Feykir


Feykir - 29.05.1991, Síða 2

Feykir - 29.05.1991, Síða 2
2 FEYKIR 20/1991 IFEYKIR - Óháö frettablað á Norðurlandi vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf„ Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Fjórtán ára drengur á Skagaströnd slapp vel Varð undir stórgrýti við eggjatínslu í Höfðanum Fjórtán ára drengur frá Skagaströnd liggur nú slasaður á Héraðshælinu á Blönduósi eftir að hafa fengið grjót- hnullung ofan á sig við eggjatöku í Höfðanum í fyrrakvöld. Við að fá hnull- unginn á sig hrapaði drengur- inn niður í fjöru og þurfti þónokkrar tilfæringar margra manna til að ná honum úr stórgrýttri fjörunni um þröngan veg. Það var um kvöldmatar- leytið sem Viktor Pétursson fór ásamt jafnaldra sínum að tína fýlsegg í Höfðanum. Þegar hann hafði klifrað rúman meter upp snarbratt- ann Arnarstapann losnaði stór steinn einum tveim metmm ofar. Viktor reyndi að komast undan grjótinu, sem er talið rúm 50 kíló að þyngd, en tókst það ekki og féll með því niður í stórgrýtta fjöruna. Hinn pilturinn fór þegar í Laufás sem er þarna rétt hjá og hringdi í föður Viktors sem hafði samband við sjúkrabílstjórann sem einnig var skammt undan. Björgunar- sveitarmenn voru einnig kallaðir á vettvang og veitti ekki af þar sem aðstæður voru erfiðar. Tókst samt að koma svokallaðri bakfjöl undir Viktor þar sem hann lá skorðaður og sex menn báru hann í sjúkrabílinn. Það stóð á endum að læknir sem hafði verið kallaður frá Blönduósi kom rétt í þann mund sem tekist hafði að koma hinum slasaða í sjúkrabílinn. í fyrstu leit út fyrir að Viktor væri fótbrotinn á báðum fótum, eins illa og þeir voru útlítandi og svöðusár var á vinstra fæti. Viktor hafði þó tekist að minnka blóðrennslið með einangrunarbandi sem hann vafði um lærið. Telja verður krftaverki líkast hve vel drengurinn slapp, því við fyrstu rannsókn reyndist hann óbrotinn. Höfðinn hefur mikið að- dráttarafl fyrir þá sem hafa gaman af klifri. Viktor hefur stundað það frá blautu barnsbeini nánast. Slys hafa áður orðið í Höfðanum. Þing Landsambands íslenskra leikfélaga var haldið á Blönduósi um helgina. Þingfulltrúar voru allt annað en ánægðir með að fulltrúi menntamálaráðuneytis og þjóðleikhússtjóri boðuðu forföll á síðustu stundu. Umræður á ráðstefnunni sem haldin var á sunnudag urðu því ekki eins gagnlegar og vonast hafði verið til, en umræðuefnið þar var staða áhugamanna leikfélaganna gagnvart því opinbera. Mynd-MÓ. Ekki dús við kláðann 20. maí 1991 14. nóvember 1990 kom frétt í dagblaðinu Degi frá heilsugæslustöð Akureyrar um heilsuleysi og óþrifnað. Þar kom fram að átta væru með kláða og einn með lús. 15. maí 1991 kom önnurfrétt frá heilsugæslustöðinni um sama efni. Þar kom fram að tveir voru með lús og fjórir með kláða, hlutföllin höfðu breyst. Eftir þennan lestur datt mér í hug eftirfarandi vísa. Við óþrifnaðinn ekki dús, um það mikið þinga. Kljást þeir enn um kláða og lús, klæjar Eyfirðinga. Sigfús Steindórsson. A döfinni Knattspyrna: Föstudagur 31. maí. 2. deild: Sauðárkróksvöllur kl. 20 Tindastóll - Selfoss. 3. deild: Siglufjarðarvöllur kl. 20 KS - Leiftur. 4. deild: Laugalandsvöllur kl. 20 UMSE b - Neisti. Laugardagur l.júní. Sauðárkróksvöllur kl. 14 Þrymur - Hvöt. ÞAÐ STENDUR MIKÐ TIL í SKAÖAFIRÐI í SUMAR ! Er ekki kommn tími til aö endurnýja gamla fánann eöa kaupa sér fána og stöng í fyrsta sinn! Allar upplýsingar á Saumastofu Hofsós. Símar 37366 og 37331 Auglýsing í jafn víð- lesnu blaði borgar sig Góðir áskrifendur! Munið að greiða heimsenda gíróseðla hið allra fyrsta Feykir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.