Feykir


Feykir - 21.08.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 21.08.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 28/1991 FEYKIR . Óháö frettabtað á Norfturlandi vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauöárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Lilja María með tvö Evrópumet Sundkonan frá Sauðárkróki Lilja María Snorradóttir gerði það ekki endasleppt á Evrópumeistarmóti fatlaðra í sundi sem fram fór í síðustu viku. Hefur glæsilegur árangur hennar vakið mikla athygli, enda setti hún Evrópumet í tveim greinum. Evrópumet Lilju voru á 11 0 metra vegalengdum, í flugsundi og skriðsundi.Lilja setti einnig mörg Islandsmet á mótinu og vann til fjölda verðlauna. Þrátt fyrir að Lilja María hafi búið syðra ásamt foreldrum sínum í tvö ár, líta Sauðkrækingar enn á hana sem sína manneskju og fylgjast með árangri hennar. íþróttaferillinn byrjaði líka í Tindastóli. Lilja María á Króknum við upphaf íþróttaferilsins. HÚSVÖRÐUR! STARF HÚSVARÐAR í FÉLAGSHEIMILINU BIFRÖST ER LAUST TIL UMSÓKNAR. UMSÆKJANDI ÞARF AÐ GETA HAFIÐ STÖRF 1. OKT. 1991. UMSÓKNARFRESTUR ERTIL1. SEPT. 1991 NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR FORMAÐUR FRAMKVÆMKARSTJÓRNAR BIFRASTAR, ÁRNI EGILSSON. í V.S. 35200 OG H.S. 35597 STJÓRN BIFRASTAR Jón Karlsson skrifar: Húsnæðismál eldra fólksins Nú eru þeir íbúar landsins sem eru 65 ára og eldri tæp 30 þúsund. Talið er að árið 2020 verði þeir 46 þúsund. 75 ára og eldri eru núna um 11 þúsund en verða yfir 20 þúsund á sama tíma. Ekki hefi ég við hendina tölur um þetta miðað við Sauðárkrók og nágrannasveitarfélög, en gera verður ráð fyrir að fjölgun fólks á þessum aldri verði með svipuðum hætti og yfir landið í heild. Nú er það að verða opinber stefna að aldraðir geti búið sem lengst á eigin vegum. Leiðirnar til að ná því marki eru m.a. að starfrækja öfluga heimaþjónustu og heima- hjúkrun og svo með bygg- ingu þjónustuíbúða. Með þessu er talið að hægt sé að leysa húsnæðisþörf þessa fólks með betri, einfaldari og ódýrari hætti en verið hefur. Og markmiðið með þessu er öðru fremur að veita öldruð- um öryggi og góða þjónustu á ævikvöldinu. Vitað er að það húsnæði sem margir búa í þegar þeir komast á efri árin er óhentugt, erfitt og dýrt fyrir gamalt fólk. Þessvegna hefur verið leitað leiða til að gera þessu fólki kleift að losa sig við sínar íbúðir á sæmandi hátt og flytjast í nýjar sem henta betur. Víða um land er verið að byggja þjónustu- íbúðir. Þar hafa frumkvæðið ýmsir aðilar s.s. sveitarfélög, samtök áhugamanna, sam- tök eldra fólksins sjálfs, verkalýðsfélög o.fl. Til þessara umskifta henta vel þau fjármögnunarform sem nú eru í boði á vegum Húsnæðisstofnunar, þ.e. hús- bréfakerfi og kaupleiguíbúðir. Það er orðið tímabært að taka þessi mál ákveðnum tökum hér á Sauðárkróki. Það þarf að koma sér niður á hvaða form á að velja. Á bærinn að taka hér forystu? Á að stofna sérstakan félagsskap sveitarfélaga og annarra félagasamtaka? Eða er eldrafólkiðsjálfttilbúiðað taka málin í sínar hendur með félagsstofnun, sem síðan standi fyrir byggingu íbúða? Þetta er vel þekkt, t.d. úr Austur-Húnavatnssýslu. Þá er það form íbúðanna og hvar þær eigi að vera í bænum. Þar er að ýmsu að hyggja. Þær mega ekki verða dýrar því þær þurfa að geta orðið „almenningseign”. Það þarf helst að vera sem styst til þeirrar þjónustu sem flestir þurfa daglega á að halda. Þá þarf að tryggja tengsl við öryggisvakt, heilsugæslu o.þ.h. Þá er nauðsynlegt að standa þannig að málum að eldra fólkið taki sínar ákvarðanir um umhverfi sitt og öryggi á ævikvöldi áður en þeir verða til þess ófærir sökum heilsubrests eða elli. Þá þarf hugsanlega að veita aðstoð við sölu á eldra húsnæði og yfirfæra andvirði þess í nýtt. Búa þarf þannig um hnúta að við umskipti, t.d. flutning á hjúkrunar- heimili eða við fráfall, þá gangi íbúðin til þeirra sem til þess eiga rétt, þ.e. úr hópi eldri borgara, en erfist ekki til frjálsrar ráðstöfunar fyrir erfingja. Og að mörgu fleiru þarf að sjálfsögðu að hyggja. Núna er aðalatriðið að koma málinu á umræðustig, e.t.v. með skipun undirbúnings- nefndar eða félagsstofnun sem gæti byrjað verkið. Olafur Sigurbjörnsson frá Grófargili Fæddur 20. september 1930 Dáinn 22.júní1991 Hinsta kveðja Þá finnst okkur alltaf svo fánýtt allt tal og fátækleg orðin þau stóru er fregn um það berst að þeir falla í val sem fagnandi með okkur vóru. Þá stefnir að einu allt stórt og allt smátt og stöðugar hugsanir bærast um það sem við öll höfum eignast og átt og okkur er dýrast og kærast. Á langferðum hugans var gatan greið og gæðingur sérhver hraður. Þá löngum er spurt hvert liggur leið hvar lífsins sé dvalarstaður. Nú líka mun greiðfært á leiðum þeim er lífið á setti skorður og ljúft er að síðustu halda heim heim er þá áttin norður. Um fjöll og um dali í sérhverri sveit er sumarsins ríkjandi bragur. Við finnum þá sólin skin hádegisheit að hennar er nóttin sem dagur. Ef tíminn eitt augnablik stæði í stað frá stöðugum aldanna niði í þögninni greina við þá mundum það að þú munt nú hvíla í friði. Svo velkominn sértu úr útivist inn í átthaga sólbjarta ríki. Þér blómskrúðugt hérað mót breiðirsinn baðminn, nú þrautirnar víki. Þig kveður svo vina og frænda fjöld sem finnur hvað minningar geyma. Því lífið hér dauðanum greiddi gjöld nú geturðu sofið heima. Kristján Stefánsson frá Gilhaga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.