Feykir - 10.07.1991, Qupperneq 5
26/1991 FEYKIR 5
,,Ætli ég fari ekki niður
með gangnamönnunum"
Spjallað við Höllu Eygló Sveinsdóttur
vörslumann með girðingum á Hveravöllum
„l>að lejífíst Ijómandi vel í mig að takast á við
þetta” sagði Halla Eygló Sveinsdóttir úr
Mosfellsbæ þegar blaðamaður Feykis hitti hana
í vinnunni á Hveravöllum á Kili fyrirskömmu.
Starf Höllu er að liafa eftirlit nieð
vörslugirðingum á hálendinu, nánar tiltekið á
milli llofsjökuls og Langjökuls og varna því að
sauðfé fari á milli. Til aðstoðar við þetta starf
hefur Halla Eygló 6 hross og tíkina Trítlu.
„Ég byrjaði hérna uppi 29. júní og verðfram
að göngum, fer líklega niður með
gangnamönnum. Starfið er fólgið í að reka fé
frá girðingunni, daglega á svæðinu frá
Langjökli að Blöndu en ég þarf aðeins einu
sinni í viku með girðingunni frá Blöndu að
Hofsjökli. bæði er mjög lítill gróður á því
svæði og girðingin traust. Auk þess sé ég um að
selja hey til hestamanna sem hérfara um. Mér
er sagt að umferð hestafólks um hálendið sé
sífellt að aukast t.d. fóru um 2000 hross hér
um í fyrra sumar en landsmótið hefur sjálfsagt
átt sinn þátt í því”.
Halla hefur mjög gaman afhestum ogsegir
að hestarnir og útiveran sem vinnunni fylgir
hafi orðið til þess að hún sótti um þetta starf
hjá sauðfjárveikivörnum. Hún hefur aðstöðu í
litlum skúr við Hveravelli og segir aðstöðuna
ágæta þótt aðeins séu tvö herbergi í
bústaðnum. Þá er hesthús og hlaða með
afgirtu hólfi skammt frá þannig að ekki er
langt að fara til hrossanna að sinna þeim.
Haila Eygló Sveinsdóttir með tíkina Trítlu.
Mynd og texti: ÖÞ.
Endurvígsla Hofstaðakirkju
Sunnudaginn 5. maí 1991 fór
ég með séra Hjálmari prófasti til
kirkju að Hofsstöðum. Um skeið
hafði ekki verið messað þar
vegna endurbóta á kirkjunni.
Kirkja sú er nú stendur á
Hofsstöðum var byggð 1905.
Hún er ekki stór,svipuðaðstærð
og aðrar sveitakirkjur sem
reistar voru í þessu héraði um
síðustu aldamót. Hofsstaðakirkja
rúmar vel. Hún er breið. Breidd
á kirkjum er guði þóknanleg.
Fjórir prestar voru við
Hofsstaðamessu. Sóknarprestur
séra Dalla á Miklabæ þjónaði
fyrir altari. Hún ber skrúða
prestsins sómasamlega. Sé það
rétt haft eftir Páli postula að
konur eigi ekki að prédika
guðsorð. er það mikill misskilningur.
Séra Sigurður biskup á Hólum
prédikaði. Hann flytur vel og er
með persónuleika sveitamanns
yfir sér. Ég talaði nokkurorð við
biskup eftir messu og sagði að
messan hafi veriðgóð, trúarjátn-
ingin hafi ekki verið rugluð og
átti þar við upprisu holdsins.
Biskup hneigði sig lítið eitt með
bros á vör.
A leiðinni til kirkjunnartalaði
ég um það viðséra Hjálmaraðég
óskaði eftir að flytja ávarp eftir
messu. Hann sagðist líka ætla að
halda tölu, en til þess gafst
okkur ekki tími. Messan stóð
lengi, mikið sungiðog milli 20 og
30 manns fóru til altaris.
Undir gólfi kirkjunnar er
félagsheimili sem er með
eindæmum hagkvæmt. Þegar
messunni lauk voru veitingar
bornar fram í félagsheimilinu.
Þar var kirkjugestum boðið að
ganga í kirkju á eftir, en fólkið
þáði það ekki, fór heim. Bændur
hafa alltaf orðið að sinna
bústörfum jafnt á helgum
dögum sem rúmhelgum.
Við séra Hjálmar vorum ekki
bágir út af því að geta ekki látið
ljós okkar skína við Hofsstaða-
kirkju. Við vissum vel að þess
vegna mundi heimurinn ekki
hrynja.
Ávarp sem átti að flytja
við messu á Hofsstöðum.
Góðir kirkjugestir, prestar og
leikmenn!
Á hátíðlegum stundum leitar
hugur manna til liðinna daga og
ára og þeirra minninga ersagan
geymir. Um daginn á morgun
vitum við næsta lítið, hvað kann
að gerast þá.
Það var á fundi fyrir nokkrum
árum, líklega héraðsfundi, að
rætt var um kirkjur i héraðinu og
einhver lét orð liggja að ef til
vildi yrði kirkja á Hofsstöðum
lögð niður. Ég hrökk við, mér
var ekki sama. Og hvers vegna?
Vegna þess að um aldir í
katólskum sið voru Hofsstaðir
annar mesti helgistaður í þessu
héraði, næst Hólastað. Á fyrri
öldum voru trúarleg tákn hér á
landi sem mestar sögur fóru af.
Það var krossinn á Kaldaðarnesi
og Hofsstaða-María. Sögn er
um biskup í Skálholti hafi heitið
á Hofsstaða-Maríu í sjávar-
háska og er merkilegt að
krossinn fyrir sunnan skyldi
ekki duga honum.
Katólska kirkjan á merkilega
sögu hér á landi og er vert að
minna á það á þessum stað og
þessari stundu. Ég held að trú
katólskra manna sé yfirleitt
sterkari en Lúthersmanna. Til
þess benda kraftaverkin: Súrd í
Frakklandi, sem gerast á vorum
dögum. Kraftaverk er það
kallað þegar eitthvað gerist sem
mannlegt vit ogskynjun fær ekki
skilið eða skvrt.
Hér er að verki andleg orka.
sem enginn mælistika nær yfir.
Mátt bænarinnar þekkirenginn
til hlýtar. Það er stundum sagt
og skrifað að íslensk menning sé
grundvölluð á kristinni trú.
Þetta er rétt. Og hvaða rök
stuðja það? Þau rök að
Félagsheimilið Miðgarður:
Fáliðaðir dyraverðir
krefjast skilríkja
„Dyraverðir hafa mjögströng
fyrirmæli um að krefjast
persónuskilríkja og ungling-
um hefur verið vísað frá
sökum þess að þeir hafa ekki
haft þau meðferðis. Hinsvegar
var dyravarðaliðið heldur
fáiiðað á dansieikjunum þegar
Síðan skein sól og Stjórnin
spiluðu og það kann að vera að
unglingar hafi troðið sér inn
án þess að eftir því tækist,
annaðhvort um aðaldyr eða
bakdyr. Það er erfitt að ráða
við hlutina þegar fjöldinn er
svona mikill”.
Þetta hafði Valgerður
Konráðsdóttir húsvörður í
Miðgarði að segja vegna
kvörtunar móður á Sauðár-
króki,en 14 ára gamall sonur
hennarskemmti sérfeikivelá
dansleik í Miðgarði fyrir
stuttu. Orð fer af því að
nýfermd börn haíl komist
inn á dansleiki í Miðgarði
undanfarið.
„Það var mjög erfitt að fá
fólk til dyravörslu á um-
ræddum dansleikjum. Fólk
var í heyskap og einn
tilkynnti rétt fyrir ballið að
hann þyrfti að fara á greni.
Það er slæmt þegar svona
gerist. Aftur á móti voru
dyraverðirnir fullmargir og
fólkið alltof fátt þegar
Upplyfting lék fyrir dansi sl.
laugardagskvöld. Það var
næstum dyravörður á hvern
gest í húsinu. Þetta mætti
vera minna og jafnara.
Annars grunar mig að þetta
séu undantekningartilfelli sem
unglingar undir aldri komast
inn og viðkomandi haldi því
svona vel á lofti”, sagði
Valgerður. Hún sagði að
líklega hefði miðasalan farið
eitthvað úr böndum á
Stjórnarballinu. Þá hafi
líklega verið rúmlega 700
manns í húsinu, en leyfilegt
væri að selja á sjöunda
hundrað aðgöngumiða.
Hofstaðakirkja er hin glæsilegasta eftir endurbæturnar.
siðgæðiskenning Krists er svo
fullkomin að hún stendur alla
daga.
Trúarkenningar og trúarsiðir
eru mismunandi hjá hinum
ýmsu þjóðum heims, en samt eru
þær allar á sama stofni eins og
greinar á tré. Stofninn, grund-
völlurinn, er sá að enginn
hugsandi maður getur verið án
þess að trúa í hið mikla sem yfir
okkur er. hverju nafni sem það
ncfnist.
\ þessari stundu er mér efst í
huga þakklæli til hins fámenna
Hofsstaðasafnaðar, sem með
hug og dug hefur látið
endurbæta kirkjuna og komið í
veg fyrir að kirkja yrði aflögð á
þessum fornfræga stað.
Það er ósk min og von að
kristnihald verði gott í héraði
voru á komandi tíð.
Meðan drottins náð,
lætur vort láð,
lýði og byggðum halda.
Björn Egilsson.