Feykir - 15.05.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 18/1991
Hér gefur að líta stúlknaflokk Tindastóls í körfubolta sem nýlega bar sigur úr býtum í
Bikarkeppni KKÍ. Efri röð frá vinstri: Inga Huld Þórðardóttir, Kristvina Gísladóttir,
Valgerður Matthíasdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Birna Valgarðsdóttir, Helga Margrét
Pálsdóttir og Einar Einarsson þjálfari. Neðri röð: Ingibjörg Stefánsdóttir, María Blöndal,
Asta M. Benediktsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Jóna Kolbrún Árnadóttir og Valgerður
Erlingsdóttir. Margar stúlknanna voru jafnframt í unglingaflokknum sem sigraði einnig í
bikarkeppninni. Að auki voru í þeim flokki Elísabet Sigurðardóttir, Kristín Jónsdóttir,
Kristjana Jónasdóttir og Selma Barðdal.
íþróttamaður
Tindastóls
Nýlega fór fram útnefning
íþróttamanns Tindastóls fyrir
árið 1990. Fyrir valinu að
þessu sinni varð Selma Bardal
Reynisdóttir fyrirliði unglinga-
flokks Tindastóls sem á
síðasta ári varð Islandsmeistari
í körfubolta. Bikarinn sem
fylgir þessari nafnbót er
gefinn af foreldrum og
systkinum Rúnars heitins
Björnssonar. Selma þykireins
og fleiri körfuboltastelpur í
Tindastóli líkleg til afreka,
svo fremi sem þær haldi áfram
rækt við íþrótt sína.
BÍLASÝNING
HALDIN VERÐUR BÍLASÝNING OG -KYNNING
Á MAN VÖRUBIFREIÐUM VIÐ
SKAGFIRÐINGABÚÐ FIMMTUDAGINN16. MAÍ
N.K. FRÁ KL. 17 - 20 KOMIÐ OG SJÁIÐ ÞAÐ
NÝJASTA í FRAMLEIÐSLU MAN VÖRUBIFREIÐA
Kraftur h.f. Kaupfélagi Skagfirðinga
MAN umboðið á Islandi UmboðsaðDi MAN áSauðárkróki
Sauðárkrókur:
Sjómenn samþykkja
Sjómenn Skagfirðings hafa
samþykkt samning sem nýlega
var gerður við útgerðina.
Atkvæði voru talin á mánudag
og féllu þannig að 24 voru
samþykkir en 14 á móti.
Samningurinn er mjög líkur
Norðfjarðarsamningnum. Það
eina sem er öðruvísi, er að gert
er ráð fyrir námskeiðum í
gæðastjómun fyrir sjómennina.
„Við erum ákveðnir í að
halda þessi námskeið. Þó
furðulegt sé hafa gæðanám-
skeið fyrir sjómenn ísfisk-
togara ekki verið haldin, þó
þaðan komi stærsti hluti
hráefnis vinnslunnar. Og
manni hefði fundist eðlilegra
að byrja í gæðamálunum út á
sjó”, sagði Einar Svansson
framkvæmdastjóri Skagfirð-
ings og Fiskiðjunnar.
Það sem gerir Sauðárkróks-
og Norðfjarðarsamninginn
ólíka öðrum samningum, eru
aukagreiðslur vegna þess að
þorskurinn er flokkaður um
borð. Þetta er talið skapa
mikla hagræðingu fyrir vinnsl-
una.
Ráðiö í ferðaþjónustustörf
Þau Halldór Þ. Halldórsson
Sauðárkróki og Guðríður
Sigurbjömsdóttir Lundi Varma-
hlíð hafa verið ráðin starfs-
menn upplýsingamiðstöðvar
ferðamála sem starfrækt
verður í Varmahlíð í sumar.
Sex sóttu um störfin. Miðstöðin
verður opnuð um miðjan júni
nk. og verður starfrækt til
reynslu í tvo mánuði.
Oft hefur komið til tals að
starfsemi sem þessi sé
nauðsynleg fyrir héraðið. Það
er héraðsnefnd Skagafjarðar
sem stendur straum af
kostnaðinum við upplýsinga-
miðstöðina í sumar.
Þá hefur ferðamálanefnd
Sauðárkróks ráðið sér ferða-
málafulltrúa og tók hann til
starfa nýlega. Til þeirra
starfa réðst Vigfús Vigfússon
og er skrifstofa hans i húsi
Iðnaðarmannafélagsins Suður-
götu 5. Starf ferðamálafull-
trúa er hálf staða.
Tilboð opnuð í upp-
byggingu tveggja vega
Utboð í uppbyggingu tveggja vegkaflana í Lýdó, sem er
vega voru opnuð hjá vegagerð-
inni á Sauðárkróki í siðustu
viku. Fjörður sf á Sauðárkróki
var með lægsta tilboð í tvo
vegkafla á Skagafjarðarvegi í
Lýtingsstaðahreppi, alls 4
km, og Borgarfell og Einar
Sciöth voru með lægsta boð í
2,6 km kafla á Vatnsnesvegi.
Fjörður bauð 7,3 millj. í
Dýrahald
Collie hvolpurtilsölu (svartur
hundur). Upplýsingar í síma
95-38291.
Bíll til sölu
Daihatsu Rocky árgerð '87.
Ekinn 52 þús. km. Litur hvítur.
Verð kr. 980 þúsund. Hringið í
síma 96-41820.
Tapað - Fundið
Tapast hefur á Sauðárkróki
hjólkoppur af Saab. Finnandi
vinsamlegast látið vita í síma
35406.
Sveitavinna
13 ára piltur, vanur hirðingu
hesta, vill komast í sveit í
sumar frá miðjum júní.
Upplýsingar í síma 92-16113.
Óskast keypt
Mig vantar lítið skrifborð og
skrifstofustól. Auk þess væri
gott að fá stóla, lítinn sófa og
sófaborð. Upplýsingar gefur
Sigríður í síma 38266.
75% af kostnaðaráætlun.
Króksverk var ekki langt
undan með 7,4,
Tilboð Borgarfells og
Einars í vegkaflann á
Vatnsnesvegi var 5,923 millj,
eða 73% af kostnaðaráætlun.
Höfðaverk hf á Hvamms-
tanga kom næst með 5,933
millj.
Ókeypis smáar
Hjólaviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á
reiðhjólum. Upplýsingar í
síma 36698 og 35966 frá kl.
10-18. Bertel Víðimýri 10.
íbúð óskast
Viljum leigja íbúð einhvers-
staðará Norðurlandi í sumar.
Góðri umgengni heitið. Upp-
lýsingar í síma 91-12209 á
kvöldin.
Til sölu
Til sölu 10 gíra Eurostar
fjallahjól. Einnig til sölu
sófasett á sama stað. Upplýs-
ingar í síma 35861.
(sskápurtil sölu. Upplýsingar
í síma 36671 á kvöldin.
Vatnsrúm til sölu 183x215,
rúmteppi, gardínur og fjórir
púðar fylgja. Upplýsingar ís
síma 35895.