Feykir - 13.06.1990, Síða 3
22/1990 FEYKIR 3
Messað úti á
miðjum Skagafirði
Það væsti ekki um farþegana úti á dekki í blíðunni.
Sigurður Agnarsson bátsmaður
flutti hugvekju.
Þar sem Sauðárkrókskirkja er
ómessufær vegna lagfæringa
var gripið til þeirrar nýbreytni
á sjómannadaginn að messa
um borð í einum togaranum út
á miðjum firði. Það voru um
400 manns sem sóttu messu
um borð í Skagfirðingi í
hlíðskaparveðri, hlankalogni
þannig að hafflöturinn var
spegilsléttur.
Þrátt fyrir mannfjöldann
var nóg rúm á skipinu. Eftir
stutta prédikun prófastsins
séra Hjálmars, lásu Björn
Jónasson skipstjóri á Drangey
og Kristján Helgason skip-
stjóri á Skagfirðingi upp úr
ritningunni. Þá flutti Sigurður
Agnarsson bátsmaður hug-
vekju og vék þar að lífi og
starfi sjómannsins, tengsla
hans við kristna trú, m.a. að
fyrstu lærisveinar Jesú hefðu
verið sjómenn. Kristján Helga-
son skipstjóri vék einnig að
því í þakkarorðum til
viðstaddra í messulok hversu
kirkjan væri sjómönnunum
mikið, og benti á að ljósið í
kirkjuturninum væri eirín
helsti ratvísir skipstjórnenda
þegar siglt væri í höfn.
Farandorgelið og Rögn-
valdur Valbergsson var með í
för, en að þessu sinni voru
það sjómannskonur sem sáu
um sönginn. Séra Hjálmar
vék að líkingum í sínum
texta, að talað væri um
kirkjuskipið, sem meginhluta
kirkjubyggingar. Frelsarinn
hefði á sínum tíma skotið út
báti til að ná betur til
mannfjöldans. Kvað séra
Hjálmar allt þetta eiga vel við
í dag.
Rækjuvinnslan Dögun:
Missti báta úr viðskiptum fyrirvaralaust
Hættur vegna leysinga í Fljótum:
Lambærnar vaktaðar
allan sólarhringinn
„Þetta er alveg að koma.
Jörðin kemur iðgræn undan
snjónum og það er ekki að sjá
neitt kal. Eg er að byrja að
láta kindurnar út þessa
dagana, en þetta eru gífur-
legar hættur alls staðar. Það
þarf að vakta lambærnar allan
sólarhringinn”, sagði Númi
Jónsson bóndi á Reykjarhóli í
Austur-Fljótum.
„Annars er ég vel settur
hérna á Reykjarhóli miðað
við suma aðra. Það er t.d. allt
á kafi í Stíflunni enn. Eg var
að korna þaðan áðan, ætlaði
að fara þangað með gelda
gelminga, en það þýðir
ekkert”, bætti Númi við.
Hann segir stórfenni til fjalla
enn, í gilskorningum og enn
sé snjór á túnum.
,,Eg get ekki séð að menn
sleppi á fjall hér fyrr en upp
úr 20. Menn fara sjálfsagt að
huga að áburðardreifingu
bráðlega, þó að þeir verði
ekki lausir við féð. Maður
hefur stundum þurft að gera
það og ég fer að bera á
kúahaga kannski strax í dag,
rendurnar sem komnar eru
upp úr snjónum. Já, það er
nóg að gera þessa dagana, og
það þýðir víst ekkert annað
en harka þetta áfram, þó að
snjórinn endist svona lengi
hjá okkur annað árið í röð.
Við förum að verða vanir
þessu hérna”.
Númi sagði greinilegt að
Fljótamenn hæfu ekki slátt
fyrr en í lok júlí eins og í
fyrra. Eitt af verkum Fljóta-
bænda þessa dagana er að
gera við girðingar sem eru að
koma upp úr snjónum, illa
farnar eftir óvenju þéttan og
þungan snjó.
„Það hefur verið fremur lítið
að gera hjá okkur undanfarið.
í síðstu viku var t.d. aðeins
unnið í þrjá daga. Það sem
gerir þetta, er að við voruni
svo óheppnir að missa tvo háta
úr viðskiptum nánast fyrir-
varalaust”, sagði Omar Þór
Gunnarsson nýráðinn fram-
kvæmdastjóri í rækjuverksmiðj-
unni Dögun í samtali við
Feyki fyrir helgina.
Eigandi Erlings tók upp á
því að kaupa sér rækjuverk-
smiðju á Suðurnesjum, sem
vinnur nú afla skipsins. „Þeir
yfirbuðu síðan Rauðseyna í
Þormóði ramma á Siglufirði.
Svo í dag er Hilmir sá eini
sem veiðir fyrir okkur, en
von bráðar fer svo Haförn að
landa hjá okkur, en Dögun á
hlut í þeim bát. Síðan verðum
við að reyna að fá fleiri báta í
viðskipti, þó að það sé erfitt
þegar vertíðin er byrjuð”.
sagði Omar.
Omar kvað gott ef tækist
að halda átta tímunum þessa
dagana. I vetur var nægt
hráefni í Dögun, þegar
veiðar á innfjarðarrækjunni
stóðu yfir og talsvert mikil
vinna.
SAMVINNUÐÓKIN
Raunávöxtun Samvinnubókar
árið 1989 var 5.01%
Nafnvextir Samvinnubókar eru nú 11.5%
Ársávöxtun er því 11.83%
Hagstæð ávöxtun í heimabyggð
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga