Feykir


Feykir - 24.04.1991, Síða 4

Feykir - 24.04.1991, Síða 4
4 FEYKIR 15/1991 „Þetta var svo heilbrigt og í fátækt sinni svo fjölbreytt” Spjallaö við Sigurð Þórólfs- son um árín á Króknum, silfursmíð og fleira Eflaust hafa fáar listsýningar sem hér hafa verið haldnar vakið jafnmikla athygli og umtal og Sæluvikulistsýning Safnahússins að þessu sinni, Silfurskip eins og hún var kölluð í kynningu. Þeir munu vera nokkrir sem ekki komu fyrir sig í fyrstu atrennu hver hann væri þessi Skagfirðingur af þingeyskum ættum, Sigurður Þórólfsson. En svo þegar skyggnst var frekar í hugskotin hafa trúlega margir áttað sig á því að þarna væri á ferðinni drengurinn hennar Hólmfríðar Hemmert fyrrver- andi kennara á Króknum. Ekki furða þó suma ræki í vörðurnar, það eru nefnilega að verða 35 ár síðan Sigurður yfirgaf Skagafjörð, fór beint úr skólaferðalagi gagnfræðinga. Þar kvaddi hann bekkjarsystkinin sín, en hitti þau síðan flest aftur núna á Sæluvikunni, eða níu af þeim tíu sem búa á Króknum. „Vindurinn gefur mörg form og það er endalaust hægt að ljúga í silfrið en það er samt alltaf rétt, alltaf rétt”, heyrist Sigurður segja þegar okkur ber að garði í Safnahúsið á laugardegi í Sæluviku. Þá stundina er hann að ræða við þau hjónin Guðrúnu Svanbergsdóttur og Olaf Gíslason. Þau dást eins og svo margir sem sýninguna sáu að þeirri miklu nákvæmnisvinnu sem Sigurður hefur leyst af hendi þrátt fyrir fötlun sína, en um aldarfjórðungur er síðan hann fór að kenna sér meins af sjúkdómi þeim er þjáð hefur hann síðan, vöðvarýmun. í rúman áratug hefur Sigurður verið bundinn við hjólastólinn af þessum sökum. Þetta enda- lausa mat „Sjónin er í þokkalegu lagi og ég nota að sjálfsögðu stækkunargler til að fást við Sigurður ásamt gamla handavinnukennaranum t.uðjom Ingimundarsyni. Sigurð minnir að fyrsta skipið hafi hann smíðað í handavinnutíma hjá Guðjóni. Sigurður á sínum tíma að fást við Gullnu hindina. Mynd: Björgvin Pálsson. smæstu hlutina. Og í rauninni framkvæmir maður þetta mest með augunum, hitt eru svona aukaverkfæri. Þetta er nefnilega alltaf spurningin með þetta endalausa mat, hvernig maður á að fram- kvæma verkið og með stærðir og annað”, segir Sigurður. Gömlu kunningjarnir koma hver af öðrum og það er heilsast með kærleikum. Meðal annarra Hreinn Jóns- son gamall bekkjarbróðir og þegar Hreinn kynnir konuna þá kemur húmor Sigurðar enn betur í ljós. „Kamilla, svona rómantískt nafn. Hvað náðirðu í hana til Siglufjarðar? Nú kom hún”. Og síðan kom gamli handavinnukennarinn, Guðjón Ingimundarson, sem kenndi Sigurði leikfimi, sund, teikn- ingu og handavinnu. „Og svo var alltaf farið í sund fram í Varmahlíð á vorin í hálfan mánuð. Þá fórum við á milli í „Gulu hættunni” hans Balda blúss og það var sungið báðar leiðir. Mikið ofsalega var gaman þá”, segir Sigurður. Guðjón dáist að hlutunum og þessari óskaplegu þolin- mæði og áhuga sem fram- leiðandi þeirra er gæddur. „Nei, það er nú alls ekki svo. Ef mér mistekst með einn hlut þá einhendi ég honum út í horn. Það er nú öll þolinmæðin sem þessi blessaði maður hefur. Enda getur það verið óskaplega þreytandi að horfa í gegnum stækkunar- gler lengi þegar verið er að fást við mjög smáan hlut, kannski millimeter í þvermál. Svo er líka voðalega þreyt- andi og leiðinlegt að gera sama hlutinn mörgum sinnum. Það er t.d. ekkert skemmtilegt að smíða 14 blakkir, allar eins”, segir Sigurður. Gott veganesti „Hvað get ég gert fyrir þig”, var svar Sigurðar þegar blaðamaður kynnti sig og bað síðan um viðtal. „Jú, jú, það getur bara orðið skemmti- legt, sérstaklega ef þú spyrð skemmtilega. Annars finnst mér að við ættum bara að tala um gömlu dagana á Króknum. Þegar maður dundaði sér allan daginn niður á gömlu bryggjunni fyrir neðan hjá Halla Júl. Það var ævintýra- ljómi yfir beituskúrunum þar, og maður beið allan daginn eftir því að bátarnir kæmu að landi. Svo voru þarna járnbrautateinar, með skiptisporum og öllu tilheyr- andi. Ég er ánægður að hafa alist upp hérna og tel það hafi verið mér gott veganesti í lífinu. Þetta var svo heilbrigt og í fátækt sinni svo fjölbreytt. Að maður tali nú ekki um þegar voru sýndar skilmingamyndir í bióinu, sem kom fyrir kannski svona einu sinni tvisvar á vetri. Þá var rokið til strax og heim var komið og tálguð sverð, og síðan var barist allan næsta dag og marga daga þar á eftir, gjarnan niður við beitningaskúrana og slátur- húsréttina. Þar var rétta umhverfið. Skot og skuggar þar sem auðvelt var að leynast fyrir óvininum og koma honum að óvörum. Farið hálffýldur til baka Það er óskaplega gaman að koma hingað og hitta gamla kunningja. Og það er svo merkilegt að þá rifjast ýmislegt upp. Það er engu líkar en þegar ég fór héðan á sínum tíma hafi ég lokað kistli, sem nú hefur opnast og þá koma gömlu gullin í ljós”. Hefurðu ekki komið hingað síðan þú fórst á sínum tíma? „Jú ég hef keyrt hérna nokkrum sinnum í gegn, en það hefur enginn verið úti við svo maður hefur farið hálf fýldur til baka. Ég hef ekki fengið mig til að skrúfa niður rúðuna og kalla: Halló hvar eruð þið? Hér er ég kominn! En það er greinilegt að það verður öðruvísi þegar ég kem hingað aftur. Ég er mjög ánægður að hafa fengið tækifæri til að koma hingað, og ánægður með móttökumar.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.