Feykir


Feykir - 21.08.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 21.08.1991, Blaðsíða 5
28/1991 FEYKIR 5 Til hægri: Félagar úr Leikfélagi Siglufjarðar flytja atriði úr „Síldin kemur”. .. ... „ Myndir/Hellan. Síldarsöltun á Drafnarplaninu. Síld söltuð á Sigló eins og í gamla daga íbúatala Siglufjarðar tvöfaldað- ist um verslunarmannahelgina þegar ræst var til síldarsöltunar og rifjuð upp stemmning síldaráranna í bænum. Síld var söltuð á Drafnarplaninu eins og í gamla daga af þrautreyndum síldarstúlkum. Lokað var fyrir umferð á torginu, munum úr síldar- minjasafninu komið fyrir og stanslaus skemmtidagskrá var í miðbænum frá miðjum föstudegi til sunnudagskvölds. Dagskránni lauk þá með landleguballi á Hótel Höfn. Mikill fjöldi brottfluttra Siglfirðinga vitjaði gömlu heimahaganna og fóraðsókn hátíðarinnar fram úr björt- ustu vonum þeirra er að henni stóðu. Meðal dagskrárliða hátíðar- innar má nefna atriði úr Síldin kemur flutt af leikur- um úr Leikfélagi Siglufjarðar og sjóstangaveiðimót stóð yfir laugardag og sunnudag. Svonefndir „Fílapenslar”, hópur fjölhæfra einstaklinga í bænum, íifjaði upp stemmn- ingu úr bæjarlífinu frá gamalli tíð og brá sér m.a. í gervi karlakórsins Vísis, Kvennakórsins og Gauta. Aðstandendur síldarhátíðar- innar á Siglufirði, er kölluðu sig „Síldarútvegsnefnd”, eru ánægðir hvernig til tókst og eru fullvissir um að andi Gústa guðsmanns hafi vakað yfir bænum jafnt að degi sem nóttu. Jafnvel var búist við að gömul saga mundi endurtaka sig, að ungir elskendur mundu leggja leið sína upp í Hvanneyrarskál að loknum síldardansleik á laugardagskvöld, og ekki finnast taka því að fara fyrir messu sem þar var haldin um hádegisbil á sunnudag. Farið var til messu frá Hvanneyri með hestamenn í broddi fylkingar. MATRÁÐSKONA- MATSVEINN ÓSKAST TIL STARFA VIÐ MÖTUNEYTI VARMAHLÍÐARSKÓLA NÆSTA VETUR. UMSÓKNUM SKAL SKILA TIL SKÓLASTJÓRA PÁLS DAGBJARTSSONAR í VARMAHLÍÐ FYRIR 31. ÁGÚST OG VEITIR HANN FREKARI UPPLÝSINGAR ATVINNA! ATVNNA! ÓSKUM EFTIR STARFSFÓLKI í ÝMIS STÖRF í VERKSMIÐJUNNI. UPPLÝSINGAR GEFUR KARL BJARNASON LOÐSKINN H.F. FÉLAGSLEGAR ÍBIJÐIR Húsnæðisnefnd Sauðárkróks auglýsir lausar til umsóknar eftirtaldar íbúðir. FÉLAGSLEGAR EIGNARÍBÚÐIR: 1. Ein 3ja herbergja íbúð að Víðigrund 8. íbúðin verður til afhendingar 1. október 1991 2. Ein 2ja herbergja íbúð að Víðimýri 4 íbúðin verður til afhendingar í janúar 1992 3. Tvær 3ja herbergja íbúðir í parhúsum við Jöklatún. íbúðimar verða til afhendingar í september 1992 4. Tvær 4ra herbergja íbúðir í parhúsum við Jöklatún. íbúðimar verða til afhendingar í september 1992 ALMENNAR KAUPLEIGUÍBÚÐIR: 1. Þrjár 4ra herbergja íbúðir í parhúsum við Laugatúa íbúðimar verða til afhendingar í september 1992 2. Þrjár 5 herbergja íbúðir í parhúsum við Laugatún. íbúðimar verða til afhendingar í september 1992 Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjarskrifstofunni. Umsóknarfrestur er til 15. september Nánari upplýsingar gefur bæjarritari í síma 35133 HÚSNÆÐISNEFND SAUÐÁRKRÓKS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.