Feykir


Feykir - 15.05.1991, Blaðsíða 8

Feykir - 15.05.1991, Blaðsíða 8
FEYKIR - ML Óhað frettabiaö á Noröurtandi vestra 15. maí 1991, 18. tölublað 11. árgangur Auglvsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum BILALEIGA SAUÐARKRÓKS FYRIRTÆKI - STOFNANIR - EINSTAKLINGAR TOYOTA Hl - LUX DOUBLE CAB 1991 LEYSIR FLUTNINGSVANDAMÁLIN GÓÐIR BÍLAR Á GÓÐUM KJÖRUM SÍMAR 36050 - 35011 H.S ( Stefán ) Strikamerkingakerfi var tekið í notkun í Skagfirðingabúð sl. mánudagsmorgun. Hér sést Ómar Bragi Stefánsson afhenda fyrsta viðskiptavini morgunsins, Arna Þorbjörnssyni, biómvönd. Við afgreiðslukassann er Anna Sigríður Stefánsdóttir. Pjónusta viö feröamenn: Engar upplýsingar til um norðvestursvæðið „Fyrir erlenda ferðamenn sem ætla í hringferð um landið, vantar alveg upplýs- ingar um norðvestursvæðið í ferðabæklinga”, sagði María Guðmundsdóttir frá Upplýs- ingaskrifstofu ferðamála á ráðstefnu sem Ferðamálafélag Húnvetninga gekkst fyrir um ferðamál á Hótel Blönduósi sl. fimmtudag. Ráðstefnan var vel sótt, um 50 manns mættu og áttu sér stað fjörugar Lítið vitaö um vinnuframboö fyrir unglinga „Við höfum engar haldbærar upplýsingar um vinnuframboð fyrir unglinga í bænum í sumar, en munum fara í elstu bekki grunnskólans nú í vikunni og ræða við unglingana”, sagði Matthías Viktorsson hjá vinnumiðlun Sauðárkróksbæjar. Þokkalegasta útlit virðist vera með vinnu fyrir unglinga í bænum í sumar, líklega heldur betra en ífyrra, en það byggist á því að togararnir fiski vel. „Fiskiðjan hefur gefið okkur góða von um tölu- verða vinnu fyrir unglinga svo framarlega sem að veiðist, en eftir því sem manni hefur skilist er útlit á lítilli vinnu fyrir unglinga hjá Skildi”, sagði Matthías. Þá lítur þokkalega út með byggingarvinnuna þegar fram- kvæmdir við bóknámshúsið verða hafnar. Sömu upphæð er varið til vinnuskólans á Sauðárkróki í ár og á síðasta ári. Þetta veldur nokkurri skerðingu á unglingavinnunni í sumar. Þannig byrja yngstu krakkamir, 6. bekkingar, ekki fyrr en eftir 17. júní. Sjöundu bekkingar munu í sumar ekki vinna nema fjórar stundir á dag í stað átta áður, eða jafnlangan vinnudag og yngstu krakkarnir. Þeir elstu halda átta tímunum, nema á föstudögum, en þá verður ekkert unnið eftir hádegi. Aætlað er að unglingavinnunni ljúki 9. ágúst, en það cr heldur fyrr en jafnan áður. Skuldir Hofshrepps: Minnka um fjórðung Á almennum hreppsfundi í Hofshreppi sem haldinn var nýlega kom fram að skuldir hreppsins lækkuðu um nær fjórðung á síðasta ári, úr 43 í 34 milljónir. Það virðist því horfa allt til betri vegar í fjármálum hreppsins. Hrepps- nefndin hefur engu að siður ákveðið að halda að sér höndum hvað framkvæmdir varðar á þessu ári. Að sögn Jóns Guðmunds- sonar sveitarstjóra verða einu framkvæmdirnar í sumar viðhaldsvinna við kennara- bústaði og lokið verður við frárennslislagnir frá iðnaðar- fyrirtækjunum syðst í þorpinu. Jón taldi gott útlit með atvinnu í sumar. Hreppurinn yrði líklega með þrjá starfs- menn í umhirðu svæða, einn fullorðinn og tvo unglinga, en sér sýndist að nægt vinnuframboð yrði fyrir unglinga í sumar. Það er árviss venja að halda almennan hreppsfund í Hofshreppi. Þetta er fyrsti fundurinn eftir sameiningu. Áður var fundurinn alltaf á siðasta vetrardag, en nú var hann haldinn rúmlega viku seinna. Einstaklingar á Sauðárkróki: Byggja ekki í sumar Ekki er útlit fyrir að einstaklingar á Sauðárkróki ætli að standa í íbúðarhúsa- byggingum í sumar. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Ragnarssonar byggingarfulltrúa hefur ekki verið sótt um eina einustu lóð fyrir íbúðarhúsnæði af hálfu einstaklinga. Líklega hefur slíkt ekki gerst í nokkra áratugi. Á sama tíma í fyrra hafði verið sótt um eina lóð. umræður um stöðu og framtíð ferðamála í héraðinu og landinu í heild. Ráðstefnugestir voru sam- mála um að margt væri hægt að gera í ferðamálum á svæðinu. Hugarfarsbreyting þyrfti að eiga sér stað, menn þyrftu að vinna saman í stað þess að hver hokraði í sínu horni eins og tíðkast hefði hingað til. Meðal þeirra viðfangsefna sem rætt var um var framleiðsla minjagripa, en bent var á að í dag væru ekki í boði séríslenskir minjagripir, nema lopapeysur og lopaleistar. Steindór Haraldsson á Skagaströnd kom fram með þá hugmynd að Húnavatns- sýslur, Skagafjörður og Strandir yrðu markaðssett sem sam- eiginlegt ferðasvæði, og hags- munaðilar mundu standa fyrir stofnun ferðaskrifstofu á svæðinu. Hugmynd Stein- dórs fékk góðar undirtektir, en skiptar skoðanir áttu sér stað um ferðaskrifstofumál. Töldu menn jafnvel þörf fyrir tveim ferðaskrifstofum á svæðinu. Hár og myndarlegur Það var stór og mikil afmælisveisla við Skagfirð- ingabrautina á laugardaginn var. Sæmundur Hermanns- son sjúkrahúsráðsmaður með meiru varð sjötugurog fjöldi vina og vandamanna heim- sótti afmælisbarnið í tilefni dagsins. Var þetta hin líflegasta samkoma, mikið sungið og margar snjallar ræður haldnar af Guttormi og fleirum. Meðal þeirra er til máls tóku var Grímur Gíslason frá Blönduósi, gjaman kenndur við Saurbæ. Grími mæltist vel að vanda og var skemmtilegur. Guðrún Svan- bergsdóttir kaupmaður hafði orð á því við Grím að hún hefði oft heyrt í honum í útvarpinu en aldrei vitað hvernig hann liti út fyrr en núna. ,,Já, þú hefur náttúr- lega haldið að ég væri hár og myndarlegur maður”, sagði „tappinn” Grímur þá. Hlutum snúið við Talsvert var um að vegfarendur gaukuðu aurum að níföldu maraþonhlaupurun- um á leið þeirra um þjóðveg 1 í síðustu viku. Og létu bændur og búalið ekki sitt eftir liggja í því efni. Skemmilegt atvik átti sér stað á leiðinni. Það spannst upp úr því að Milan þjálfari komst í spreng og þurfti mjög skyndilega að leita á náðhús. Ekið var í snatri heim að næsta bóndabæ og þar fékk hinn geðþekki Tékki góðfúslegt leyfi til að létta á sér. Þegar heimilisfólk varð þess áskynja að hér væru hlaupararnir frægu á ferð, vildi húsmóðirin endilega veita áheit. Það stóð á endum að jregar Milan kom af náðhúsinu rétti húsfreyja honum þúsundkall. Mílan varð alveg forviða. Úti í Tékkóslóvakíu á hann nefni- lega því að venjast að þurfa að borga fyrir að nota almenningssalerni en þarna fékk hann greitt fyrir salernisnot. GÆÐAFRAMKOLLUN BÓKABIÍÐ BBYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.