Feykir


Feykir - 21.11.1990, Blaðsíða 4

Feykir - 21.11.1990, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 41/1990 „Það þurfti enginn að svelta i Málmey segir Jóna Guðný Fransdóttir, sem átti þar heima unglingsstúlka „Þegar ég læt liugann reika til baka, til þess tíma er ég átti heima í Málmey, frá sjö ára aldri og fram yfir tvítugt, þá voru þaðekki erflðleikarnir, sem eru mér efst í huga. Best man ég vornæturnar þegar ég ungur drengur vakti yfir túninu og hlý og mjúk morgungolan að líðandi nóttu rak á braut næturþokuna og sólin, sem komin var á loft yfir Austurfjöllunum, breytti milljónum daggardropa næturinnar í skínandi perlur. Þetta er sú mynd af Málmey, sem mér verður minnisstæðust til hinstu stundar”. Svo segir Grímur heitinn Sigurðsson útvarpsvirki á Akureyri í grein sinni um Málmey í 2. hefti Skagfirð- ingabókar. Grímur var einn fjögurra bræðra sem aldir voru upp hjá þeim Frans .lónatanssyni og Jóhönnu Gunnarsdóttur, er bjuggu í Málmey á Skagafirði frá 1910-1914 og 1919-1941. Þau Frans og Jóhanna áttu einnig þrjú börn og eitt þeirra er enn á lífi og við bestu heilsu þó komin sé á 93. aldursár, Jóna Guðný Fransdóttir sem nú býr á Skógargötu I7b á Sauðár- króki. I 40 ár bjó hún ásamt manni sínum Kristjáni Sigl'ús- syni á Róðhóli í Sléttuhlíð. Kristján lést árið 1981. Þeir eru eflaust einhverjir sem leikur forvitni á að vita hvernig það hafi veriðaðeiga heima í Málmey, þessarieinu eyju á Skagafirði sent byggð hefur verið mönnum, að frátalinni útilegu Grettis í Drangey. Því fékk Jóna Fransdóttir heimsókn blaða- manns Feykis á dögunum. Jóna var í Málmey fvrri búskapartíð foreldra sinna þar. 1910-14. frá 12 til lóára aldurs. Sannur sveitarhöföingi ..Pabbi var ntikill sjómaður og veiðimaður. en stundaði kennslu að vetrinum. A fyrstu búskaparárum sínum bjó hann í Garðhúsi. en svo hét eitt fjögurra húsa sem byggð voru við suðurbakka Höfðavatns. Þar bjuggu fjórir harðduglegir menn sern stofnuðu Mótoifélagið og festu kaup á mótorbát, þeirn fyrsta er hingað kom í fjörðinn. Pabbi var sendur vestur á Isafjörð til að ganga frá kaupununt og læra á vélina, og sigldi bátnum svo ásamt öðrum heim”. sagði Jóna þegar hún varspurðum tildrög þess að fjölskyldan flutti út í Málmey. ..Málmey þótti búsældar- leg. gæði bæði til lands og sjávar. Það þurfi enginn að svelta í Málmey. Nei! fjarri lagi að ég væri þar nokkurn Jóna önnur frá liægri er hér að spila á opnu húsi í Safnaðarheimilinu. Aðrar á myndinni eru I.óa frá Daðastöðum, Ingihjörg frá Glaumhæ og Mæja Ragnars. Jóna Guðný ásamt hörnum sínum. Frá vinstri, Stefán Stefánsson. Valgerður, Jóhanna, Dagmar og Signtundur Frans Kristjánshörn. Mynd-Valgeir Kára. tíma svöng. Pabbi skaut hnísu, sel og fugl. Hann var hygginn og gætinn veiði- maður. lét skynsemina ráða. Svoleiðis var það revndar um allt sem hann tók sér l’yrir hendur. Honum var ýmislegt til lista lagt. var t.d. organisti og skáld. Eg held að honum verði ekki lýst öðruvísi en sönnurn sveitarhöfðingja”. Svo elskulegar greyin Það er eins með Jónu og Grím uppeldisbróðirhennar, að það eru ekki erfiðleikarnir seni hún minnist úr Málmey. Heldur er það samneytið við skepnumar, einkanlega kind- urnar. Ogstarfinn varærinn í Málmey, rétt að henni gæfist tóm til að fara í land og fermast hjá prestinum á Hofi á Höfðaströnd, séra Pálma Þóroddssyni. ,.Eg var svo mikið með öllum skepnum, sérstaklega kindunum og ég varákaflega íjárglögg. Þær voru svo elskulegar greyin og gaman að þeim. Ein þeirra fylgdi mér alltaf eftir, ogég var ekki lengi að velja mér hana þegar pabbi bauðst til að gel'a mér kind. Eg kallaði hana Brúðu". Og Jóna talar meira urn Brúðu sína. Þegar þau að fjórum árum liðnum fluttu í land á grasleysissumri og hún réðist í vinnumennsku á bæ einn á Ströndinni um haustið. þurfti hún að láta Brúðu frá sér. ,,Þá gekk ég út til hennar og sagði að hún yrði að vera hjá bróður mínum í vetur. og það var eins og hún skildi ntig blessuð skepnan”. Mamma var ekkert hrædd Var ntikið stúss \ið sauðféð í Málmey? ,.Það var mikið að gera á vorin. í fráfærunum, á meðan lömbin voru aðvenjast því að vera án mæðranna. Þetta var svona hálfsmánaðartími. Þá var sólarhringnum skipt í tvennt, lömbin og fullorðna léð var á beit til skiptis". Og það var rnikið að gera? ..Já. við að mjólka ærnar og kýrnar og hugsa um hænsnin. Við vorum með 2-3 kýr og svo geldneyti líka. Pabbi seldi kjöt til síldar- bátanna. Það voru ýmsir snúningar við þetta og var sérstaklega erfitt til að byrja með. þegar allt þurfti að bera á höndum. Það hafði legiðsú trú á eynni að þangað mætti ekki koma hestur. þá mundi húsfreyjan sturlast. En mamma var nú ekkert hrædd um það. enda kjarkkona og dugnaðar- forkur, réri meir að segja til sjós hvað þá annað. Hún lét flytja hest út í eyna og sagði að það mætti þá snúa við með hann ef hún færi að verða eitthvað skrýtin. Og hún lét ekki þar viðsitja heldur kom með annan hest út í eyna. Þetta breytti ansi ntiklu með vinnubrögð í eynni”. Þegar hafísinn kom Varst þú einhvern tíma vör við einhvaðdularfullt í eynni, svo sem huldufólk? ..Nei aldrei. Ekki nema þá þegai' heimalningurinn fannst ekki. þegar átti að fara nteð hann til slátrunar. Mér var kennt um að ég hefði falið hann, því ég hafði dálæti á honum og var að stelast til að lofa honum að sjúga kind- urnar. En svo þegar pabbi var nýfarinn á bátnum kom hann í leitirnar. Viðgöntuð- umst með að huldufólkið í Jarðfallinu hefði gætt hans. Jarðfallið er hvammur sem skerst inn í miðja eyna að vestanverðu. í því eru strillur sem hvelfast yfir líkt og kirkja. Þarna var mikið af berjurn og gaman að tína. Syðst í Fallinu er aðallend- ingin". En við hvað lékuð þið krakkarnir vkkur? ,,Það var nú frekar lítið um leiki hjá okkur. en ég var prílandi þarna frarn á hvert nef í eynni. Það er helst að maður minnist vetrarins seni hafísinn kom. Þá varð ís landfastur milli eyjar og lands og gaman að klifra í jökunum við eyna. Þeir stærstu voru eins og tveggja hæða hús. Þetta var hreinn ævintýraheimur fyrir okkur krakkana. og við litum hatJsinn allt öðrum augum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.