Feykir


Feykir - 16.01.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 16.01.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 2/1991 Ámundi galdramaður Ámundi hét galdrasnápur nokkur á Kötlustöðum í Vatnsdal. Vissi liann lítið i kunnáttu sinni. en fór illa með til að hrekkja og hrteða l'ólk. Einhvern tíma hitti liann mann sem var að leita að fé. Skaut hann þá göngustaf sínum afturá milli fóta sér og narraði manninn til að setja sig á stafinn fyrir aftan sig. Reið hann svo á stað og fram af Kötlustaða- klettum. Lá þá manninum við öngviti enda hafði Ámundi gjört þetta til tið hræða hann. Af völdum Ámunda er mælt að smala- maður hall líka orðið úti á Sauðadalsdrögum. á vegin- urn fyrir Axlir. milli Vatns- dals og Svínadals. Þykir þar síðan vandratað í myrkri og kafaldi þ\í draugurinn villir menn. Um þessar mundir hjó ekkja nokkur á Ciuðrúnar- stöðum. Að henni sótti Ámtmdi nti með göldrum sínum. Gjörði liann það al’ illmennsku og rælni. því engar sakir átti liann \ið ekkjuna. Hafði l'ólk á þessum bæ engan l'rið á sér og sumir segja að maðurinn sem úti varð á Sauðadalsdrögum væri þaðan. Nágrönnum Ámunda l’ór nú að standa stuggur af. Fengu þeir þá Jón frá Hellu að norðan (úr Svarfaðardal?) á móti honum. Jón þessi hal'ði numið galdur af Sigurði á Urðum er sífellt fékkst við ristingar og rúnir. Það er sagt tim hann að fingur hafi kalið af hohum. Llélt hann þá keldusvíns- tjöðrinni með töng og skrifaði svo galdrarúnir. Þegar htmn dó reið hann út um sveitir á líkkistu sinni. Aftur segja aðrir að Sigurður þessi og .lón hali átzt glettur við. en hvorugur unnið á öðrum. .lón kom nú vestur að Guðrúnarstöðum að kviildi dags. Sá hann þá hvar beljandi graðungur kom og stefndi á liann. en hann hleypti mórauðum rakka undan hempufaldi sínum á graðunginn t)g snéri hann þá undan. .lón var um kvrrt í þrjá daga. Sendi hann þá enga sendingu l'rá sér. en Ámundi sendi honum þrjár. og tók Jón þær allar. Hafði Ánnmdi þá ekki fieiri til. Seinasta sendingin var fluga: Settist hún á askbarm- inn hjá Jóni þegar hann var að drekka mjólk. Greip Jón hana og magnaði og sendi svo Ámunda aftur. Um daginn var elduð súpa á Kötlustöðum. Datt hælrófu- biti niðtir hjá konurini þegar hún ætlaði að láta hann í ask Ámunda. Bar tluguna að í þessu og skreið hún inn í bitann. greip konan hann upp aftur og lét í askinn. Ámunda þótti bitinn góður. gætti sin ekki og gein vfir honum. en í sama bili flaug sendingin upp í hann. Gaus þá blóð út af nösum og munni Ámunda og var hann þegar dauður. .lón var sæmdur góðum gjöl'um af Vatnsdælum og sneri svo heim aftur. Páll galdramaður Páll hét galdramaður nokkur sem bjó á koti nokkru hjá Stóruborg í Húnavatnssýslu. sem lagðist í eyði eftir hans dag. Páll drap konu sína með göldrum þannig að hann risti henni helrúnirá ostasneið og drap smjöri yfir oggaf henni svo aðsnæða. En þetta komst upp um hann og var liann dæmdur til að verða brenndur. en það henti aldrei hina Iróðari galdramenn. Hann var brenndur á Nesbjörgum. Þegar kannað var í öskunni var hjartað óbrunnið. Var það ril'ið sundur með járn- krókum og hrukku þá svartar pöddur út úr því: síðan brann hjartað. (Þjóðsögur Jóns Arnasonar) Bæjarstjórn Blönduós: Fundaði með Rarik og P&s Afleiðingar ísingaveðursins: Síminn fær mikla gagnrýni Bajarstjórn Blönduóss f'undaði með forráðamönnum Pósts og síma og Rafmagnsveitna ríkisins í siðustu viku. en Blönduósingar eru mjög óhressir með það hvernig staðurinn varð úti í ísingarveðrinu á dögununi, sérstaklega þykja öryggismálin hafa hrugðist. ..Við erum sáttir við þátt Rafmagnsveitna ríkisins. og teljum starfsmenn þeirra eiga mikinn heiður skilið fyrir mikinn dugnað og góða framgöngu. Llinsvegar settum við fram óskir um að strengnum frá Laxárvatns- virkjun verði komið í jörð. en línan frá henni kubbaðist og varð til þess að staðurinn var rafmagnslaus í rúman sólar- hring. Okkur var heitið því að þetta yrði gert áður en langt um liði. Aftur á móti erum við mjög óhressir með þátt Pósts og síma og leituðum skýringa á ýmsu sem þar brást. Alvarleg bilun varð í stöðinni á Blönduósi. og mun hand- vömm við uppsetningu hennar vera ástæðan. sem bætt verður úr. Þá er ástæða þess að Blönduós datt úr sambandi \ið Reykjavík, þegar Ijós- leiðarinn bilaði í Laxárdal.sú að Sauðárkrókur er móður- stöð fyrir bæði Blönduós og Akureyri. Örbylgjusamband á næsta hausti mun bæta öiyggisleysið sem þetta veldur. en það verður ekki tryggt að fullu fyrr en hringtenging kemst á Ijósleiðarakerfið 1994”. sagði Ófeigur Gests- son bæjarstjóri á Blönduósi. Símatruflanimar og samhands- leysið, sem varð í llúnaþingi í óveðrinu á dögunum hefur verið mikið til umræðu manna á nteðal siðan þá og almennt gagnrýna menn það mun meir en hilanirnar hjá rafmagns- veitunum. Benda menn á að víða hefðu getað oröið slys á fólki og tjón á munum án þess að þeir sem fyrir urðu gætu á nokkurn hátt látið af' sér vita eða leitað hjálpar. Eftirtalin atriði eru alvarlegust í hugunt Húnvetninga. I fyrsta lagi að þegar símakerfið bilará einum stað skuli allt héraðið verða meira og minna sambandslaust og ekki unnt að hringja innan ákveðinna svæða. I öðru lagi er það mjög gagnrýnt að móðurstöð fvrir símtöl innan Húnaþings skuli vera á Sauðárkróki í stað þess að vera innan héraðs. 1 þriðja lagi telja menn það alveg forkastanlegt að Ijós- leiðarinn skuli hafa verið lagður yfir 200 m breiðan árfarveg án þess að nokkur burðarstrengur væri látinn styrkja strenginn. í ljórða lagi munu síma- menn. sem lögðu strenginn hafa viljað leggja hann yfir ána nokkur hundruð metr- um frá þeim stað. sem teiknaður var á kortinu. Þá hefði auðveldlega mátt grafa strenginn undir árfarveginn og engin bilun orðið í þessu veðri. Nú mun hal'a verið ákveðið að l'æra strenginn á þann stað. í fimmta lagi telja menn ljóst að vararafmagn er of lítið á mikilvægum stöðum í símakerfinu miðað við það hve síminn er mikið öryggis- tæki og þarf að vera í lagi. í sjötta lagivelta menn þ\ í lyrir sér hvort tækniþekking símamanna \íða um land hatl verið aitkin í samræmi við þær miklu breytingar. sem orðið hafa á fjarskipta- málum á síðustu árum. Síðast en ekki síst hafa menn rætt um þá staðreynd að forráðamenn símans vildu gera lítið úr símatruflunum innan héraðs. Staðreynd var að mörg mjög mikilvæg númer voru óvirk langtímum saman eins og t.d. hjá lögreglu og sjúkrahúsi á Blönduósi. MÓ. LAUST STARF Starfsmaður í félagsmiðstöð unglinga Félagsmálaráð Sauðárkróks auglýsir hér með starf í félagsmiðstöð unglinga sem verður starfrækt í félagsaðstöðunni í Grettisbæli í Gagnfræðaskólanum. Um er að ræða nýtt starf. Viðkomandi starfsmaður verður að geta hafið störf sem fyrst. Félagsmálastjóri veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf ber að koma til félagsmálastjóra, bæjarskrifstofu v/ Faxatorg Umsóknarfrestur er framlengdur til 31. janúar. ___________________________Félagsmálastjóri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.