Feykir


Feykir - 16.01.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 16.01.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 2/1991 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf•, Sauðárkróki. ■ Feykir a aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða Birgir aðstoðar Jón Ifirgir Dýrfjörð rafvirki, jarlinn í Kringlu eins og hann er gjarnan kallaður meðal vina kunningja syðra, var á dögunum ráðinn aðstoðar- nutður Jóns Baldvins I lannibals- sonar utanríkisráðherra. Birgir er Sauðkrækingum og Sigl- firðingum góður kunnur. Ilann var í öðru sæti framboðslista Alþýðuflokks- ins við síðustu alþingiskosningar. SORG OG SORGARVWBRÖGÐ Fundur verður í Safnaðarheimilinu Sauðárkróki miðvikudaginn 16. janúar kl. 20.30 Allir hjartanlega velkomnir STOFNFUNDUR Fyrirhugað er að stofna í Skagafirði deild innan Samtaka Psoriasis og Exemsiúklinga. SPOEX. Fundurinn verður haldinn í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 30. janúar kl. 20.30 Stefanía Sigfúsdóttir mun fyrir hönd landssamtakanna mæta á fundinn, halda erindi og sitja fyrir svörum. Psoriasis og exemsjúklingar í Skagafirði, aðstandendur og áhugafólk eru hvattir til að mæta. UNDIRBÚNINGSHÓPURINN. Engin vinnsla í Dögun l'.ngin vinnsla er í Rækju- vinnslunni Dögun á Sauðár- króki þessar vikurnar og verður ekki fyrr en um mánaðamótin. Megni starfs- l'ólks, um 10 manns, \ar sagt upp störfum nú fyrir áramótin sökum hráefnisskorts. Nokkrir starfsmenn vinna Ragnar fékk rússneska nú að viðhuldi á tækjum og luisna’ði \ innslunnar. eins og jafnan í bvrjun árs. Veiðará innfjarðarrækju hefjast ekki lyrr en undir mánaðamötin. en þar sem veiðarnar gengti mjög vel fyrir áramótin eru einungis eftir 60 tonn af þeim 300 tonna kvóta sem úthlutað \ár. Yfirleitt hefur fengist viðbótarkvóti. og er búist \ ið rannsóknarskipi á svæðið um mánaðamótin. Röstin er nýkomin al' síldveiðum og fer næst á línu. Að sögn Omars ÞórsGunnars- sonar Ihimkvæmdastjóra Dög- unar gengu síldveiðtirnar ágætlega. Skipið veiddi tæp- lega 2000 lonn l'rá þvi það byrjaði síldveiðarnar 23. okt. Röstin fór tvær söluferðir til Danmerkur sem komu ekki nægjanlega vel út. en vciðár í bræðslu og frystingu skiluðu ágætri útkomu. Ragtiar Arnalds l'ékk 92% greiddra atkvæða í seinni hluta forvals Alþýðubanda- lagsfélaga í Norðurlandi vestra sem fram fór um helgina. Nokkrar hrevtingar urðu á röðun efstu manna frá fyrri hluta forvalsins. Sigurður Hlöðvei'sson Siglu- firði hreppti annað sætið í könnuninni. Unnur Kristjáns- dóttir Blönduósi það þriðja. Anna Kristín Gunnarsdóttir Sauðárkróki í fjórða og Björgvin Karlsson Skaga- strönd í fimmta. Öll hlutu þau bindandi kosningu, en framboðslistinn í heild verður ákveðinn af kjörnefnd síðar í þessum mánuði. Júgur bólgna í A.-Hún. en ekki annars staðar I rafmagnsleysinu á dögunum bar talsvert á júgurbólgu í kúm í Austur-Húnavatnssýslu. Að sögn Sigurðar II. Péturs- sonar héraðsdýralæknis stafaði hún af handmjólkuninni. Kýrnar eru viðkvæmar skepnur og vegna breytinganna hlossaði júgurbólgan upp í nokkrum mæli víða, en er nú afstaðin. Tjón bænda mun vera talsvert af þessum sökuni og einnig vegna þess að þeir náðu ekki að kæla mjólkina sökum vatnsskorts í rafmagnslevsinu. ÚTSALA • ÚTSALA Gísli Halldórsson héraðs- dýralæknir í austanverðum Skagafirði segir að ekkert hafi borið á júgurbólgu á sínu svæði. Hall það sjálfsagt bjargað að menn voru víðast snöggir að tengja dælur á mjaltakerfin. Á vestursvæði Einars Otta mun vera sama sagan og einnig hjá Agli í Vestur-Húnavatnssýslu. enda var rafmagnsleysi ekki svo mikið á þessum svæðum. Dýralæknarnir voru sam- mála um að heilsufar búpenings hefði verið mjög gott undanfarið. og jafnvel óvenjugott í haust. 20 - 70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SPARTA FATAVERSLUN • SKÓBÚÐ AÐALGATA 20 Adolf ekki svona grimmur Þó að Adolf .1. Berndsen á Skagaströnnd sé róttækur í skoðunum. þá var það sem hann sagði um Persallóa- stríðið í síðasta blaði heldur orðurn aukið. Eitthvað hafði skolast.til í samtali hans við blaðamann. og það sem átti að konia fram var að Adolf vill gera valdhafana áhrifa- lausa. Þá telur Adolf einnig að í áframhaldinu sé of djúpt tekið í árinni, þar eigi að standa: ..Þó það sé Ijótt og grimmt að segja það. þá þyrfti að hreinsa þarna til. Það verður stundum að færa fórnir til að ná heildarlausn- um”. FUNDARBOÐ BOÐAÐ ER TIL STOFNFUNDAR FÉLAGS UM ÁTAK í ATVINNUMÁLUM Á SAUÐÁRKRÓKI FIMMTUDAGINN 17. JANÚAR N.K. KL. 16.00 í SAFNAHÚSINU VIÐ FAXATORG. TIL FUNDARINS HEFUR VERIÐ BOÐAÐ MEÐ BRÉFI. ÞEIR SEM HAFA EKKI ÞEGAR STAÐFEST ÞÁTTTÖKU GETA GERT ÞAÐ Á FUNDINUM. FUNDARBOÐENDUR.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.