Feykir - 18.07.1990, Side 6
6 FEYKIR 27/1990
Glæsilegt Landsmót í Mosfellsbæ
Það var líf og fjör í
Mosfellsbæ fyrir og um
helgina þar sem fram fór 20.
Landsmót UMFÍ. Um 3000
keppendur frá 19 héraðssam-
böndum og félögum voru þar
saman komnir og öttu keppni í
mörgum íþróttagreinum, en
þeim greinum fer sífellt
fjölgandi sem keppt er í á
Landsmótum. Þrátt fyrir að
ijöldi gesta á mótinu væri ekki
eins mikill og við var húist, er
ekki hægt að segja annað en
það hafi heppnast mjög vel, og
framkvæmdin verið gestgjöf-
unum UMSK og bæjarbúum í
Mosfellsbæ til mikils sóma.
Að sjálfsögðu voru fjöl-
mennir fiokkar íþróttafólks
Húnvetninga og Skagfirðinga
mættir á Landsmóti. Þegar
talað var við forráðamenn
héraðssambandanna þriggja
USAH, USVH og UMSS,
var ekki annað að lieyra en
þeir væru nokkuð ánægðir
með árangur sinna manna.
Hann væri meira að segja
betri hjá Skagfirðingum og
Austur-Húnvetningum en á
mörgum undanförnum lands-
mótum.
í liði USAH sköruðu þau
nokkuð fram úr, hlauparinn
Daníel Smári Guðmundsson
og hinn bráðefnilegi sprett-
hlaupari og stökkvari Sunna
Gestsdóttir. Hjá UMSS voru
þeir í fylkingarbrjósti bræð-
urnir Gísli og Helgi Sigurðs-
synir, og karlaliðið í frjálsum
komst vel frá mótinu. Það
var sundfólkið efnilega Kristjana
Jessen og Elvar Daníelsson
sem stóðu upp úr af
íþróttafólki USVH. Aðeins
kempan Örn Gunnarsson lét
eitthvað að sér kveða í f'rjáls-
íþróttakeppninni. Skagfirðing-
ar báru sigur úr bítum í
stigakeppni hestaíþrótta, en
því miður var greinin
einungis sýningargrein á
mótinu.
Ekki er rúm hér til að gera
útslitum á landsmótinu tæm-
andi skil, og verða myndirog
textar hér á síðunni að duga
til viðbótar. Þess má þó geta
að knattspyrnulið Skagfirð-
inga og Austur-Húnvetninga
máttu verma neðstu sætin í
keppninni. Körfuboltalið Skag-
firðinga stóð sig betur. Þó
það væri skipað unglinga-
flokki Tindastóls styrktu Val
Ingimundarsyni náði það
þriðja sætinu, á eftir Njarð-
víkingum og Kefivíkingum.
Sveit USAH í 4x100 metra hlaupi tekur við verðlaunum sínum
fyrir 5. sæti. María Ingimundardóttir, Sigurbjörg
Kristjánsdóttir og Jóna Finndís Jónsdóttir. Sunna Gestsdóttir
var farin í sturtu. Búningur USAH fólksins á mótinu vakti
óskipta athygli, en hann varsaumaður hjá Saumastofunni Evu
á Blönduósi. Um 120 keppendur frá USAH voru á mótinuoger
það mikil fjölgun frá síðasta Landsmóti á Húsavík, þangað fóru
35.
Skagfirðingar átti tvo af þrem fyrstu í stangarstökki; Gísli
Sigurðsson varð annar og Geir Gunnarsson frá Brckkukoti
þriðji. Þeir eru hér í verðlaunaafhendingu með sigurvegarann
Kristján Gissurarson UMSE á milli sín. Gísli gerði sér lítið
fyrir og sigraði í 110 metra grindarhlaupi eftir hörkukeppni við
lljört Gíslason.
Þær eru ekkert súrar stelpurnar í hoðhlaupssvcit UMSS, þótt
þær þyrftu að láta sér lynda 7. sætið í 4x100. Ólöf Sigfúsdóttir,
Sonja Sif Jóhannsdóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttirog Sigurlina
Guðjónsdóttir.
Friðgeir Halldórsson USAH
tekur vel á í langstökkskeppn-
inni.
Inga Birna Tryggvadóttir
formaður Hvatar er hreinn
snillingur í að haka pönnu-
kökur og hreppti annað sætið í
keppninni. Sigríður Jónsdóttir
USAH varð í þriðja sæti, og
segja gárungarnir að enginn
sé svikinn af meðlætinu með
kaffinu í Húnaþingi.
Hin hráðefnilega 14 ára Sunna Gestsdóttir USAH dregur
hvergi af sér í langstökki. Hún var í fremstu röð í spretthlaupi
og stökkum á mótinu.
! *v* ^
r 1 v? \ i ■n
Guðmundur Ragnarsson USAH virðist vel yfir ránni í
hástökkinu.
Danicl Smári Guðniundsson
fagnar hér sigri í 1500 metra
hlaupinu á verðlaunapalli.
Hann varð einnig 3. í 800
metrunum og framarlega í
5000.
Örn Gunnarsson USVH stóð
sig vel í langstökkinu, en
eitthvað mistókst þetta stökk
hjá honum.
Tungu Berglindar Bjarnadóttur
UMSS virðist hætt í kúlu-
varpskeppninni.