Feykir


Feykir - 28.08.1991, Blaðsíða 4

Feykir - 28.08.1991, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 29/1991 Sex hestakonur biðu forsetans við afleggjarann til Hofsóss og fóru á undan forsetabílnum í fánahillingu inn í þorpið. Vigdís fór suöur Forseti virðir héraðið fyrir sér frá Arnarstapa ásamt Brodda Björnssyni oddvita Akrahrepps, Þorsteini Asgrímssyni, Sigurði Haraldssyni oddvita Seyluhrepps og Halldóri Jónssyni sýslumanni. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir sagði við brottförina frá Sauðárkróki á áttunda tímanum á sunnu- dagskvöld að hún færi suður á Bessastaði rík endurminninga frá þessum ánægjulegu dögum í Skagafirði. Forsetinn lofaði móttökur Skagafirðinga og vinarþel í sinn garð. Frú Vigdís heimsótti alla hreppa Skagafjarðar og var leyst út með gjöfum á hverjum stað. Ibúar héraðsins létu sig ekki vanta að taka á móti forsetanum, hvarvetna var fjölmenni og Vigdís lagði sig í líma að tala við alla. Það reyndist henni hinsvegar erfitt í síðustu móttökunni, er fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki síðdegis á sunnu- dag. Að henni stóðu Skarðs- og Rípurhreppur auk Sauð- árkróks. Um 600 manns mættu í íþróttahúsið og gekkst forsetinn fyrir fjölda- söng í lokin. Það væri synd að segja að móttökumar með forsetanum væru þurrar ogformlegar, og átti frjálslegt og glaðlegt fa_s Vigdísar þar mikinn þátt. Á Hofsósi t.d. kallaði hún upp bílstjóra þann sem ók henni til Siglufjarðar vorið 1981, en þá var hún á ferðalagi um Norðurland fýrir kosningamai'. Og bílstjórinn var þarna staddur, enginn annar en Gunnar Baldvinsson. Stóðu þau Gunnar og Vigdís hlið við hlið meðan bráðefnilegur píanóleikari frá Víðilundi lék, og á eftir áttu þau skemmtilegt spjall er vakti glaðværð í salnum. Vigdís var alls staðar leyst út með gjöfum. Frá íbúum Lýtingsstaðahrepps fékk hún hnakkgjörð bmgðna úr hross- hári eftir Margréti Ingvars- dóttur á Mælifellsá. Ibúar Seylu-, Akra- og Staðar- hrepps gáfu forsetanum stóran skjöld úr eldtraustu keramiki gerðan af Sigríði Önnu Hróðmarsdóttur. Fljóta- menn gáfu Vigdísi keramik- krús skreytta með áletraðri silfurplötu og í krúsinni var barnamold (kísilmold), en hún finnst á Tungudal og er það eini staðurinn á stóru svæði sem þessi tegund moldar finnst. Þá var Vigdísi einnig gefin skrautgerð mynda- bók með myndum úr hreppnum. Frá íbúum Hofshrepps fékk hún tvær drápur eftir þá Axel Þorsteinsson í Litlu- Brekku og Kristján Árnason á Skálá. Frá Hóla- og Viðvíkurhreppi handprjónaðan dúk eftir Margréti Haralds- dóttur á Sleitustöðum. Skefl- ungar gáfu Vigdísi æðar- dúnssæng með dún frá Vigdís spjallar við fólkið, hér í félagsheimilinu Árgarði í Lýtingsstaðahreppi. í Miðgarði varljölmenni mætt til að taka á móti forsetanum. rík endurminninga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.