Feykir - 18.07.1990, Page 8
18. júlí 1990, 27. tölublað 10. árgangur
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á föstudögum
BÍLASÝNING Á NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM
LAUGARDAGINN 21. JÚLÍ FRÁ KL. 13.00-17.00
Hvetjum fólktil að koma meðbílasínaástaðinn
Reynið viðskiptin - Heitt á könnunni
BÍLASALAN BORGARFLÖT 5
SÍMI 95-35405 - SAUÐÁRKRÓKI
Bátar við bryggju á Hvammstanga.
Mikil vinna hjá
Meleyri
Bátar frá Hvammstanga hafa
aflað vel á djúprækju undan-
farið. í lok fyrri viku kom
Hersir með 45 tonn, þar af
helming af stórri rækju á
.Japansmarkað. Hitt fer til
vinnslu hjá Meleyri. Rifsnes II
SH 44 frá Rifi kom á
mánudagsmorgun með ta-p 12
tonn af ísrakju og 9 tonn af
fiski. Bjarmi komsömuleiðis á
niánudag með fimm tonn af
ra-kju og lítilsháttar af fiski.
Bjarmi veiðir í ís eins og
Rifsnesið. Öllum Hski sem
kemur að landi á Hvamms-
tanga er umsvifalaust ekið
suður. Rifsnesið mun leggja
upp á Hvammstanga i
sumar.
Mikil vinna hefur verið hjá
landverkafólki undanfarið.
Byrjað cr í rækjunni langllesta
daga kl. 4 á nóttunni og
unnið til fimm síðdegis.
Flestir laugardagar eru unnir
og er farið að gæta þreytu hjá
fólki. því þessi nætur- og
helgarvinnutörn hefur staðið
síðan í byrjun maí og líkur á
að hún vari fram eftir sumri.
Mikið umhverfis- og fegrunar-
átak hefur verið í gangi hjá
Meleyri og sláturhúsinu
Ferskum afurðum. Ýrnis
konar drasl sem safnast hafði
á lóð fyrirtækjanna hefur nú
verið fjarlægt og öll hús
máluð I stíl, hvít með bláum
þökum. Hafnarsvæðið er
sömuleiðis snyrtilegt, þó
stingi i augu draslhaugur
syðst á uppfyllingunni. Mynd-
aðist hann í veturþegarófært
var á geymslusvæði ofan
þorpsins. Nú þcgar snjórinn
er löngu horfinn vonast
þorpsbúar til að haugurinn
hvcrft sömuleiðis.
H
Ekki einn einasti sótt um
lausar kennarastöður
Mjög þunglega horfir með
ráðningar í lausar kennara-
stöður í grunnskóla kjördæm-
isins fyrir veturinn. Ein
fyrirspurn harst um eina
stöðu, en sá hefur nú ráðið sig
annars staðar. Að meðaltali
eru þrjár til fjórar stöður
lausar í stærstu skólunum.
Guðmundur Ingi Leifsson
fræðslustjóri segir þetta mun
verra ástand en á sama tíma í
fyrra. „Þetta var þokkalegt í
fyrra og hitteðfyrra og maður
var að vonast eftir að þetta
færi að lagast”, sagði Guð-
mundur. Aðspurður hvort
breytingar á húsaleigustyrkjum
til minnkunar gæti þarna
verið skýringin að einhverju
leyti, sagði hann: „Nei, það
er ekki einu sinni spurt um
það. Enda er ekki farið að
gæta neinna lækkana húsa-
leigustyrkja ennþá. Hér á
Blönduósi eru t.d. boðin
ágætis húsnæðishlunnindi,
en það virðist samt ekki
duga.
Nýir markaðir hjá Loðskinni
Sútunarverksmiðjan Loðskinn
hefur unnið nýja markaði á
þessu ári. Tyrkirog Ungverjar
hafa keypt talsvert magn, og
ef útflutningsleyfi fæst verða
seld 40-50 þúsund forsútuð
skinn til Póllands. Þetta er í
fyrsta skipti síðan 1982 sem
Pólverjar sýna skinnaviðskiptum
við Islcndinga áhuga, en
Loðskinn átti þar stóran
niarkað á árum áður. Það er
samt ítalia sem er helsti
markaður fyrirtækisins í dag.
Loðskinn verkar á árs-
grundvelli rúmlega 200 þúsund
skinn. svo pöntun Pólverja er
þar stór hluti. „Maður er svo
sem ekkert óskaplega spenntur
fyrir að selja skinnin hálfunnin
úr landi, en staðreyndin ersú
að reksturinn cr ákaflega
þungur eftir erfiðleikatíma-
bil síðasta árs”, segir Þorbjörn
Árnason framkvæmdastjóri
Loðskinns. Mikill fjámagns-
kostnaður samfara erfiðri
skuldastöðu hefur íþvngt
mjög rekstrinum mörg undan-
farin ár. Skinnadeild Sam-
bandsins hefur lýst áhuga
sínum á að kaupa þessi
forsútuðu skinn sem Loðskinn
hyggur að selja til Póllands.
Mjög hefur gengið á
uppsafnaðar skinnabirðir frá
síðasta ári og útlit fyrir að
þau verði öll seld fyrir
sláturtíð. í vor var fjölgað
fólki í Loðskinni, skólafólk
ráðið í sumarafleysingar og
er verksmiðjan ekki lokuð
yfir sumarleyfistímann nú
eins og jafnan áður. „Ef
dæmið með Pólland hefði
komið upp seinni part vetrar,
hefðum við ekki bætt við
Nýlega afhentu forráðamenn
Lionsklúbhs Skagafjarðar
,Heilsugæslustöðinni í Varma-
hlíð að gjöf tvö tæki,
sjálfvirkan símsvara og tæki
til eyrnaskoðunar.
Sigríður Pálmadóttir veitti
tækjunum viðtöku og færði
gefendum þakkir. Gat hún
þess í leiðinni að Heilsu-
gæslustöðin í Varmahlíð.
sem er útibú frá Heilsgæslu-
stöðinni á Sauðárkróki.
hefur nú starfað í þrjú árog
er opin einu sinni í viku. á
miðvikudögum frá kl. 13-16.
fólki í vor, en annars var
mjög gott fyrir krakkana að
fá vinnu í sumar”. sagði
Þorbjörn.
Stöðin þjónar einkum þrem
hreppum, þ.e. Lýtingsstaða-,
Akra- og Seyluhreppi.
Þarna er sinnt m.a.
sáraskiptingum, blóðþrýstings-
mælingum, sprautugjöfum,
ungbarnavernd og heima-
hjúkrun. Starfsemi hefur
vaxið og árið 1989 leituðu
412 einstaklingar þar þjónustu
miðað við 266 árið áður, þar
af 112 í ungbarnavernd
miðað við 86 árið 1988. 20
einstaklingar nutu þjónustu
heimahjúkrunar eða 9 fleiri
en árið áður.
ÓÞH
Séra Ólafur Þór Hallgrímsson, Stefán Haraldsson og Jón
Ingimarsson forráðamenn Lionsklúbhs Skagafjarðar og
Sigríður Pálmadóttir forstöðumaður Heilsugæslustöðvarinnar
í Varmahlíð.
kGÆÐAFRAMKÖLLUN
BÓKABÚÐ
BEYNJARS