Feykir


Feykir - 24.04.1991, Side 6

Feykir - 24.04.1991, Side 6
6 FEYKIR 15/1991 Heilir og sælir lesendur góðir. í s'íðasta þætti birtist vísan ..Ákaft sinnti hann orðastriti” sem er eftir Jón Eiríksson á Fagranesi. Eitt- hvað meira en lítið mun tilefni þess að vísan var gerð hafa skolast til i meðförum manna. Kveðst Jón aldrei hafa skrifað fundargerð á fundum í sambandi við samstarfsmál Skarðshrepps og Sauðárkrókskaupstaðar og þar af leiðandi ekki fengið það tilefni sem áður er vikið að. Ekki er trúlegt að Jóni þyki mikið til um skröksögur eftir þessari vísu hans að dæma. Ymsir telja af því sóma ef þeir geta prettað mann, og látið svarta lýgi hljóma líkt og hreinan sannleikann. Það er vel við hæfi nú þegar enn einu sinni er að koma vor hjá okkur jarðar- börnum að birta þessa vísu Jóns. Alltaf verð ég eins og nýr úti í hlýju vori, enda gerast ævintýr í öðru hverju spori. Þá birti ég einnig í síðasta þætti vísuna ..Hryggir geðið fremur fátt”. Taldi ég hana vera eftir Þorleif Jónsson á Blönduósi og hafði þær upplýsingar frá syni hans þar, sem nú er orðinn aldraður maður. Nokkrar athugasemdir hafa verið gerðar við þessi tíðindi og skal nú vikið að því. Maður á Sauðárkróki haiði samband við mig og sagði vísuna vera eftir Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum í Blöndu- hlíð. Hafi hún verið ort í gangnakofa um 1930. Færir hann sterk rök fyrir þessum upplýsingum og sendir mér Ijósrit úrprentuðu máli þeim til staðfestingar. Annar maður á Sauðár- króki lætur mér í té þær upplýsingar að vísan sé eftir Agnar Baldvinsson er bjó um skeið í Litladal í Blöndhlíð ogsíðará Sauðárkróki. Segir hann vísuna orta um göngur í svokölluðum Hálfdánar- tungukofa. Þá segir hann einnig að sínar upplýsingar séu þannig fengnar að Ingólfur sonur Agnars sem um árabil hafi átt heima á Sauðárkróki en er nú fyrir stuttu látinn hafi sýnt sér bók með vísum eftir Agnar og hafi þessi verið þeirra á meðal. Sagt hafi verið þar hvar vísan var gerð og einnig hvaða ár. en það segist hann ekki muna fyrir víst, en það hafi verið fljótlega eftir 1920. Á þessu sést að talsvert ber þarna á milli og vil ég ekki leggja neinn dóm á það að svo stöddu. en tel rétt að þetta komi hér fram. Eftir- farandi vísa er mér sagt að sé eftir Stefán á Höskulds- stöðum. Eg hef marga konu kysst og komist að því sanna, enginn getur lært þá list að lifa án freistinganna. Onnurvísa kemur héreftir Stefán. Leið er þröng og lokuð sund lífs í ströngum önnum, því er löngum opin und útigöngumönnum. Það er Hjörtur Gíslason sem er höfundur að næstu vísu. Gleði veldur vorsins þrá. vetrar hjaðnar drómi. Æskan björt og ellin grá einum syngja rómi. Það mun vera Teitur Hartmann sem er höfundur að næstu vísu. Lífs míns hef ég tleygi Heytt fram hjá luktum sundum. Kátleg hugsun breiðir breitt bros á varir stundum. Oft fer svo að þrátt fyrir lítið hól sem menn hljóta í lifanda lífi er þeim nokkuð vel borgið með slíkt um það leyti sem þeir deyja. Teitur veltir fvrir sér spakmælinu, „góður er hver genginn”. og yrkir svo. Margan eltir ærurán uns hann liggur dáinn. en bætt er fyrir brigsl og smán með blómsveigum á náinn. Allir sem koma í vínbúð- ina á Sauðárkróki kannast við hlýlegt viðmót afgreiðslu- mannanna þar. En þeir eru sjálfsagt færri sem vita að „ríkisstjórinn” sjálfur, Stefán Guðmundsson. er liðtækur hagyrðingur. Hann var í vetur spurður eftir drykkju- skap Króksara. Sá sem spurði kvaðst liafa heyrt að það henti að þeir væru farnir að „detta í það” um helgará kátínuhúsum. Hann fékk þetta svar. Uni ástandið það eitt vil segja að ei mun Bakkus hafa völdin. og mér finnst fleiri mættu deyja á Mælifelli seint á kvöldin. Þegar hríðargusuna gerði um daginn, lögðu fáir leið sína í ríkið, en mikið hafði verið um tóbakspantanir. Þá varð þessi vísa til hjá ríkisstjóranum. Svæla tóbak upp til ösku ýtar lon og don. En að þeir nenni eftir flösku er alveg borin von. Þá er komið að síðustu vísunni að þessu sinni. Vegna þeirrar staðreyndar að í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns eins ogsegir í ljóðinu kunna. Kemur hér að endingu falleg vorvísa. Ekki veit ég um höfund að henni og væru upplýsingar um það vel þegnar. Kalda nóttin missir mátt. myrkrið óðum dvínar. Móti sól og sunnan átt sækia vonir mínar. Á þessum tímamótum langar mig til að koma á framfæri þakklæti fyrirsam- starfið í vetur. Um leið og ég óska öllum unnendum þáttar- ins gleðilegs sumars og bið ykkur þar með að vera sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s: 95-27154 Út í heitn, ferdabíeklingur Flugleida, liggur frammi á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum um land allt og á ferðaskrifstofum. Ltka er htvgt að fá bteklinginn sendan ípósti með þvi að hringja í 91-690300. FLUGLEIDIR 19 borgir. 15 þjóðlönd. titíheim er ný- útkominn ferðabæklingur Flugleiða sem þú getur nálgast hjá umboðsmanni okkar í þinni heimabyggð. Markverðir staðir, leikhús, tónleikahallir, söfn, fornminjar, skemmtigarðar, skemmtanalíf, veitinga- hús, verslanir, hótel, náttúruperlur, útivistarsvæði, ökuleiðir. Út í heim greinir frá mörgu af því sem bíður ferðamannsins á áfangastöðum Flugleiða og á ferðalögum í eigin bíl um heillandi lönd í Evrópu og Bandaríkjunum. Ct i heim er grundvöllur að ógleymanlegri upplifun i 19 borgum og 15 pjóðlöndum austan hafs og vestan, veröld innan seilingar hvar sem þá ert. Þú þarft ekki að fara langt til að vera með út i heim! \

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.