja áður. Þá verða talsverðar breytingar, þar sem þrír nýir hreppsnefndar- menn koma inn í Itana, í stað Borgars Símonarsonar í Goð- dölum, Guðmundar Helga- sonar í Arnesi og Svanhildar Pétursdóttur á Giljum. Talning atkvæða hófst í Steinsstaðaskóla um klukk- Lýtó an ellefu og var lokið um þrjúleytið aðfaranótt sunnu- dags. Á kjörskrá í Lýdó voru 191, 134 kusu eða 70,2%. I hreppsnefnd voru kjömin Elín Sigurðardóttir oddviti Sölvanesi 98, Rósa Björns- dóttir Hvíteyrum 63. Guðsteinn Guðjónsson Tunguhálsi I 59, Valgarð Guðmundsson Tungu- hlíð 37 og Indriði Stefánsson Álfgeirsvöllum 36. Fyrsti varamaður í hreppsnefnd verður síðan Eyjólfur Páls- son á Starrastöðum, en hann hlaut 32 atkvæði. Þeir sögðust lítið hafa breyst, sumir bara fitnað aðeins, 41 árs gagnfræðingar frá Gagnfræðaskóla Sauðárkróks, sem hittust á Króknum um helgina. Nánará síðu 4 I blaðinu. Ljósm. St. Ped. Mesta kjörsókn á landinu í Skarðshreppi meirihlutinn hélt naumlega velli Það var mjótt á mununum í Skarðshreppnum að þessu sinni. L-listann skorti einungis tvö atkvæði til að fella nieirihluta H-listans í hrepps- nefndinni. Til samanburðar má geta að 14 atkvæðum munaði á þessum framboðum í síðustu kosningum. Það er greinilegt að fólki er ekki sama hvor fylkinganna hefur yfirtökin í hreppsnefndinni, þar sent einungis einn af 76 sem voru á kjörskrá lét sig vanta. Sá hefur aldrei neytt kosningaréttar síns, sökum sjúkleika. ,,Eg er mjög ánægður með úrslitin”, sagði Ulfar Sveins- son efsti maður H-listans. Við þeirri spurningu blaða- manns hvort naumur sigur þeirra þýddi það að íleiri í hreppnum væru að verða fylgjandi aukinni samvinnu við Sauðárkrók sagðí Úlfar: „Þrjú atkvæði er ekkert svo lítið. T.d. munaði nú minna í prósentum talið að meiri- hlutinn á Króknum félli. Eg verð nú að segja að mér finnst þetta einkennileg fréttamennska hjá þér þessi áhugi á kosningum í Skarðshreppi umfram aðra hreppa í héraðinu. Eg vil ekkert segja á þessari stundu við seinni spurningunni. Við verðum bara að sjá til hvort það komi frani í tillöguflutningi minni- hlutans”, sagði Úlfar. „Við erum ntjög ánægð með útkomuna og viljum sérstaklega þakka stuðning ungs lölks, nýrra kjósenda sem greinilega hafa lagst á sveif með okkur”, sagði Sigrún Aadnegaard hrepp- stjóri á Bergsstöðum annar maðurá L-lista. Sigrún kvað ekki beint hægt að túlka hlutina á þann veg að fylgjendum aukinnar sam- vinnu við Krókinn hefði fjölgað svona mikið. Á kjörskrá í Skarðshreppi voru 76, atkvæði greiddu 75. eða 98,7%-. H-listi hlaut 39 atkv. og 3 menn; Úlfar Sveinsson Ingveldarstöðum. Jón Eiríksson Fagranesi og Sigurð Guðjónsson Sjávar- borg. L.-listi 36 og tvo menn; Andrés Helgason Tungu og Sigrúnu Aadnegaard Bergs- stöðum. Bílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði Réttingar - Sprautun JHQ [ bilaverkstddi 9!)5W ISAUOAWKiíOíU mmrn 0I7#-J102 SÆMUNDARGOTU Almenn rafverkatakaþjónusta Frysth og kæliþjónusta Bíla- og skiparafmagn l/'J-p • >"M sími: 95-35519 "|\TCH9l!l \y\J\ Bílasími; 985-31419

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.