Feykir


Feykir - 13.06.1990, Síða 4

Feykir - 13.06.1990, Síða 4
4 FEYKIR 22/1990 Staðarskáli 30 ára Skólalúðrasveit Hvammstanga lék nokkur lög við Staðarskála í tilcfni afmælisins. póstleiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Var þar fastur skiptistaður fyrir póst fram til 1930. Árið 1929 var ÍL sett upp fyrsta bensíndælan af danska olíufélaginu D.D.A.P. Skammstöfunin var færð upp á íslensku „danskir djöflar pína alþýðuna”. Mun það hafa verið gert af sjálfstæðissinnum. Seinna varð félagið Hið íslenska steinolíu- félag. nú Olíufélagið hf. Þróun bílaumferðar og sam- gangna jókst og bensínskúr þótti gífurleg framför. Árið 1960 var byggt 120 nr húsog hófst þá sala á smáréttum s.s. hamborgurum og frönskum, þótti slikt nýlunda við þjóðveginn. Staðarskáli var kontinn á landakortið . Húsið varsíðan stækkað í núverandi mynd 1971. Hann hefur þróast úr sjoppu í notalegan veitinga- stað sent þjónar vegfarendum allt árið auk þess að hýsa samkomuhald sveitanna bæði í gleði og sorg. Þorrablót og erfisdrykkjur. Þeir bræður Eiríkur og Magnús Gíslasynir ásamt Báru Guðmundsdóttur konu Magnúsarreka Staðar- skála. Þegar Magnús var spurður hvenær hann hefði byrjað í ferðamannaþjónust- unni svaraði hann kankvís „Eg hef verið í þessu frá fæðingu”. Hið sama ntá segja um aðra heimilismenn á Stað nenta Báru, hún segist hafa byrjað með tilkomu skálans. H. Staðarskáli í Hrútafirði er 30 ára um þessar mundir, nánar tiltekið 9. júní. Er ýmislegt gert til hátíðabrigða eins og venja er á slíkum tímamótum. Steingrímur Sigurðsson list- málari opnaði málverkasýn- ingu þar 2. júní sem mun standa til 19. júní. Á sýningunni eru 69 verk frá ýmsum tímum. Myndefni sumra þeirra er sótt í Húnaþing. Sýningin er fjöl- breytt og sýnir margslungið tilfinningalíf listamannsins, setur hún notalegan blæ á staðinn. Ymsir listamenn af tónlistar- sviðinu kornu frant í Staðar- skála um hvítasunnuhelgina, s.s. Lúðrasveit Blönduóss, Ingimar Eydal. Guðjón Páls- son, Elínborg Sigurgeirsdóttir og Sigurður Daníelsson. Áning ferðamanna á sér langa sögu á Stað í Hrútafirði. Fyrir rúmri öld ákváðu yfirvöldaðskipta þar Staðarskáli nýbyggður. 41 árs gagnfræðingar hittast á Króknum: „Enginn hafði breyst neitt að ráði, bara sumir fitnað” Um helgina kom saman á Sauðárkróki fyrsti árgangur- inn sem útskrifaðist sent gagnfræðingar frá Gagnfræða- skóla Sauðárkróks, er farið liafði i gcgnum allan skólann. Það var fyrir 41 ári í skólastjóratíð séra Helga Konráðssonar. I fyrra stóð til að minnast þcssara timamóta, en af því gat þá ekki orðið. Þeir voru 31 gagnfræðing- arnir sem séra Helgi útskrif- aði vorið 1949. Fjórir þeirra eru nú látnir og sjö áttu ekki heimangengt á bekkjarmótið. Þeir voru því 20 bekkjar- félagarnir sem komu saman á Króknum á laugardaginn. Fæstir eru búsettir þar í dag, einungis fjórir. Margir komu því um langan veg, enginn samt eins og Valgarður Jónsson sem kom frá Bandaríkjunum. Þota með hann innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan sjö um morguninn. Þar beið Friðrik bróðir hans áfólksbíl og skutlaðist með hann norður. Mótið hófst með athöfn við Gagnfræðaskólann um tvö leytið. Þar voru gróður- settar átta trjáplöntur. Að því búnu hélt hópurinn til Hóla, þar sem dómkirkjan var skoðuð og gengið um staðinn. Þá var aftur haldið á Krókinn og virt fyrir sér í huganum breytingar síðustu 40 ára, m.a. bækistöðvar hitaveitunnar heimsóttar. Skoðunarferðinni um bæinn lauk síðan með því að haldið var í gamla skólann við Sæmundargötuna. „Þar þráttaði hópurinn um það hvar hver hafði nú setið. Allir fundu þó sætin sín og þarna sátum við eins og við gerðum í gamla daga. Enginn hafði breyst neitt að ráði, bara sumir Halló Skagfiróingar - Húnveíninöar Nú fara sumargestirnir, vinir og vandamenn aö streyma til okkar. Væri ekki gott að eiga góðan svefnsófa í gestaherbergið? Nýkomnir tveggja manna sófar í ýmsum gerðum Húsgagnaverslun Sauöárkróks Öldustíg 7 - Sauöárkróki Sími 95-35363 Trjáplöntur gróðursettar við skólann. fitnað aðeins”, sagði Simmi Pöllu einn 20 menninganna. Um kvöldið borðaði svo hópurinn saman ogskemmti sér fram eftir nóttu. „Þetta var alveg dýrleg skemmtun og heppnaðist ákaflega vel. Veðurguðirnir léku líka við okkur, enda var ég búinn að leggja inn beiðni hjá Jóni Baldvin og Stebbi Díllu hjá Steingrími”, sagði Simmi.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.