Feykir


Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 2

Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 35/1991 Barlómur og vetrarkvíði ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAOUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki ■ SÍMI: 95-35757 95- 36703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Stefán Árnason ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson A-Hún., ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: Hólmfríður Guðmundsdóttir ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 100 krónur hvert tölublað; í lausasölu 100 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ■ Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Auglýsing í jafn víðlesnu blaði borgar sig Enn einu sinni blasir við sú blákalda staðreynd að vetur er að ganga í garð og þær samkundur sem honum tilheyra hafa byrjað starfsemi sína, svo sem skólar og Alþingi Islendinga. Það kannast sjálfsagt flestir við tilfinningar eftirsjár að liðnu sumri og kannski svolitlum kvíða í maganum fyrir vetrinum. Það er nú einu sinni svo að sumarið er stutt hjá okkur Islendingum. En þegar haustar er gott að ylja sér við endurminningar liðins sumars, sem að þessu sinni var með því betra sem komið hefur lengi, og minnast þess um leið að aftur kemur vor að liðnum vetri. En hvað sem þessu líður hefur haustið trúlega verið erfiðara mörgum en flest önnur. Sérstakar ástæður eru til þess. Þar er um að kenna barlómi he^ranna á stjórnarheimilinu: að allt sé að fara á hausinn, landið að sökkva í skuldum, velferðarkerfið nánast óverjanlegt, og launafólk verði bara að sætta sig við að ekkert sé um að semja í næstu kjarasamningum. Það verði eiginlega að gera sér að góðu að vinna á sama þjóðarsáttarkaupinu næstu árin, þrátt fyrir stöðugar kostnaðarhækkanir, sem það opinbera virðist ganga á undan meðeinsog fyrri daginn. En er þessi sálusöngur í takt við það sem er að gerast í landinu. Þeir sem hafa fylgst með fréttum af uppgjörum fyrirtækja af rekstri eftir sex og átta mánuði þessa árs ættu kannski að geta dæmt um það. Það nefnilega virðist vera þannig að þrátt fyrir hækkun raunvaxta í landinu gangi ágætlega að reka fyrirtækin. Mörg stærstu fyrirtæki landsins virðast standa ágætlega í dag, miðað við afkomu þessa árs. Og í grundvallaratvinnugreininni, ilskvinnslunni, virðast hlutirnir ganga upp. Nægir þar að nefna mjög góða útkomu Fiskiðjunnar/ Skagfirðings, stórkostlegan rekstrarbata frá síðasta ári, þrátt fyrir að það ár hafi einnig verið gott í rekstri. Það er deginum ljósara að mjög varasamt er að taka orð stjórnarherranna sem einhvern stóra sannleik. Og ef fólk skoðar söguna, þá virðist þaðvera þannigað nýjar stjórnir máli gjarnan skrattann á vegginn til að sverta störf fyrri stjórnar, og slá með því tvær flugur í einu höggi þegar kjarasamningar eru lausir. Það er því engin ástæða til að láta vetrarkvíðann ná algjörum tökum, heldur hefja vorhuginn úr dróma svartnættisins. ÞÁ. Stefnt að stofnun farskóla í kjördæminu Tveir góðir í Laufskálarétt: Ingimar Ingimarsson og Friðrik Pálmason frá Svaðastöðum. Gestir smala til Laufskálaréttar Farskóli er í undirbúningi í Norðurlandi vestra. Yrði liann nokkurs konar útibú frá fjölbrautaskólanum og byði upp á námskeið sem flokka mætti hvort heldur sem almenna menntun eða starfs- menntun og þjónaði bæði almenningi og fyrirtækjum. Einnig er i ráði að bjóða upp á fræðslu sem hefur að mark- miði að byggja upp og treysta sjálfsímynd þátttakenda. Fyrst minnst er á farskóla gætu margir ímyndað sér að hér sé um afturför að ræða, og hafa þá í huga þegar farkennarar voru í sveitum og skólinn fluttist bæ frá bæ. En svo er ekki, nafnið er tilkomið vegna þess að skólanum er ætlað að starfa vítt og breytt um kjördæmið og er vænst mikils af samstarfi við verkalýðsfélög, atvinnurekendur og Fræðslu- miðstöð iðnaðarins. Reyndar er það ekkert nýtt að fjölbrautaskólinn bjóði upp á námskeið út um kjördæmið í ýmsum fögum. „Við erum að færa út kvíarnar og víkka samstarfs- gi-undvöllinn. Eg er bjartsýnn á að af stofnun skólans verði og skólastarfið hefjist jafnvel á næstu vorönn”, segir Jón F. Hjartarson skólameistari. Á fundi á Sauðárkróki í síðustu viku var ákeðið að vinna að skipulagsskrá fyrir skólann og leggja hana fyrir alla sem koma til með að verða stofnaðilar áður en næsta skref yrði stigið. Fundinn sátu væntanlegir stofnaðilar: fulltrúar héraðs- nefnda í Skagafirði og Húnavatnssýslum, Sigluíjarðajy, kaupstaðar, Menningar- og fræðslusambands alþýðu, auk iðnráðgjafa og fulltrúa fjöl- brautaskólans. „Það var greinilegur munur á hvað var færra fólk núna en í fyrra. Veðrið dró úr þó við slyppum furðanlega og þetta gekk ágætlega bæði göngur og réttarstarf', sagði Jón Garðars- son réttarstjóri í Laufskálarétt, en þar voru réttuð um 700 stóðhross sl. laugardag. Jón og nokkrir aðilar í sveitinni tóku sig saman og gáfu gestum kost á að fara í göngur. Þrátt fyrir hríðar- veður um moguninn mættu 15 manns, en margir höfðu afboðað komu sína daginn áður vegna slærns veðurútlits. „Fólk var mjög ánægt með þetta og það verður alveg klárlega haldið áfram. Það er greinilegt að marga fýsir í göngur”, sagði Jón. Það er ekkert nýtt að illa viðri þegar réttað er á Laufskálum. Einungisþrisvará síðustu 10 árum hefurviðrað vel og sagði Jón í umræðunni að færa göngurnar fram. Það mundi þá líklega gerast með því að fjölgað yrði í afréttinni þannig að beitardagar héldust jafnmargir. Á móti kænti að heimahagar yrðu betur búnir að taka við lengingu haust- beitar. Línubátur á Skagaströnd byrjar vertíðina vel: Rúm fimm tonn í tveim róðrum Einn bátur er byrjaður línuveiðar frá Skagaströnd og hefur fiskað mjög vel í þeini tveim róðrum sem hann hefur komist á sjó, fékk tæp þrjú tonn í fyrri sjóferð og tvö og hálft í seinni. Þessi byrjun gefur vissulega ástæðu til bjartsýni á haustvertíðina. Það' er burtfluttur Skag- strendingur, Sigurður Pálma- son, sem kom norður á sex tonna bát sínunt og leggur upp hjá HólanesL Sveinbjarnar- grunn vestur af Skagaströnd hefur reynst honum vel, en það mun vera skammt frá Hióllspolli svokölluðum, góðum miðum sem Hrólfur Jakops- son frá Illugastöðum fann á sínum tíma.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.