Feykir - 24.04.1991, Page 5
15/1991 FEYKIR 5
Gamli Gullfoss, Sigurður smíðaði skipið hálft og felldi það svo listilega upp að spegli að ekki er
hægt að merkja annað en heilt skip sé. Til merkis um nákvæmnisvinnu Sigurðar má nefna að
varastýrið í skut skipsins er smíðað úr 14 hlutum.
Eyþór gerði
allt svo vel
bæði sem sýningin hefur
hlotið og sem ég sjálfur hef
fengið”.
Aður er minnst á móður
Sigurðar, Hólmfríði Hemmert.
Föður sinn missti hann eins
árs. Þau mæðginin voru hér
einungis á veturna en í
Baldursheimi í Mývatnssveit
á sumrin. Fyrstu árin var
Hólmfríður farkennari í
Viðvíkursveitinni og Siguiður
segist muna eftir sér litlum
polla í fylgd móður sinnar í
Kolkuósi, Hofdölum, Kýr-
holti og á fleiri bæjum. En
síðan gerðist Hólmfríður
kennari á Króknum og
Sigurður gekk upp barna-
skólann og síðar gagnfræða-
skólann.
Söngurinn gott
heilsubótargaman
„Það var upp úr 1960 sem
frænka mín Helga Eysteins-
dóttir kemur frá Danmörku
með gamla Gullfossi og færir
mér kassa með skipsmódeli,
Vasa, gömlu sænsku miðalda-
seglskipi, sern ,hún keypti
fyrir mig. Ég hafði mikið
dálæti á þessum trémódelum
og áður en varði var ég búinn
að hálffylla íbúðina í Kópa-
vogninum af allskonarskipum.
Svo í lok áttunda áratugarins
hafði ég fengið mig fullsaddan
á þeim og fer þá að fikta við
að smíða í silfur. Byrja á
skartgripum, en leiðist það
og ákveð að sameina það
gamla áhugamálinu og ferað
smíða skipslíkön úr silfri.
Þessi verk sem ég sýni hérna
nú eru því öll frá síðasta
áratug”.
En silfursmíðin er ekki
eina áhugamál Sigurðar.
Hann er mikið fyrir söng og
tónlist. Lék um tíma á
trompet í lúðrasveitinni
Svani, en síðustu ár hefur
hann látið sér nægja að
Sigurður, ásamt dótturinni Ragnhildi, hjá verkinu Drangey sem
hann gerði gagngert í tilefni sýningarinnar í Safnahúsinu.
syngja í karlakórnum Stefni.
„Þetta er nauðsynlegt fyrir
mann sem hefur ekki
tækifæri á að mæðast. Þetta
er skemmtilegt heilsubótar-
hobbý”, segir Sigurður.
Hann hefur ekki alltafverið á
„lensinu” í lífinu frekar en
skúturnar sem hann formar
svo listilega vel úr
silfrinu. En Sigurður fann
svo sannarlega fyrir vindi í
seglunum á Króknum
um daginn. Þeir losuðu 500
sem komu á sýninguna og
flest verkin seldust.
VORUR A BONUS VERÐI
„Já, maður kannastviðýmsa
hluti í kistlinum. Til dæmist
minnist ég þess að ég hef
engan séð ydda blýant jafn
fagurlega og Eyþór Stefáns-
son. Það var alveg unun að
fylgjast með því og maður
gerði bókstaflega í því í
tónfræðitímum hjá Eyþóri,
að brjóta oddinn á blýantinum
til að njóta þessa handverks
kennarans. Hann gerði allt
svo vel”.
En hvað tók svo við eftir
skólaferðalagið?
„Þá fór ég beint austur á
Hallormsstað og var þar
næstu sex sumur. Síðasta
sumarið hitti ég konuefnið
mitt. Það má segja að hún
hafi verið ein af björkunum í
skóginum. Ég náði henni til
mín, tók vænan hnaus með”.
Og þeirra Sigurðar og
Margrétar Ragnarsdóttur,
bjarkarinnar úr Hallormsstað
beið 15 ára búseta í
Kópavogi áður en flutt var í
Mosfellssveitina þarsem þau
búa nú ásamt tveim dætrum,
Hólmfríði og Ragnhildi.
En hvernig stóð á því að þú
fórst að vinna í silfur,
skipsmódel og fleiri muni?
e
Grænar baunir 482 gr.
Bl. grænmeti 454 gr.
Maiskorn 482 gr.
Tómatsósa 800 gr.
Grænmetisolía 679 gr.
Ananassneiðar 567 gr.
Ananasbitar 567 gr.
Kókómalt 452 gr.
Örbylgjupopp 300 gr.
Snack kex 340 gr.
Appdsínumarmekibi 510 gr.
Þvottaduft 1.1 kg.
kr. 58
kr. 53
kr. 59
kr. 127
kr. 146
kr. 79
kr. 79
kr. 192
kr. 127
kr. 114
kr. 99
kr. 169
/ /
x
G0TT URVAL ANNARA VARAI K.S. B0NUS A FRABÆRU VERÐI
T.D. BAKAÐAR BAUMR 439 GR Á KR. 48
SKAGFIRÐINGABÚÐ
.... STÓRMARKAÐUR l SÓKN