Feykir


Feykir - 10.07.1991, Page 2

Feykir - 10.07.1991, Page 2
2 FEYKIR 26/1991 Sveiflur, rækjan og framtíðin ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum baeja- og héraðsfréttablaða. Húnvetningar Skagfirðingar! Verslið í heimabyggð Fylgifiskur íslenska efnahagskerfis- ins eru þær miklu sveillur sem oft á tíðum eiga sér stað í undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar. sjávarútveginum. Ein slík hefur riðið yfir á síðustu misserum. Það er vandi rækjuverk- smiðjanna vegna gífurlegs verðfalls á erlendum mörkuðum. Ekki er heldur langt síðan frystihúsin komust í verulega erfiðleika vegna verðfalls og óhagstæðrar gengisþróunar. Þá komu stjórnvöld til aðstoðar á myndarlegan hátt og sem betur fer kom batinn, þannig að í dag heyrist enginn kvörtunartónn úr röðum fiskverkenda. sem bendir til þess að reksturinn gangi vel. Staða rækjuiðnaðarins í landinu er mjög alvarleg fyrir margar byggðir landsins, sem nær eingöngu byggja atvinnulíf sitt á vinnslu ,,rauða gullsins” eins og rækjan var kölluð hér á árum áður þegar allt lék í lyndi. Má nefna staði eins og Hvammstanga, Hólmavík og þéttbýl isstaðina við Isafjarðardjúp. Byggð væri mjög í hættu á þessum stöðum ef vinnsla rækju legðist af. A fleiri stöðum kæmi stöðvun sér afar illa, má þar nefna staði eins og Blönduós, Siglufjörð og Sauðárkrók. Og það virðast ekki miklar líkur á að stjórnvöld ætli að koma rækjuvinnslum í landinu til hjálpar. Staðan er orðin það alvarleg hjá nokkrum verksmiðjum að lánveitingar til þeirra yrðu að teljast til áhættulána. Byggðastofnun hugðist beita sér fyrir stofnun áhættusjóðs til bjargar rækjuverksmiðjum. Forsætis- ráðherra sagði nei takk. Sú tíð væri liðin að peningum sé ausið i vonlausan atvinnurekstur og íslenskum skatt- borgurum síðan sendur reikningurinn. Og forsætisráðherrann er fljótur að koma sér inn í málin. Hann fullyrti að staðan væri svona vegna slæms reksturs og offjáifestinga hjá mörgurn rækju- verksmiðjum. En er hægt að afgreiða málin á svona einfaldan hátt? Eru ekki hagsmunir samfélagsins fólgnir í því að a.m.k. sumum þessara fyrirtækja verði haldið gangandi? A þar einkanlega við þær vinnslur sem halda uppi atvinnulífi viðkomandi byggða. Byggðaröskunin er búin að vera samfélaginu dýr. Rækjuiðnaðurinn í landinu er framtíðar- atvinnugrein. Þó hnignunarskeiðið sé búið að vera langvarandi kemur að því fyrr en seinna að birtir til. Stjórnvöld verða að sýna biðlund engu að síður en stjórnendur rækjuverksmiðjanna sem hafa þurft að þreyja þorran og góuna á undanförnum misserum. þÁ Vegurinn fyrir Skagann varasamur fólksbílum Heilbrigöisgeirinn og hækjan Þeir fólksbílaeigendur sem annt er um bílana sína eru góðfúslega varaðir við að fara fyrir Skagann, það er að segja ef ástand vegarins hefur ekkert lagast frá siðustu helgi. Þá var hryggurinn af lausamöl orðinn svo hár á miðju vegarins að fólksbílar tóku mjög víða niðri þó svo að ekið væri varlega. Það var greinilega orðið mjög tíma- bært að hefla veginn. en sjálfsagt hefur þurrviðrið i sumar aukið myndun lausa- malar á vegum. Mikið er nú talað um sparnað, allir geirarnir eiga að spara svo sem kostur er, það eru einkageirarnir og opinberu geirarnir. Einn þeirra opinberu fjallar um heilbrigðismál, þar ertaliðað hægt sé að spara mikið, svo er það álitamál hvort sparað sé á réttum stöðum. Ég álít að svo sé ekki, samanber gömlu konuna sem þurfti nauðsyn- lega á hækju að halda en heilbrigðisgeirinn var ekki allögufær með hækjur, svo gamla konan varð að kaupa hækjuna sjálf. Svo var forsjóninni fyrir að þakka að hún hafði efni á því. Meirihluti þeirra sem þurfa á hækjum að halda hafa ekki efni á því að kaupa þær sjálfir. Við hvaðeiga þeir þá að styðja sig, ég bara spyr? Ég meiddi mig í fæti um daginn og hefði ég haft gagn af hækju en heilrigðisgeirinn bauð mér ekki hækju af skiljanlegum ástæðum ef sparnaðurinn á að byrja þar. Að vísu hefði ég haft efni á að kaupa hækju sjálfur, því engin sultarlaun eru borguð þai' sem ég vinn, en ég keypti enga hækju, hugðist fara eftir kenningunni að ganga óhaltur á meðan báðir fætur væru jafn langir, en það gekk Ölgerðin Egill Skallagríms- son stendur þessa dagana fyrir RC-hátíðum á Norður- landi. Ibúar Norðurlands vestra mega búast við óvæntum uppákomum í dag og næstu daga. I dag er RC hátíðin á Siglufirði, á morgun á Sauðárkróki og á Blönduósi nk. föstudag. Á hátíðum þessum eru ýmsir leikir fyrir yngstu kynslóðina, s.s. boltaleikir. hlaup o.fl. auk þesssem þeim er fært eitthvert góðgæti. misjafnlega og er það sjálfsagt mínum linkuhætti um að kenna. Sigfús Steindórsson dós sem er um 10 metrar á hæð. einnig verður til sýnis torfærubíll og rallýbíll sem merktir eru með RC-cola. Að sögn forráðamanna Ölgerðar Egils er ferðin um Norðurland nokkurskonar þakklætisvottur til Norðlend- inga, sem hafa sýnt fyrirtæk- inu mikinn og góðan stuðning gegnum tíðina, eins ogsegir í fréttatilkynningu frá fyrir- tækinu. t Innilegar þakkirtil allra sem auösýndu okkur hluttekningu og samúö viö fráfall og jaröarför eiginkonu, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar Sigríöar Sigtryggsdóttur frá Skefilsstöðum Sæmundargötu 11 Sauðárkróki Sérstakar þakkirtil starfsfólks Sjúkrahússins fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Guö blessi ykkur öll Viggó Sigurjónsson Margrét Viggósdóttir Búi Vilhjálmsson Sigríöur Viggósdóttir Helgi Friöriksson Börn , tengdabörn og barnabörn Pökkum efdrtöldum aðilum veittan stuðning vegna Kvennahlaupsins 1991 VERKAKVENNAFÉLAGIÐ ALDAN BÚNAÐARBANKINN SA UÐÁRKRÓKl STEINULLARVERKSMIÐJAN MJÓLKURSAMLAGIÐ Á SAUÐÁRKRÓKl Undirbúningshópur RC-hátíðir Blásinn er upp risastór RC-

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.