Feykir


Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Stórhagnaður hjá Fiskiðjunni/Skagfirðingi Hagnaður Fiskiðjunnar/Skag- firðings nam 45,7 milljónum fyrstu átta mánuði árins og er það betri útkoma en á sama tíma í fyrra, en þá var hagnaðurinn 33 milljónir. Rekstrarbatinn hefur aukist þrátt fyrir að fjármagns- kostnaður hafi fimmfaldast milli ára, úr 13,6 milljónum í 68,3. Vegur þar þyngst hækkun raunvaxta innanlands auk gengisbreytinga. Skuldir og veltufjármunir hafa lækkað um 100 milljónir eða um 11% úr 908 í 808 milljónir. Umsvif fymtækjanna tveggja hafa aukist mikið frá síðasta ári. I fiskvinnslunni hefur rekstur frystihússins á Hofsósi bæst við og kvóti til útgerðar og vinnslu var stóraukinn á síðasta ári. Umsvifin sjást best á því að um miðjan síðasta mánuð haíði jafnmikið magn farið í gegnum vinnsl- una og allt síðasta ár, rúmlega 6000 tonn. Aætlanir gera ráð fyrir 8300 tonna vinnslu allt þetta ár og virðast þær ætla að standast. Rekstrartekjur milli ára hafa aukist um 61% og nema 905 milljónum eftir fyrstu átta mánuðina. Rekstrar- gjöld hafa aftur á móti hækkað einu prósenti meira og eru 708,5 millj. Rekstrar- hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaðar hefur hækkað um 56% og er það að sjálfsögðu lykillinn að góðri útkomu þessa árs. Afskriftir hafa hækkað um 39% og eigið fé um 15% Ekki er að finna í yfirlitinu sundurliðun á útkomu út- gerðar og fiskvinnslu. Að sögn Ingimars Jónssonar fjármálastjóra fyrirtækjanna hefúr íjármunamyndun oiðið mikil í útgerðinni á þessu ári og er útkoman mun betri en í fyrra. Batinn numið 25 milljónum króna en aukinn fjármagnskostnaður nánast étið hann upp. Þrátt fyrir siglingar togara hefur ekki fallið niður vinna einn einasta dag í frystihúsum Fiskiðjunnar. 1 Enginn ylur við Hofsós Ekkert kom út úr borunum eftir heitu vatni sem gerðar voru í grennd við Hofsós í síðustu viku. Ráðgert hafði verið að bora 10 tilraunaholur, en þegar sex holur höfðu verið boraðar víðsvegar í nágrenni Hofsóss, og þær allar gefið neikvæða niðurstöður, fannst mönnum fullreynt. Holurnar sex voru boraðar fimmtíu metra niður og staðsetning þeirra var: við Reykjarhól í Grafarlandi, gegnt Nýlendi í Deildardal, Sandfell í Unadal og við Hof, Mýrarkot og Bæ. Ekki var talin ástæða til að bora við bakka Höfðavatns þar sem vatnið hefur brætt af sér ís. Verður hitastig á botni vatnsins væntanlega mælt í vetur, en að áliti vísinda- manna gæti hér verið um kaldavermsl undan fjallinu að ræða. Boranirnar við Hofsós voru framkvæmdar af jarð- bor Ræktunarsambands Flóa og Skeiða. Niðurstaðan er Hofshreppingum vitaskuld vonbrigði, þó svo Jón Guðmundsson sveitarstjóri léti lítið á því bera í samtali við Feyki. Fyrsta aflvél Blöndu ræst Rúmlega 200 metrum undir yfirborði jarðar var samkoma sl. laugardag. Þar söng karlakórinn Fóstbræður svo undir tók í berghvelfingunni og þar studdi Jóhannes Norðdal stjómarformaður Lands- virkjunar á hnapp og gangsetti fyrstu aflvél Blönduvirkjunar. „Þessi dagurer uppskeruhátíð okkar sem höfum unnið að framkvæmdum. Nú sér fyrir endann á samfelldu starfi, sem hófst 1983 þegar undirbúnings- framkvæmdir hófust”, sagði Sveinn Þorgrímsson staðar- verkfræðingur”, í samtali við Feyki. Margt gesta var saman- komið í stöðvarhúsi virkjunar- innar m.a. stjórnarmenn Landsvirkjunar, væntanlegir starfsmenn, ýmsir framámenn í héraði og þeir sem unnið hafa að framkvæmdum. Afl fyrstu vélar Blöndu- virkjunar er 50 mw. I desember verður önnur vél virkjunarinnar gangsett og sú þriðja í mars. Alls verður uppsett afl virkjunarinnar 150 mw, sem er jafnt og orka Sigöldu en fjórðungi minna en Búrfellsstöðvar og Hraun- eyjarfossvirkjunar. Virkjunin getur framleitt 610 gígavatt- stundir miðað við núverandi lónstærð. Jóhannes Nordal stjórnar- formaður Landsvírkjunar gang- setur fyrstu vélBlönduvirkjunar. Jóhannes Nordal sagði í ræðu sinni að Blönduvirkun markaði tímamót í virkjunar- sögu landsins. Hún væri fyrsta virkjunin utan eld- virkra svæða og aldrei hefðu jafnmikil jarðgöng verið gerð vegna virkjunarframkvæmda hér á landi. Reynslan af þessari jarðgangagerð hefði síðan orðið til þess að auka áhuga manna á gerð jarð- ganga vegna vegafram- kvæmda. MÓ. Margt gesta var samankomið vð athöfnina. A myndinni má m.a. þekkja Erlend Fysteinsson oddvita á Stóru-Giljá og konu hans Helgu Búadóttur, Guðmann Tóbíasson útibússtjóra i Varmahlíð og Dúdda hestamann á Skörðugili. Mánavararhúsið selt þrem aðilum Landsbanki íslands seldi nýlega húsnæði það sem bankinn keypti úr þrotabúi skipasmíðastöðvarínnar Mána- varar, iðnaðarhúsnæði, sem ætíð hefur gengið undir nafninu Mjölskemman. Finn aðili á Blönduósi og tveir á Skagaströnd keyptu skemmuna sem er um 700 fermetrar með geymslulofti. Hjörleifur Júlíusson bygg- ingameistari á Blönduósi keypti stærsta hlutann, 56%, Kári Lárusson sem rekur dráttarbrautina á Skagströnd 25% og Slysavarnardeildin á Skagaströnd 18%. Fyrirspum kom frá Höfða- hreppi um hugsanleg kaup á lóð hússins, en hliðargarðar dráttarbrautarinnar, sem er í eigu hreppsins, standa inni á lóðinni. Að sögn Gunnlaugs Sigmarssonar hjá Landsbank- anum var hún of seint á ferðinni þar sem samkomu- lag hafði þá verið gert við kaupendur um sölu eignar- innar. HCTen?i!! NjDI— Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði Aðalgötu 26 Sauðárkróki RÉTTINGAR • SPRAUTUN ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA « J\KY bíbtfbhdi r *' 1 S*U0»<UÍO»l -- 017* SÆMUNDARGOTU - SfMI 35141 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519* BlLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.