Feykir


Feykir - 21.11.1990, Blaðsíða 3

Feykir - 21.11.1990, Blaðsíða 3
41/1990 FEYKIR 3 Lifað sér til gamans í Auðkúlurctt á seinni búskaparárum. Þegar mín kynslóð var ung. sökkti hún sér niður í sögur af Grími nokkrum grallara, mjög svo hressilegum náunga. Framhoð á bókum í þessum dúr hefur verið fremur lítið á undanförnum árum. en nú er nýkomin út grallarasaga mikil: Ég hef lifað mér til gamans, heitir hún og geymir lífshlaup kempunnar Björns Fálssonar alþingismanns, hónda, kaupfélagsstjóra o.fl. á Löngu- mýri. Eflaust fýsir marga til að eignast þessa hók og gefur Feykir henni góða einkunn. Þetta er ábyggilega með þeim allra líflegustu og skemmti- legustu xvisögum sem út hafa komið lengi, enda hefur Björn karlinn öðrum fremur kunnað að krydda lífið og tilveruna. Ekki skemmir söguna að karlagrobbið virðist hafa tekið sér bolfestu í gamla liróinu á Löngumýri. Fyrir- hyggjusemin er svo sannar- lega við lýði á þeim bæ í bókinni, meira að segja hundarnir höfðu hana, gengu afsíðis þegar þeir fundu að hinsta stundin var komin. Raunar er sagan miklu meira en ævisaga Björns sjálfs. Hún er saga forfeðra hans og saga stjórnmála- þróunar í tíð Björns, séð frá hans sjónarhóli. Og Björn er næmur á mannlegan breisk- leika, hvort sem var í sveitinni eða á þingi. Til að mynda þegar hann nefnir til sögunnar Gísla nokkurn á Höllustöðum: Skapaður til að ráða ..Einhverju sinni kemurGísli í heimsókn og fer bónarveg að mömmu. Hún tekur að vanda vel á móti honum. Húseign til sölu Til sölu er lítil fjögurra herbergja íbúö aö Skógar- götu 6 neöri hæð. Upplýsingar veitir Ágúst í simum 35900 e.h. og 35889 á kvöldin. Einnig Obba og Reynir í síma 35457 i hádegi og á kvöldin. Til leigu 2ja herbergja ibúö til leigu upp í Hverfi. Upplýsingar í síma 36516, Margrét eða Guðrún í sima 35782. Til leigu á Sauðárkróki herbergi með aðgangi að eldhúsi, þvottavél og sjón- varpi. Hálft fæði innifalið i leigunni. Hentugt fyrir skóla- fólk. Laust strax eða eftir áramót. Upplýsingar í síma 35748 i hádeginu og á kvöldin. gefur honum kaffi og lofar að hlaupa undir bagga með honum, en les honum jafnframt pistilinn. ,,Það er ekkert vit í hvernig þú hegðar þér Gísli minn”, segir hún. „Þú verður að reyna aðsjá að þér og fara að vinna eins og við hin”. ..O. ó. að þú skulir tala svona kona”. segir Gísli þá. „Veistu ekki að ég er skapaður til að ráða?” Þessi ummæli hafa oft hvarflað að mér á lífsleiðinni, ekki síst meðan ég var að vasast í pólitíkinni. Það er nefniléga margur Gísli á Höllustöðum”. Jón á Akri Og Bjöm segir skemmtilega frá kosningabaráttunni. 1959 vann hann það afrek að fella hinn gamalgróna þingmann Hún- vetninga Jón Pálmason. „Jón Pálmason stóð sig eins og hetja; hann sagði við þá. sem eftir voru við talninguna, að þeir skyldu vera kátir, koma með sér fram að Akri og gera sér glaðan dag. Mér þótti leiðinlegt að verða til þess að fella vin minn Jón Pálmason; ég vissi að honum sárnaði það. En hann hafði nú leikið marga frændur mína grátt: velt þeim upp úr lambaspörðum hverjum á fætur öðrum; Guðmundi Ólafssyni í Ási fyrst; síðan Jón í Stóradal; og Hannesi bróður, hann fékk nú marga byltuna hjá honum. Jón á Akri var enginn engill. þótt margt væri gott við hann; hann gat til dæmis verið stóryrtur. efhann vildi það \ ið hafa: þeirkunnu það lleiri af Pálma-ættinni; ef þeir skömmuðu menn á annað borð. gerðu þeir það ansi vel. Hannes bar sig karlmann- lega: Guðmundur í Asi tók aftur nærri sér að falla. Þess vegna fagnaði ekkja hans, Sigurlaug Guðmundsdóttir, þegar ég var kosinn; hún var rúmlega níræð. og sagði sigurglöð: „Nú er Guð- mundar míns hefnt; nú get ég dáið róleg”. Litlu síðar andaðist hún”. Eykon himnasending Það bar til tíðinda í kosningunum 1967. aðdrott- inn sendi mér Eykon, Eyjólf Konráð Jónsson, sem skipaði þriðja sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins; það var himna- sending fyrir mig að fá hann; þá þurfti ég ekki lengur að slást eingöngu við Ragnar Arnalds. Evjólfur er snagg- aralegur maður. snúnings- piltur og hefur trú á því að hann hafl dálítið fjármálavit. Á Hvammstangafundi sagði ég, að hann væri besta efni í smala, sem ég hefði kynnst; og bændur höfðu gaman af því. Einnig lét ég þess getið, að ég hefði verið að baksa við að koma lambi á spena. en gengið illa; þá hefði mér verið hugsað til Eykons, því hann ætti svo gott með að beygja sig! Þegar ég sagði þetta. hlógu bændumir; og Eykon skemmti sér vel líka. Að fundinum loknum biðu margireftir mér niður á vegi og vildu spjalla við mig; það gildir á kosningafundum að koma mönnum í gott skap”. SAMVINNUBOKIN Raunávöxtun Samvinnubókarinnar árið 1989 var 5.01 % Nafnvextir Samvinnubókarinnar eru nú 10.75% Ársávöxtun er því 11.04% HAGSTÆÐ ÁVÖXTUN í HEIMABYGGÐ INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.