Feykir - 13.06.1990, Qupperneq 5
22/1990 FEYKIR 5
Drangeyjarfjöru.
Mynd- SBÞ/Landið þitt.
Frá Ferðafélagi Skagfirðinga
Ferðafélag Skagfirðinga hefur
nú starfað á þriðja áratug og
viðfangsefni þess komin í
nokkuð fastarskorður. Verkefni
þess eru einkunt á tveimur
sviðum. í fyrsta lagi stendur
félagið fyrir ferðum um byggðir
og óbyggðir með kunnugum
leiðsögumönnum .svo bæði félags-
menn og aðrir geti kynnst landi
sínu sem best, og í öðru lagi
hefur það staðið fyrir byggingu
gistiskála og í góðri samvinnu
við Vegagerð ríkisins unnið að
endurbótum á öræfaleiðum.
Félagið stendur á hverju ári
fyrir hópferðum. eins og fyrr
greinir, og á sumar þeirra er
koniin hefð. Dæmi um það eru
þrettándaferðir í Trölla, en
flestar eru þó ferðirnar á ýmsa
áhugaverða staði og svæði, sem
ætla má að fólki þyki akkur í að
kynnast.
Næsta ferð ferðafélagsins er
laugardaginn 16. júní, og verður
þá í samstarfi við systurfélagið á
Akureyri efnt til ferðar út í
Málmey. Verður farið frá
Sauðárkrókshöfn kl. 10 að
morgni og áætlað að korna aftur
um kl. 16.00. — Farkosturinn
verður skip Drangeyjarjarlsins,
Nýi Víkingur. Þátttökutilkynn-
ingar verða að liafa borist í
siðasta lagi á hádegi á föstudag,
15. júní.
Síðustu helgi í júlimánuði
verður svo efnt til nýbreytni í
starfsemi félagsins, en þá verður
l'ólki gefinn kostur á ókeypis
ferð i Ingólfsskála, sem félagið
reisti norðan Hofsjökuls fyrir
nokkrum árurn. Þar er ætlunin
að verði kvöldvaka á laugar-
Úrslit í 4. deild
Hvöt sigraði Neista og
Kormákur Þrym í fyrstu
leikjum Norðvesturlandsriðils
4. deildar Islandsmótsins í
knattspyrnu, sem fram fóru
sl. þriðjudagskvöld. Báðir
leikirnir enduðu 3:1 og
gagnstætt því sem gerst hefur
í HM til þessa, tókst liðunum
sem fyrr skoruðu ekki að
halda fengnum hlut.
dagskvöldið og ferðin að öðru
leyti notuð til að kynna fólki
starfsemi lelagsins. I byrjun
október verður svo farin árleg
haustferð í Ingólfsskála til
frágangs fyrir veturinn, en
siðasta skipulega ferð félagsins á
árinu verður aðventuferð í
Ingólfsskála, sem er að vísu háð
veðri og færð, en undanfarin ár
hafa nokkrir félagar efnt til
slíkrar ferðar á fjallabílum og
þykja hafa tekist vel.
Ekki er hægt að ljúka við
þessa frásögn án þess að geta
þess að nú í vor var undirritaður
samningur milli Ferðafélagsins
annarsvegar og landeigenda í
Austurdal og Akrahreppi hins-
vegar um byggingu fjallaskála í
Austurdal, þar sem heitir
Hildarsel. Er það skammt utan
skógarsvæðisins í Fögruhlíð.
Sarnið hefur verið við Tré-
smiðjuna Yr á Sauðárkróki um
að byggja skálann í einingum og
er áformað að reisa hann i
byrjun september. Gengið var
frá grunni skálans sl. haust og
Ieyfi veður og færi ætti að vera
hægt að Ijúka skálasmíðinni
fyrir haustið. A þessurn slóðum
er náttúrufegurð mikil en næsta
fáir hafa lagt þar leið sina um
nema gangnamenn. Akvegur er
ekki um þessar slóðir og á
leiðinni eru óbrúaðar, straum-
þungar og grýttarár.sem ófærar
eru öllum venjulegum farar-
tækjum nenia við sérstakar
aðstæður. A Abæjará er hins-
vegar göngubrú, og uppi eru
áætlanir rneðal aðstandenda
skálabyggingarinnar að gera
aðra slíka yfir Tinná. Verður þá
mögulegt að fara gangandi um
þessar slóðir og verður án efa
vinsæl leið af göngugörpum að
ferðast úr Laugarfelli norður
með Jökulsá austari niður
dalinn. Getur þessi skáli ásamt
með Sesseljubæ við Grána skipt
leiðinni í hæfilega áfanga.
Ferðalclag Skagfirðinga er
öllum opið og allir velkomnir í
ferðir þess. Félagsmenn njóta
aðildar sinnar í lægra gistigjaldi!
skálum og fargjalds i ferðum
félagsins, auk þess sem hin
vandaða árbók Ferðalelags
íslands fylgir í árgjaldinu, en
það rit, sem komið hefur út
samfleytt í rúm 60ár,ereinhver
ítarlegasta og vandaðasta Islands-
lýsing sem völ er á.
I stjórn Ferðafélags Skagfirð-
inga eru nú: Ingvar B. Sighvats
formaður, Friðrik A. Jónsson
gjaldkeri, Ingimundur Sverris-
son ritari og Ebba Kristjánsdóttir
og Finnbogi Stefánsson með-
stjórnendur.
GÞG
Nýr oddviti
Erlendur Eysteinnson á Stóru-
Giljá var kosinn oddviti
Torfalækjarhrepps á fyrsta
fundi hreppsnefndar. Erlendur
tekur við oddvitastarfinu af
Torfa Jónssvni á Torfalæk
sem hafði gegnt því til fjölda
ára.
I kosningunum í Sveinstaðar-
hreppi nú brá svo við að
sjálfstæðismenn fengu lánaðan
framsóknarmann í efsta
sætið, Björn Magnússon á
Hólabaki. Er Björn oddvita-
efni, en Þórir Magnússon á
Syðri-Brekku hefur gefið
embættið laust. Eru þá
upptaldir nýir oddvitar í A-
Hún.
Feykir hefur lítið frétt af
nýjum oddvitum í Skagafirði
og Vestur-Hún., og ágætt ef
fréttum þeim efnis væri
komið til blaðsins. Þó er
vitað að hinn frái frétta-
haukur þeirra Fljótamanna,
Orn Þórarinsson í Ökrum,
mun taka við oddvitastarfi af
Valberg Hannessyni, sem
ekki gaf kost á sér til
áframhaldandi setu í hrepps-
nefnd.
„Gamla fólkið”
á vinabæjarmót
Fríður flokkur Sauðkrækinga
var viðstaddur vinabæjarniót í
Esbo í Finnlandi um síðustu
helgi, með bæjastjórann Snorra
Björn og frú í broddi
fylkingar. Auk þeirra var einn
fulltrúi frá hverju framboði á
mótinu ásamt maka. Það voru
fulltrúar úr fráfarandi bæjar-
stjórn sem fóru, og því haft á
orði að ,,gamla fólkið” væri
að fara á vinabæjarmót.
Mótið stóð yfir í þrjá daga.
Þetta var eitt af aðalmótun-
um sem haldin eru þriðja
hvert ár til skiptis í
vinabæjunum. Á milli eru
síðan haldin svokölluð fag-
mót, en þá hittast fulltrúar
ýmsra fyrirtækja og stofnana
í vinabæjunum.
Bæjarfulltrúarnirsem fóru
til Esbo voru Aðalheiður
Arnórsdóttir, Anna Kristín
Gunnarsdóttir, Björn Sigur-
björnsson, Hörður Ingimars-
son og Magnús Sigurjónsson.
Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar
Allir muna okkar
frábæra snyrtivöruúrval
FEhlDI
Nýr ilmur FENDI fyrir herra
llmurinn ómótstæöilegi
0
Einnig nýr ilmur fyrir dömur
RED DOOR frá
Kylfingar TROPHEE golfilmurinn vinsæli
Einnig mikið úrval af tískuskarti
Barnavörur í úrvali
SAUÐÁRKRÓKS APÓTEK
AÐALGÖTU 19 - SÍMAR 35336, 36784