Feykir


Feykir - 12.12.1990, Blaðsíða 10

Feykir - 12.12.1990, Blaðsíða 10
10 FEYRIR 44/1990 hagyrðingaþáttur 87 þegar tjallað var um umhverljs- Heilir og sælir lesendur góðir. Nokkuð vantaði á að allur texti kæmist til skila í síðasta þætti. Eins og þið hatlð séð var ekki mögulegt að tengja saman tvo síðustu dálkana svo vel færi. Máls- greinin átti að líta svona út: Frægt varð þegar fræðslu- stjóri þeirra Vestfirðinga kvaðst ekki taka annað sætið á lista framsóknar. en breytti svo ákvörðun sinni eftir að skoðanakönnun um röð í efstu sæti listans hafði farið fram. Um þessi tíðindi var ort svo fyrir vestan o.s.frv. Eins og margir hafa eflaust heyrt, var mikill hávaði á Alþingi nú á dögunum, þegar Halldóri Blöndal hitn- aði í hamsi við forseta þingsins. Svo mun hafa komið fyrir áður að Halldór gerðist nokkuð hávær í sölum Alþingis. Afeinuslíku tilefni orti Páll á Höllu- stöðum eftirfarandi vísu. Hart er skap í Halldóri, honum leiðist forseti, tifar burtu titrandi. trjónuvitlaust helvíti. Onnur vísa kemur héreftir Pál og voru tildrög hennar umræður á Alþingi sl. vetur. ráðuneytið, sem engtnn vissi hvort yrði fugl eða fiskiir. þótt ráðherrann væri kominn á kreik og jeppinn frægi kominn í hans hendur. sem um tíma virtist vera aðalmál umhverfisráðuneytisins. Júlli er frískur og frekur og llinkur að ýmsu leyti. gráðugur ekur og ekur umhverfis ráðuneyti. í tilefni af 60 ára afmæli Guðmundar H. Garðarssonar nú fyrirskömmu birtist í DV pistill um ættir hans og kom þá í ljós að hann rakti meðal annars skyldleika til Stefáns Valgeirssonar. Um þessi tíðindi orti Halldór Blöndal. Mínar kveðjur vel skal vanda vegsemd drengnum auðnist meiri. Að honum traustar stoðir standa Stefán Valgeirsson og fleiri. Við síðustu stjómarmyndun tók nokkuð langan tíma að hnoða Borgaraflokknum inn í ríkisstjórnina, og eftir því sem það nálgaðist meira minnkaði yfirvigtin á Stefáni Valgeirssyni í þeim búskap. Um þá stöðu mála orti Halldór þessa \ ísu. Bráðum stjórnin birtist ný. blendin mög að kvni. Strax er farið að stvttast í Stefáni Valgeirssyni. í kosningunum 1983 bauð Sigurlaug Bjarnadóttir fram sjálfstætt á Vestfjörðum og keppti þar við félaga sína Matta Bjarna og Þorváíd Garðar. Um s\ipað leyti orti Halldór Blöndal í orðastað Sigurlaugar. Vargfuglarnir víða um heim valda usla. leiðu þrasi. Nú þarf að fækka þessum tveim. Þorvaldi og Matthíasi. Einu sinni var Jón Pálma- son á Akri að borða steik á Hótel Borg. og að sjálfsögðu voru grænar baunir, sósa. sulta og annað tilheyrandi með. Jón vildi setja þetta upp í sig með hnífnum eins og siður var víða til sveita. og gekk það ágætlega með kartöflurnar og kjötið en verr með grænu baunirnar. Stefán Jónsson fréttamaður gaf Jóni eftirfarandi ráð. Rektu nú af þér raunirnar. rífðu þig upp úr kífnum. berðu sultu á baunirnar svo þær ballanseri á hnífnum. Lengi verða framboðsmál og ýmsar uppákomur. sem tengjast stjórnmálamönnum. að yrkisefni. Einar Krist- mundsson í Grænuhlíð í A,- Hún. yrkir svo. Mörgu skeikar, skelfd er þjóð. skálkar sleikja rjóma dagsins. Ólafur reikar ranga slóð raunveruleikabandalagsins. Eftir næstu vísu að dæma hefur höfundurinn. Friðbjörn í Staðartungu, ekki verið yfir sig hrifinn af þeim fulltrúa. sem hans flokkur valdi einhverju sinni til þing- mennsku. Armann sá. er nefndur er í vísunni, mun hafa verið formaður flokks- félagsins. Ármann minn er aðgætinn. alltaf vill hann spara. Lélegasta lambhrútinn lét hann suður fara. Það er Hjalti Jónsson, áður bóndi í Víðiholti í Skagafirði, sem á næstu vísu. Þó að margt sé mærðin tóm, misjöfn art í hótum, ennþá skartar ástarblóm undir hjartarótum. Eysteinn G. Gíslason í Skáleyjum er ómyrkari í máli \ið þá. sem helst vilja láta skera niður allan bústofn okkar bænda. Hann yrkir svo. Skjótum allar ær og kýr. enda bættur skaðinn. Sníkju-, mein- og möppudýr mætti rækta í staðinn. Ekki veit ég hvern skáldið Tómas Guðmundsson er að hughreysta í næstu vísu. Þá muntu aftur öðlast ró og frið. sem endist fram að þínum dánarbeði. Og sáttur skildstu veröldina við og vinir þínir jarða þig með gleði. Þá er ekki annað eftir en Ijúka þættinum, að þessu sinni með fallegri vísu eftir Guðmund Þ. Þórarinsson alþingismann, sem hann sendi eitt sinn góðum vini sínum. Bið ég þá geisla er glæstir skína á gæfunar forgöngu braut að vernda og lýsa vegina þína og verja þá hverri þraut. Verið þið sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum SAUÐÁRKRÓKUR ER VERSLANAMIÐSTÖÐ • SAMTÖK SÉRVERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI Fcill búð af nýjum vörum Gjafavörcir, kikföng, karfi, servíaftar Konfekt í miklu úrvali Sama lága veröið Teriö velkomin Haraldar júlkissonar JÓLAFÖ™ • JOLASKORNIR ogalttí jólapakkann Sparta fataverslun • skóbúð Arbifaritn 2í) • símar 3Sfí02 • fíSfí.l.S JJUL. SERVERSLUN MEÐ LJÓSMYNDAVÖRUR 1 LJÓSMYNDAÞJÓNUSTA SAUÐÁRKRÓKI HUOMTÆKI, VIDEO - SJONVÖRP, FERÐATÆKI, LAMPAR, UÓS, HEIMILISTÆKI ÚRVAL AF INNI OG ÚTIUÓSASERÍUM OG HINAR GEYSIVINSÆLU RUNNASERÍUR rafsjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkrókl OPNUNARTÍMI VERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI í DESEMBER Laugardagurinn 8. des. kl. 10-16 Laugardagurinn .15. des. kl. 10-18 Fimmtudagurinn 20. des. kl. 9 - 22 Föstudagurinn 21. des. kl. 9-19 Laugardagurinn 22. des. kl. 10-23 Mánudagurinn 24. des. kl. 9-12 . SAMTÖK SÉRVERSLANA Á SAUÐÁRKRÓKI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.