Feykir - 18.07.1990, Qupperneq 3
27/1990 FEYKIR 3
Varðskipið Týr lá við bryggju á Sauðárkróki á sunnudag. Um kvöldið hélt skipið með flokk
vísindamanna út í Kolbeinsey til djúpsjávarmælinga á stærð evjarinnar. Með í för var
samgönguráðherra Steingrímur Sigfússon. Það var vel við hæfi að lagt væri úr höfn á Króknum,
þar sem Stefán Guðmundsson þingmaðurinn í Suðurgötunni beitti sér hvað harðast fyrir
verndun þessa mikilvæga grunnlínupunkts íslenskrar landhelgi. Á síðasta ári var byggður
þyrlupallur í Kolbeinsey eins og eflaust marga rekur minni til.
Næg vinna í
frystihúsunum
Næg vinna er í frystihúsunum
við Skagafjörð þessa dagana,
enda moknskerí hjá togurun-
um fyrir vestan land. Hegranes
landaði 190 tonnum á mánudag
og von er á bæði Drangey og
Skafta í vikunni með fullfermi.
Einar Svansson framkvæmda-
stjóri Skagfirðings var hress
og sagði að ekki væri yfir
neinu að kvarta meðan
fiskeríið væri svona gott og
næg vinna í húsunum. Hann
kvað kvótamálin líta bara
nokkuð vel út. Að minnsta
kosti væri ekkert að óttast á
næstunni og líklega yrði
þetta allt í besta lagi þegar
kæmi lengra fram á árið.
I síðustu viku komu í
heimsókn í Fiskiðjuna, Guðjón
B. Olafsson forstjóri Sambands-
ins, Sigurður Markússon
nýkjörinn stjórnarformaður
og Benedikt Sveinsson fram-
kvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar. Leist þcim hið besta
á aðstæður allar og matvæli
þau sem framleidd eru í
Fiskiðjunni.
Framkvæmdir við stækkun Sauðárkrókskirkju standa nú sem
hæst. Kirkjan verður lengd í vestur er nemur kórnum. Áætíað er
að hún verði tekin í notkun að nýju 12. nóvember í haust.
Stuðmenn í Miðgarði:
Tónleikar urðu
að dansleik
Tónleikarnir sem Stuðmenn
hugðust standa fyrir í Mið-
garði sl. laugardagskvöld
breyttust í dansleik. Fyrir
vikið varð hljómsveitin að
greiða bæði skemmtanaskatt
og virðisaukaskatt af sam-
komunni, eftir mikið þref við
skattheimtumenn. Stuðmenn
sætta sig engan veginn við
meðferð mála og hyggjast
leita réttar síns.
Lengi hefur staðið styr
milli Stuðmanna og „Skatt-
manns” hvort þeim beri að
greiða skatta af sínum
samkomum, sem þeir kalla
tónleika, en margir vilja
meina að séu í raun ósköp
venjulegir dansleikir. Sagt er
að Stuðmenn hafi ætlað að
láta sverfa til stáls í
Skagafirði. Sé það rétt er
hægt að efast stórlega um
sögukunnáttu þeirra, því
fornar sögur segja frá
því að Skagfírðingar hafi
ekki tekið slíku sverðaglammi
með sínu orðlagða jafnaðar-
geði, heldur brytjað gest-
komandi herskara niður.
Til að framfylgja lögum
fyrirskipaði sýslumaður Skag-
firðinga að stólum skyldi
raðað í sal og veitingasala
yrði lokuð nema í hlé
tónleikanna. Strax og Stuð-
menn byrjuða að spila voru
stólar fjarlægðir úr salnum
og rýmt fyrir dansgestum, en
veitingar voru aðeins seldar í
tveim hléum sem hljómsveit-
in gerði á leik sínum. Hefur
því trúlega verið drukkið
meira óblandað en venjan er
á dansleikjum. Þrátt fyrir
það fór hann hið besta fram
og tæplega 400 gestir skemmtu
sér hið besta, enda Stuðmenn
hin besta danshljómsveit.
Vegna sumar-
leyfa starfsfólks
kemur Feykir
næst út
15. ágúst
Húseign til sölu
Til sölu efri hæð í tvíbýli við Hólaveg.
íbúðin er 4 herbergi, 126 fm.
Upplýsingar á daginn í síma 36670 og
á kvöldin í síma 35571, Hilmar.
71*
7 •
KAUPFÉLAG
SKAGFIRÐINGA
AUGLÝSIR:
Felagsmannatilboð 20. juli - 4. agust
20% afsláttur á og 15% afsláttur
garðhúsgögnum
og garðáhöldum
(sláttuvélum o.þ.h.)
Samkort jafngildir staðgreiðslu.
á reiðhjólum gegn
staðgreiðslu.
VERIÐ VELKOMIN