Feykir


Feykir - 18.07.1990, Síða 5

Feykir - 18.07.1990, Síða 5
27/1990 FEYKIR 5 eykir í boði Austfirðinga á Vatnajökli og Jökulsárlóni Dýrindis matarpakki frá Hótel og Geysi og fleiri náttúru- perlur. Komið var á Horna- fjörð um hálftólf leytið og þá lagt af stað upp aðjöklinum með rútubíl frá Austurleið. Alveg var það með ólíkindum sem rútunni var boðið, í þungri fær í vegaslóða upp að jökulrótunum, enda leysingar langt í frá afstaðnar. Enda þótti ekki mikið þó hópurinn þyrfti á einum stað að ganga smáspöl. Stundarinnar notið Uppi við jökulrótina biðu menn frá Jöklaferðum með snjósleða handa hópnum og það kom í hlut lians að vígja nokkra flunkunýja vélsleða sem fyrirtækið var nýbúiðað fá frá Svíþjóð. Eftir tíu mínútna keyrslu á sleðunum var komið upp að skálanum. Þar beið gimilegur hádegismatarpakki frá Hótel Höfn. Lét hópurinn fara vel um sig í stund í baðandi sólskininu uppi á jöklinum, en að sögn Tryggva er oft veðursæld mikil á jöklinum. Tíminn leið ótrúlega hratt þarna uppi. enda var maður ekkert að hugsa um hann, heldur naut stundarinnar til hins ítrasta. Það er liður í ferðinni að þátttakendur fái að fara einir síns liðs á sleða frá skálanum og upp á svokallaða Miðfellsegg. en þaðan, um 1000 metra vfir sjávarmáli, er útsýn mjög góð. Jökulsárlón, Grænlandsígildi Það var orðið áliðið dags Höfn snæddur úti á skafli. þegar við komum ofan af jöklinum, og hafði dagskráin raskast nokkuð. Þó þótti ekki hægt annað en aka um Suðursveitina og að Jökulsár- lóni eins og ráð var fyrirgert. Við Lónið tók á móti okkur Fjölnir Torfason bóndi á Hala. fæðingarstað Þórbergs. Það er bílbáturinn þeirra fyrir austan sem notaður er til fólksHutninga á Lóninu. Jökulsárlón er f'urðulegt náttúrufyrirbæri. en jökullinn skríður fram í þaðogbrotnar stöðugt í hina fjölbreytileg- ustu jaka. Er engu líkara en maður sé kominn til Græn- lands, enda segja þcir hjá innanlandsfluginu, að ferð- irnar í Jökulsárlón keppi mjög við leiguflugið til Grænlands. Sjávarfalla gætir í Lóninu, sem er mjög djúpt strax við bakkana, lleiri tugir metra undir sjávarmáli þar sem það er dýpst. Fjölnir sagði okkur að kvöldið áður hafi Lónið verið autt, sjávarföllin hafi borið jakana upp að jökul- brúninni. Siglingin á Jökuls- árlóninu var enn eitt æfintýrið í ferðinni. Ýmsir möguleikar Tryggvi var spurður hvað ferð ájökulinn mundi kosta hinn almenna ferðamann. Sagði hann ýmsa möguleika þar í, allt eftir því hvort fólk væri á eigin bíl og þar fram eftir götunum. Sem dæmi nefndi hann að ef ferðamaður kæmi á sínum eigin bíl GePpa eða fjórhjóladrifnum) uppað jöklinum, mundi ferð á snjósleða upp ájökulinn með hádegismat, kosta um 4000 krónur fyrir manninn. Soffía Káradóttirblaðamaður með 12 þúsund ára gamlan ískristal úr Vatnajökli. Kristall- inn var á floti í Jökulsárlóni. Tölvueigendur! Nú stendur til að kaupa módem fyrir PC samhæfðar og Amiga tölvur. Módem sem geta sent og tekið á móti bréfum 'rá telefaxtækjum. Amiga og Atari eigendur! Viljum við sameinast um kaup á hörðum diskum og þráðlausum músum? Sameinumst og græðum pening Munið umboðssölu með notaðar tölvur Greiðsluskilmálar - Aðstoð - Ráðgjöf Hafið samband Ml ll ll ■>! Skaglir6ingabraut 6 - Simi 95-36676 - 550 Sauðárkrókur —K

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.