Feykir - 24.04.1991, Blaðsíða 1
rafsjá
Sérverslun
með raftæki
Sæmundargötu 1
Sauðárkróki
Fulltrúar framboðslistanna bíða hér eftirvæntingarfuilir á sviði Bifrastar eftir jjví að fyrstu
tölur birtist. Norðvestlendingum tókst ekki að verða fyrstir með tölurnar eins og síðast. Þeir
urðu aðrir í þetta skiptið, fyrstu tölur héðan úr kjördæminu komu rétt upp úr 22, eða skömmu
eftir að kjörstað var lokað.
Netaveiðideilurnar við Miðfjörð:
Stefnt að sáttum fyrir sumarið
Biönduvirkjun:
Veitt eignar-
námsheimild
á land undir
línulögnina
Landsvirkjun hefur fengið
heimild tii eignarnáms fyrir
land undir lagningu flutnings-
línu frá Blönduvirkjun að
byggðalínunni, en eins og
menn muna var sett lögbann á
línulögnina á síðasta hausti,
að óskum bænda á Löngu-
mýrarbæjunum og Höllustöðum.
Matsnefnd sem sett var í
málið hefur skilað sínu áliti
og Landsvirkjun boðið jarð-
eigendum það sem talið er
hámarksbætur. Bændurnir
geta ekki fallist á það boð, en
eru engu að síður óhressir
með að skellt verði á
eignarmatsgjörð á þessu stigi
málsins. Þeir telja að ekki
hafi verið reynt til þrautar að
ná samkomulagi.
Sáttanefnd sú sem skipuð var
að tilhlutan Ataksverkefnis
Vestur-Húnvetninga á síðasta
hausti, til að leita sátta í
deilunum um netalögn við
Miðfjörð hefur starfað í vetur
og rætt við fólk úr röðum
beggja aðila, en enn sem
komið er hefur ekki verið
fundað sameiginlega með
deiluaðilum. Vonast er til að
varanlegar sættir náist í
deilunni áður en veiði í
Miðfjarðará hefst í sumar þó
skammur tími sé til stefnu.
Annars sagðist Olafur B.
Oskarsson í Víðidalstungu
formaður Héraðsnefndar og
oddamaður sáttanefndarinnar
sem minnst vilja tjá sig um
málið í fjölmiðlum. Það væri
skammt á veg komið og
reyndar ekki ljóst enn hvort
deiluaðilar viðurkenndu þennan
áhugahóp sem nefndin vissu-
lega væri, sem sáttaaðila.
Persónulega sagðist Olafur
halda að þetta mál yrði helst
leyst með virku eftirliti á
netalögn við ströndina, sem
báðir deiluaðilar gætu sætt
sig við. Þar þyrfti hlutlaus
aðili að koma til skjalanna.
Atvinnuleysi
mest í NV
Atvinnuleysi var mest í
Norðurlandi vestra í síðasta
mánuði, 4,3%, talsvert meira
en á öðrum svæðum landsins.
Næstmesta atvinnuleysið var
á Austurlandi 3,3%. Norður-
land eystra kemur þar næst
með 2,8% en annars staðar er
atvinnuleysi innan við 2%.
Atvinnuleysið er heldur meira
hjá konum en körlum.
Gífurlega spennandi kosningar:
Vilhjálmur krækti í
uppbótarsætiö
Kosningarnar sl. laugardag
voru hörkuspennandi, og
spennan var ekki sist hér í
kjördæminu þar sem það réðst
ekki fyrr en langt var liðið á
nóttu hver hlyti uppbótarsætið.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
var inni alveg fram yfir fjögur
um nóttina, að Vilhjálmur
Egilsson annar maður á lista
Sjálfstæðisflokksins ýtti honum
út í kuldann. Þegar það
gerðist voru reyndar flestir
stuðningsmenn Vilhjálms búnir
að yfirgefa Sjálfstæðishúsið á
Króknum, bjuggust ekki við
breytingum þegar svo langt
var komið í talningunni.
Þrátt fyrir að Alþýðu-
flokkurinn bætti við sig l ,5%
atkvæða frá síðustu kosning-
um og 73 atkvæðum dugði
það ekki til að Jón
Sæmundur héldi uppbótar-
þingsætinu. En mjótt var á
mununum. Ef alþýðuflokks-
maðurinn í Norðurlandi
eystra Sigbjörn Gunnarsson
hefði fengið 29 atkvæði til
viðbótar, náð kjördæmakjöri
og fellt þriðja mann fram-
sóknar, hefðu sjálfstæðimenn
fengi uppbótarþingsæti kjör-
dæmisins á kostnað Vilhjálms
Egilssonar. Fall Jóhannesar
Geirs þriðja manns fram-
sóknar í Ne, hefði þýtt að
framsókn hefði fengið upp-
bótarþingsæti í Reykjavík en
ekki kratinn Össur Skarp-
héðinsson, þar með hefði Jón
Sæmundur verið kominn
inn.
Helstu breytingar á fylgi
flokka hér í kjördæminu frá
síðustu kosningum er að
sjálfstæðismenn bæta við sig
6,9%, eða hartnær því
atkvæðamagni sem Borgara-
flokkurinn hlaut í kjördæm-
inu 1987. Alþýðubandalagið
bætir við sig 3,5% frá því
síðast eða 204 atkvæðum. en
framsóknarmenn misstu 225
atkvæði frá síðustu kosningum.
Kvennalistinn fær svipaða
útkomu og síðast.
A landsvísu var sigur
gamla „fjórflokksins” greini-
legur. Ríkisstjómarflokkarnir
fengu meirihluta á þingi, 32
sæti á móti 31. Alþýðubanda-
lagið bætti við sig manni en
framsókn og kratar standa í
stað. Sjálfstæðisflokkurinn
endurheimti það sem hann
missti yfir til Borgaraflokks-
ins við síðustu kosningar.
Kvennalistinn tapaði heldur
fylgi og einum manni
hefur nú fimm þingmenn í
stað sex áður. Önnur framboð
höfðu ekki árangur sem
erfiði.
Úrslit kosninganna á Norðurlandi vestra:
Alþýðuflokkur 739 (656)
Framsóknarflokkur 2045 (2270) 2
Sjálfstæðisflokkur 1783 (1367) 2
Frjálslyndir 25
Alþýðubandalag 1220 (1016) 1
Heimastjórnarmenn 105
Samtök um kvennalista 327 (337)
Þjóðarflokkur/Flokkur mannsins 97 (336)
Bílaviðgerðir - Hjólbarðaverkstæði
Réttingar - Sprautun
SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141
A
menn rafverkatakaþjónusta
Frysti- og kæliþjónusta
Bíla- og skiparafmagn
Véla- og verkfæraþjónusta
____f%uníll ---- Sími: 95-35519
IV.v%^y\ Bílasími: 985-31419
Aðalgötu 26 Sauöárkróki Fax: 95-36019