Feykir - 28.08.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 29/1991
Haqyrðingaþáttur nr. 102 |
Heilir og sælir lesendur
góðir. Skylt er í upphafi
þessa þáttar að leiðrétta þau
mistök sem urðu í þeim
síðasta, er ég taldi vísuna,
Harðnar reið á Rangárvöllum,
vera eftir Svein Jóhannsson.
Hafði ég þær upplýsingar frá
manni í Skagafirði, og hefur
sá víst ekki verið einn um þá
trú að vísan væri eftir Svein.
Nú hef ég fengið þær
upplýsingar að víst er að
vísan sé eftir Jón Guðmunds-
son frá Eiríksstöðum og
þakka ég fyrir þá leiðréttingu.
Nokkuð hefur gengið á nú í
sumar í stjórn landsmála og
ýmsar uppákomur orðið á
stjórnarheimilinu. Ekki skal
um það dæmt hér hvort
boðskapurinn í næstu vísu
hafi við rök að styðjast, en
heyrst hefur að Ómar
Ragnarsson sé höfundur
hennar.
Davíð var kraítmikill konungur
júða,
krýndur til visku og dáða.
En nafni hans Oddson er
leiksoppur lúða,
sem lofa honum engu að
ráða.
Margir kannast við frísk-
lega tilburði Eyjólfs Konráðs
Jonssonar, sem nu er
fonnaður utanrikismálanefndar
Alþingis, þegar hann stígur í
íæðustól. Sighvatur Björgvins-
son er grunaður um að lýsa
för Eykons í ræðustól á
eftirfarandi hátt.
Eyjólfur titrandi tíðindin
boðaði,
tinandi augunum þing-
heiminn skoðaði.
Sérstöðu lýsti í samninga-
málunum,
súpandi hveljurnar allur á
nálunum.
Eins og margir vita, hafa
um talsverðan tíma verið
talsverðar væringar með
Eggert Haukdal á Bergþórs-
hvoli og séra Páli. Þegar
Eggert hafnaði sl. vetur í 3.
sæti á framboðslista þeirra
sjálfstæðismanna, að sumir
töldu fyrir tilstilli Árna
Johnsen, orti Pálmi Eyjólfs-
son þessa vísu.
Frést hefur að fylgið þverri
og framavegur háll.
Nú er Árni orðinn verri
en hann séra Páll.
Séra Ingólfur Guðmunds-
son var eitt sinn prestur á
Húsavík, siðavandur rnjög.
Hann reyndi að reka í
hjónaband nokkur pör sem
bjuggu saman ógift og áttu
börn. Taldi hann þau öll
hórgetin. Þegar Egill Jónas-
son frétti af þessu tiltæki
prests orti hann svo.
Prestarnir reyna að malda í
mó
þó mjög séu kenningar
loðnar.
Menn gifta sig ekki, en
gamna sér þó
og guð snýr sér undan og
roðnar.
Einhvern tíma á efri árum
Egils Jónassonar var sú
ákvörðun tekin á heimilinu
að fá Jón Kristinn Hafstein
tannlæknir til að smíða í
hann tennur. Um það tiltæki
orti Egill svo.
Mér finnst það vera algjört
axarskaft
og undra heimska vera með í
ráðum
að setja fimmtánþúsund
króna kjaft
í karlaumingja sem að þagnar
bráðum.
En við nánari athugun
kom í ljós að tiltækið gæti
komið að gagni.
Ef nú fæðast orðin merk,
óráðs lýkur stagli.
Kristinn gerir kraftaverk
í kjaftinum á Agli.
Þegar stíflan var sprengd
forðum daga úr Laxá í
Þingeyjarsýslu orti Egill svo.
Engin leið að öðlast frið
elfan freyðir gegnum hlið.
Þeir eru reiðir vestan við
Vaðlaheiðar járntjaldið.
Á sykurskömmtunar ámnum
lagðist Egill eitt sinn inn á
Landakotsspítala til rann-
sóknar. Kom þá í ljós við
þvagskoðun að hann var með
snert af sykursýki. Tók hann
þessu rólega, sofnaði á sama
tíma og hann var vanur en
vaknaði aftur við að ein
nunnan var að hagræða teppi
ofan á honum.
Nú er ég loksins sagður vera
sætur,
svo að fljóðin gimast á mér
kroppinn.
Andvara ég á mér hefi um
nætur,
er að verða hræddur um
sykurtoppinn.
Að lokum þessi snjalla vísa
Egils sem gerð er þegar hann
sá út um glugga á sjúkrahúsi
að hjúkrunarkonur voru að
ýta bíl læknisins í gegn um
snjóskafl.
Lækni tel ég lingerðan
og leiðan konum.
Þær verða ýta undir hann
og eftir honum.
Oft þegar eldri menn líta
til baka, finnst þeim að
eftirtekjan af sínu erfiði sé
harla lítil Lárns Salomns-
son yrkir svo.
Lífs frá engi lúinn geng,
létt er gengi vegið.
Hef því engan heyjafeng
haft en lengi slegið.
Önnur vísa kemur hér í
svipuðum dúr og mun hún
vera eftir Ágúst Vigfússon.
Senn er lokið langi'i göngu,
lítinn hlaut ég skammt.
Þetta skiptir annars öngvu,
allir kveðja jafnt.
Það fer vel á að ljúka
þættinum með fallegri vísu
eftir Magnús Jóhannsson.
Vini geymi gæfan snjöll,
gleðin sveimi í hjarta,
svo að dreymi ykkur öll
unaðsheima bjarta.
Veriði þar með sæl að
sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum
s: 95-27154
gi
. m
<°
E <
CC
<
<
cn
9
LU
cn gj
cn 2
O
<
h-
cn
Q‘g
o: £
LLI <
> ^
Q O
2 O
o§
Q cc
dc m
LLI LLI
> LL
CC —
3 Q
O <
Z —I
< CQ
2«
CC 2
LL —
< CC
O 3
< i-
* Œ
__CQ 2
< DC z
O 3 0
< Q CC
LU FÍ ^
u_w 2
cn > 3
P oc =d
5 < ty
<
cc
J±l z -j
>=o o
Q * H-
O-.0C
í 2 <
CQ O _J
‘< 05 <
CC
VÖRUTEGUND Matvör DAQSE 6.2 KR ubú&in TNINO: 14.8 KR. Skagfirö DAGSE 6.2 KR. ingabúb TMNQ: 14.8 KR. K.S. K DAGSE 7.2 KR. etilási TNING: 14.8 KR. Versl. Ti DAG3E 6.2 KR. ndastóll TNING: 14.8 KR. K.S. H DAGSE 7.2. KR. ofsósi TNING: 14.8 KR. K.S. Va DAGSE 7.2. KR. rmahlíft TNING: 14.8 KR.
Hveiti, Kornax venjulegt, 2 kg. 104 69 104 104 101 106 129 87 104 104 104
Strásykur, 12 kg. pakkningu. 146 169 134 136 157 155 167 149 134 134 142 155
Púöursykur, Daisukker brun 112 kg. 79 87 68 74 83 78 89 79 77 78 82 77
Haframjöl, Ota solgryn 950 gr. 198 223 168 178 197 201 198 215 201 212 201 212
Hrlsgrjón River rice 454 gr. 84 75 68 65 98 73 79 79 82 78 82 78
Uncle Ben's rice 454 gr. 87 80 82 86 84
Spaghetti Honig 250 gr. 72 72 65 60 66 64 70 67 55 88
Spaghetti Barilla 500 gr. pk. 64 70 90 89 69 69
Rasp.Paxo gdden bread cmrnbs 142 71 74 61 63 77 77 62 62 77 77 76 76
Hrökkbrauð Weber Sesam 200 gr.
Tekex Jacobs 200 gr. 64 51 66 58 64 83 88
Ritz saltkex rauður pk. 200gr. 99 109 91 91 117 117 98 112 117 117 120 120
Frón kremkex m/ljósu kremi 250 gr. 106 124 99 99 127 127 101 119 108 127 98 128
Kelloggs corn flakes pakki 500 gr. 271 263 233 220 293 301 269 299 259 282
Coco puffs 340 gr. 237 242 192 202 246 219 219 247 246 245 262
Cheerios 425 gr. 244 249 194 208 253 253 165 253 253 253 270
Lambalærissneiðar úr miðlaari 1. v.l 1kg. 950 995 974 984 914 974 993
Lambahryggir heilir 1. verðfl. 1 kg. 685 697 693 700 686 700 717 731 686 700 686 700
Lambalæri heilt 1. veröfl. 1 kg. 744 753 738 745 745 795 745 731 745
Svlnakótilettur 1 kg. 1162 1155 1255 1130 990 1314 1373 1373
Kjúklingur 1 kg. 634 595 690 590 444 562 535 575 495 562 574 562
Nautahakk 1 kg. 715 725 719 719 717 822 716 750 717 822 717 822
Nautagúllas UNI 1 kg. 1201 1201
Kjötfars nýtt 1 kg. 381 398 374 393 381 381 396 415 396 415
Pizza - Borgames 465 485 448 205 455 455
Ýsuflðk með roði, án þunnilda, ný, 1
Lausfryst ýsuflök 1 kg. 486 486 486 448 486 486 486 486 486 486 478 448
Rækjur Ðalvlk 500 gr.
Svali appelslnubragð 1/4 Itr. 38 38 35 33 35 34 34 35 35 35 35 35
Matvörubúðin Skagf. búð Ketilás Tindastóll Hofsós Varmahlíð
SAMA VERÐ 14.8 3skipti 7 skipti 7 skipti 7 skipti 8 skipti 4 skipti
LÆGRA VERÐ 14.8 5 skipti 6 skipti 3 skipti 3 skipti 2 skipti 5 skipti
HÆRRA VERÐ 14.8 16skipti 11 skipti 5 skipti 8 skipti 8 skipti 12 skipti
AÐEINS BORIÐ SAMAN PEGAR VARAN FÆST BÁÐA DAGANA