Feykir


Feykir - 28.08.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 28.08.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 29/1991 IFEYKIR - JBL Óháö frettablaö á Noröurlandi vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Fljartarson, Sr. Fljálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Ný stjórn i Norræna Aðalfundur Norræna félagsins á Sauðárkróki var haldinn nýlega. Á fundinum var ný stjóm kosin og skipa hana Aðalheiður Arnórsdóttir for- maður og aðrir í stjórn eru Herdís Klausen, Þórdís Magnús- dóttir, Sigurður Karl Bjarna- son og Valgeir Kárason. Nýja stjórnin hefur fullan hug á að efla starfið og biður felaginu þá sem eru sama sinnis að hafa samband við einhvern stjórnarmanna. Þá skal þeim sem kunna að verða staddir í Danmörku 5.-8. september nk., bent á að þá dagana stendur yfir vinabæjamót í Köge og því upplagt að líta þar við. Frekari upplýsingar gefur Aðalheiður í síma 35795. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Helgu Á. Ásgrímsdóttur Efra-Ási Kristbjörg og Snorri Ásdís og Sverrir Sævar og Gréta barnabörn og barnabarnabörn t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. Ingólfs Níkódemussonar húsasmíöameistara Freyjugötu 3 Sauödrkróki Guð blessi ykkur öll Jónína Björg Ingólfsdóttir Ingi Ingimundarson. Bragi Örn Ingólfsson Þórhalla Harðardóttir. Þráinn Valur Ingólfsson Anna Pála Ingólfsdóttir. Gunnar Máfingólfsson Hallgrímur Ingólfsson Sigrún Erla Vilhjálmsdóttir. Ingólfur Geir Ingólfsson Dagný Hjaltadóttir. Jón Hallur Ingólfsson Anna María Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fegrunarverölaun Sauöárkróks: Fyrirtæki fékk viðurkenningu eftir nokkurra ára hlé Eftir nokkurra ára hlé fékk fyrirtæki viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi á Sauðár- króki. Fegrunarnefnd bæjar- ins afhenti viðurkenningar fyrir snyrtilegt útlit húsa og lóða í bænum sl. miðvikudags- kvöld. Trúlega hefur verkefni fegrunarnefndar verið ærið í sumar, þar sem veðurblíða sumarsins hefur skapað óvenju mikla grósku í görðum bæjarbúa. Fjórar viðurkenningai' vom veittar, þrjár fyrir snyrtilega garða í bænum og ein fyrir snyrtilegt umhveríi íyrirtækis. Kom það í hlut forráðamanna Rafmagnsverkstæðis KS að veita henni viðtöku. Það eru aðeins tvö ár síðan þau Gunnar Ásgeirsson og Ellen Haraldsdóttir fluttu í húseign sína að Hólatúni 13. Fengu þau viðurkenningu fyrir framtaksemi og snyrti- legan frágang lóðar á skömmum tíma. Og enn reyndist 13 ekki óhappatala, því Ingibjörg Jósafatsdóttir Ingi Þór Rúnarsson og Rúnar Björnsson, fyrstu feðgarnir sem leika saman með TindastóliMynd/Björn Jóhann Björnsson. Tap gegn Þrótti í daufum leik Ahugaleysi einkenndi leik Tindastóls þegar Þróttur kom í hcimsókn sl. föstudagskvöld. Liðið sýndi alls ekki nægan baráttuvilja og kraft og það verður að segjast eins og er að það reyndist sunnanliðinu næsta auðvelt að innbyrða stigin þrjú. Leikurinn var einn sá daufasti sem fram hefurfarið á Króknum í sumar. Færi voru mjög fá, mest var um þóf á miðjunni þar sem boltinn gekk oft andstæðinga á milli. Gestunum gekk þó mun skár að ná upp spili. Þeir skorðu fyrra mark sitt á 29. mínútu og það seinna á 55. Tindastólsmönnum tókst að skapa sér tvö-þrjú sæmileg færi í leiknum, en gestirnir fengu varla nema eitt færi fyrir utan mörkin. Meiðsli eru enn að hrjá Tindastólsliðið. Siguijón Sig- urðsson og Stefán Pétursson léku ekki með vegna meiðsla, Björn Björnsson fór út af í og Sveinn Friðvinsson Háu- hlíð 13 fengu viðurkenningu dómnefndar fyrirsnyrtilegan og skemmtilegan garð, með góðu samræmi. Þá þótti gaiður þeina Valgaiðs Bjöms- sonai' og Jakobínu Valdimars- dóttur Skagfirðingabraut 4 bjartur og snyrtilegur. Dómnefndina skipuðu þau Pálmi Sighvatsson, Freyja Jónsdóttir og Steinunn Hjaitar- dóttir. Viðurkenningar á Blönduósi: Konur þol- góðar í gróöur- aðhlynningu Viðurkenningar fyrir snyrti- legar og vel hirtar lóðir voru afhentar á Blönduósi nýlega. Að þessu sinni fengu þrír aðilar viðurkenningu. Þær stöllur Bergþóra Kristjáns- dóttir og Bjargey Kristjáns- dóttir og forráðamenn útibús Búnaðarbankans á Blönduósi. Bergþóra Kristjánsdóttir fékk viðurkenningu fyrir vel hirta og snyrtilega lóð við hús sitt við Húnabraut 7. Útibú Búnaðarbankans hefur gert stórátak í fegrun umhverfis bankans og þykir garður fyrirtækisins ákaflega fallegur Bjargey Kristjánsdóttir fékk aftur á móti viðurkenningu fyrir ræktarsemi sína við jarðarskika skammt sunnan við bæinn. Bjargey hefur í nítján ár hugsað um þennan skika á hverjum degi frá vori og fram á haust. Bjargey lætur sig ekki muna um að ganga fjóra kílómetra fram og til baka til að hlúa að gróðrinum. hálfleik og Bjöm Sigtryggsson fékk lungnabólgu fyrir stuttu og verður varla meira með í sumar. Björn Sverrisson kom inn í hópinn að nýju og kom inná í hálfleik fyrir Björn B. Gamli refurinn Rúnar Björnsson kom einnig inn á undir lokin og frískaði nokkuð upp á leikinn. Innkoma hans var einnig tíðindi að því leyti að þetta var í fyrsta skipti sem feðgar leika í liði Tindastóls, en Ingi Þór lék allan leikinn. Næsti leikur Tindastóls verður gegn Haukum syðra nk. laugardag. Þessi lið eru bæði fallin í þriðju deild.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.