Feykir


Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 5
35/1991 FEYKIR 5 Hugleiðingar um Hólastað Á meðan á Hólum í Hjaltadal var biskupssetur, var þar miðstöð allra kirkju- mála á Norðurlandi. Þar var prestum kennt og þeir vígðir til embætta sinna. Mikla peningastrauma lagði þaðan um allt stiftið. Hólastaður var stórauðugur af góðum kirkjugripum og átti fjölda jarða í Skagafirði og víðar. Nú er öldin önnur, en þó skipa Hólar sérstakan sess meðal norðlenskra kirkna. Endurreisn staðarins er langtíma verkefni sem norð- lenskir prestar og fjöldi fólks brennur af áhuga fyrir, og kirkjuyfirvöld hafa unnið að árum saman og þokað ýmsu áleiðis. Einnighefurásíðustu árum verið byggt við og lagfært heimili kirkjunnar á Löngumýri þar sem mikil starfsemi er í hennar þágu árið um kring. Þáttur í því að auka veg og virðingu Hóla var að flytja aðsetur vígslubiskups Norður- lands þangað heim. Fyrir nokkrum árum settust þar að fyrsti biskupinn sr. Sigurður Guðmundsson og kona hans frú Aðalbjörg Halldórsdóttir. Hann hafði alla sína starfs- ævi verið prestur á Grenjaðar- stað í Þingeyjarsýslu. Á þessum árum hafa miklar endurbætur verið gerðar á Hólakirkju utan sem innan. Hin gamla altaristafla var send á Þjóðminjasafnið til viðgerðar og er nú komin aftur. Nokkrir gamlir kirkjumunir frá Hólum, sem varðveittir voru á safninu, eru komnir heim aftur. Nýtt orgel var smíðað í kirkjuna, vandað og fagurt. Þessar framkvæmdir eru auðvitað yfirstjórn íslenskra kirkjmála að þakka, en þó á sr. Sigurður þar góðan hlut að máli. Með dvöl hans á Hólum finnst Skagfirðingum hann hafa fært sönnur á það að vígslubiskupssetur á Noiður- landi eigi að vera á hinum forna biskupsstóli. Sl. vor lét sr. Sigurður af embætti fyrir aldurs sakir. Um það bil sem nýr biskup tók við embættinu, heyrði ég þau orð falla, að héðan í frá yrði höfuðvígi norðlenskra kirkjumála á Hólum. Mér brá dálítið ónotalega, því í mínum huga hefur svo verið frá því að þetta háa embætti var flutt þangað, og svo mun verða um ókomna tíð. Nýr biskup, sr. Bolli Gústavsson, flutti í Hóla er hann tók við embættinu. Hann varprestur á Laufási í Þingeyjarsýslu. Það gleður mitt gamla þingeyska hjarta að báðir þessi biskupar skuli koma frá sögufrægum kirkjustöðum á mínum heimaslóðum, en ég furða mig ekkert á því. Skagfirsk kona sem nú er löngu látin, Aldís Sveinsdóttir, sagði að það væri trú á því hér, að þeir sem dvelja á Hólum byndust staðnum sterkum böndum. Þeir eign- ast staðinn og staðurinn eignast þá. Ég býð sr. Bolla og frú Matthildi velkomin í Skaga- íjörð til að starfa fyrir kirkjuna og til ánægjulegra samvista við þá sem hér búa. 12. september 1991 Helga Kristjánsdóttir frá Silfrastöðum. Sigurvin Gústa guðsmanns gerður að safngrip Fyrir þá sem þekktu til á Siglufirði hér áður fyrr, fer ekki hjá því að þeir minnist Gústa guðsmanns, og Gylfi Ægisson hefur hresst enn frekar upp á þá minningu með stórgóðu lagi. Nú hefur Sigurvin, báturinn sem Gústi gerði út í samvinnu við almættið verið tekinn til viðgerðar. Ætlunin er þó ekki að afla haffærnisskírteinis heldur að gera bátinn klárann sem safngrip. Frá þessu segir í Hellunni, bæjarblaðinu á Siglufirði. Feðgarnir Njörður Jóhanns- son og Jóhann Sigurðsson annast viðgerðina og hefur fleytan verið flutt í gömlu Húseiningaverksmiðjuna. Sigur- vin tilheyrir minjasafninu en Siglfirðingur hf hefur tekið hann í fóstur um skeið og greiðir allan kostnað við verkið. Talið er að Sigurvin sé í góðum höndum hagleiks- mannanna Njarðar og Jóa. Njörður gjörþekkir bátinn eftir að hafa smíðað lítið módel af honum fyrir nokkrum árum. Og Jói var Gústa oft innan handar með bátsvélina. Smíða þarf efstu borð og öldustokk öðru megin, kjöl að hluta o.m.fL. Upprunaleg vél bátsins er glötuð en önnur samskonar fannst eftir krókaleiðum vestur á Hvammstanga og hefur hún verið flutt að bátshlið. Við bjóðum til snyrtivöraveislu N.k. föstudag 11. okt. opnum viö glœsilega snyrtivöruverslun meö fjölda nýrra merkja . Líttu viö ö föstudaginn kl. 14-18 ...þú muntekkisjö eftirþví! Vertu velkominn SKAGFIRÐINGABÚÐ Snyrtivörur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.