Feykir


Feykir - 21.11.1990, Blaðsíða 5

Feykir - 21.11.1990, Blaðsíða 5
41/1990 FLYKIR 5 Á Málmcyjarfjöru. en fullorðna fólkið. Hann skapaði mikla erfiðleika hjá mörgum, það var hart í ári". En hvernig var að \'era úti í Málmey á dimmum vetrar- kvöldum þegar verstu vetrar- veðrin geisuðu. Og hvernig var að halda jól þarna úti? Brast máttur við Jarðfallið ,.Ég man ekki eftir neinu sérstöku í sambandi við vetrarveður, og ég minnist þess ekki að mér hafi nokkurn tíma orðið kalt. Við höfðum olíu larnpa svo birtan var nóg. Pabbi sá til þess að ekkert vantaði. Hann smíðaði meira að segja ákaflega fallegt jólatré, mál- aði það og setti á það kerti. vafði það lyngi svo að þetta var eins og alvöru tré”. Ástæðan fyrir því að foreldrar Jónu, Frans og Jóhanna, fluttu í land 1914. var öðru fremur sviplegur atburður sem átti sér stað 9. janúar 1914. ..Þessi dagur líður mér aldrei úr minni. Pabbi lá veikur í rúminu og ég var úti að snúast við kindurnar. Hjálmar bróðir minn 14 ára gamall og 16 ára vinnupiltur hjá okkur. áttu aðfara niður í fjöruna og tína ntor (smá- spýtur). Kindurnar runnu niður í Jarðfallið hjá mér og þegar ég ætlaði að fara á eftir þeim var eins og mig brysti gjörsamlega máttur. Skömrnu síðar sé ég svo að fólkið kemur hlaupandi heiman frá bænum og ég heyri á hljóðunum í mömmu að eitthvað voðalegt hafði gerst. Fyrst að Hjálmar var ekki nteð þeim hélt ég í fyrstu að hrunið hefði úr björgunum ofan á hann. Daprir dagar Strákanir höfðu þá stolið byssu frá pabba og farið með hana ofan í fjöru. Hvað þar gerðist veit enginn almenni- lega. en vinnupilturinn kom heim og sagði blátt áfram við mömmu: „Ég skaut Hjálmar. — Hvernig heldurðu að hafi verið fyrir hana að fá þetta svona beint framan í sig? Það var hinsvegar ekki að sjá á piltinum að hann tæki þetta mikið nærri sér. Strax tveim dögum seinna þegar líkið stóð uppi var hann farinn að gantast við strákana. Svo á jarðarförinni, fannst mér óviðkunnanlegt að hann tróð sér innst í kórinn hjá hinu fólkinu. Þessi piltur var svo sendur í land. pabbi taldi sig ekki geta haft hann lengur úti í eynni. Hjálmar bróðir var öllum mikill harmdauði. Við vorum ákaflega samrýmd og mér fannst lengi vel að hann væri alltaf með mér. Margoft birtist hann mér í draumi og sagði mér þá gjarnan til um það þegar gestir kæmu næsta dag. Og það brást varla að bátarnir birtust við Kögur- inn hjá Þórðarhöfða á þeim tíma sem hann hafði tilgreint. Það vargestkvæmt í Málmey þegar við vorum þar. Það fer illa um mig Það var svo 20 árum seinna sem Hjálmar birtist mér enn í svefni. Þá voru jarðskálftamir miklu við Dalvík nýafstaðnir. Hann kvartar undan því að færi illa um sig. Á sama tíma deyr Sigurður uppeldisbróðir minn. Hjálmar var grafinn í tveggja manna gröf, sem nú var grafin upp til að koma kistu Sigurðar við hliðina. Þegar mamma tók lokið af gröfinni, kom í ljós að kista Hjálmars hafði dottið ofan af upphækkun sem komið var fyrir undir kistunni og lá hún á hiiðinni í gröfinni. Við fluttum svo í land um vorið. að Skálá í Sléttuhlíð. En svo þoldu lóreldrar mínir ekki að hafa eyna fyrir augunum á hverjum degi og fluttu aftur út að fjórum árum liðnum”. Og þau buðu líka þeirri hjátrú byrginn, að ekki mætti búa í 20 ár sainfleytt í eynni, þá brynni íbúðarhúsið? ,..Iá. já. Pabbi var staddur norður á Akureyri og var þá spurður að því hvort að hann ætlaði ekki að flytja áður en þessi tímamót kæmu. Þá sagði hann að þetta yrði einmitt 20. veturinn sinn í eynni. Og þeir urðu 22 án þess að húsið brynni. Hann byggði stórt tveggja hæða hús í eynni”. Gekk þrisvar til Reykjavíkur Jónu er tíðrætt um föðursinn og hefur greinilega þótt mikið til hans koma. Hann þurfti að reyna ýmislegt á lífsleiðinni og Jóna hefur sömuleiðis þurft að hafa fyrir hlutunum eins og margir. Þegar hún á unglingsárum þjáðist af exemi og þurfti að fara suður til lækninga, vílaði hún ekki fyrir sér að ganga til. Reykjavíkur og til baka. Það gerði hún í þrígang og var stundum samferða landpóst- inurn á ferðum sínum. Á meðan á einni ferðinni stóð geysaði spanska veikin. Jóna veiktist í Reykjavík, lá viku þar og þurfti síðan að fara í sóttkví öðru hvoru ntegin við Holtavörðuheiðina. Ekki leist henni betur en svo á tvo fylgdarmenn sem urðu henni samferða norður í Fornahvamm, en var hins- vegar svo heppin að fá þar ráðleggingar manns sem útvegaði henni vetursetu á Ospaksstöðum norðan heiðar- innar. Þar var hún á þriðja mánuð og hafði nóg að gera við að hjálpa barnmargri fjölskyldunni. Þegar Jóna gekk heim um vorið fylgdi hún símalínunni í Skaga- fjörðinn niður í Gönguskörð og kom að mógröfunum skammt ofan Nafanna. Frá þessu og ýrnsu l’leira hafði Jóna G. Fransdóttiraðsegja. en hér verður staðar numið að þessu sinni. Nýjar METBÆKUR: Nú eru komnar METBÆKUR fyrir börn og unglinga, með mynd af bangsanum PADDINGTON á kápu, ítveimurlitum, RAUÐARog BLÁAR. Þeir eigendur METBÓKA, sem óska geta skipt yfir í þessar bækur. METBÓK er 18 mánaða sparibók. Hver innborgun er aðeins bundin í 18 mánuði. Eftir það er hún ávallt laus til útborgunar, en heldur engu að síður óskertum vaxtakjörum. EKKERT ÚTTEKTARGJALD. Heildarávöxtun Metbókar 1989 var 26.36% Verðtryggð kjör nú eru 5.75% umfram verðbólgu BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI Útibúið á Sauðárkróki Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.