Feykir


Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 6

Feykir - 09.10.1991, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 35/1991 hagyrðingaþáttur 105 Heilir og sælir lesendur góðir. Einhverjum kann að finnast að bera í bakkafullan lækinn að minnast hér enn á vísuna, Alla þá sem eymdir þjá. Eins og fram kom í síðasta þætti hafði ég fengið þær upplýsingar að umrædd vísa væri eftir Freystein Gunnarsson. I 92. þættinum hafði ég ástæðu til að telja vísuna eftir séra Helga Konráðsson og síðustu upp- lýsingar eru að Hálfdán Kristjánsson muni vera höfund- urinn. Fer það eins og stundum áður að erfitt er að átta sig á því rétta, þegar svo skiptar skoðanir eru um höfundinn. Þá er til þess að taka að nokkuð hefur borið á ýmsum upphlaupum í fjölmiðlum vegna umdeildra ákvarðana núverandi ráðherra. Ber þar meðal annarra talsvert á Sighvati heilbrigðisráðherra, sem telur sig heldur vilja draga úr sívaxandi launa- kostnaði en þjónustu við sjúklinga. Hvort þau mál fara á svipaðan veg og árið I96l skal ósagt látið. en þá gerðu læknafélög víða urn land miklar kröfur um launahækkun og hótuðu að leggja niður störf ef ekki yrði gengið til samninga við þá. Ríkisstjórnin gaf þá út bráðabirgðalög sem skylduðu læknana til að vinna til næstu áramóta. Um það var eftirfarandi vísa ort og hef ég heyrt hana eignaða Rósberg G. Snædal. Víst má ríkisstjórnin státa af stjórnarbótum fátíðum. Okkur skulu læknar láta lifa fram að hátíðum. Þegar Sjálfstæðisllokkurinn skipti um formann sinn á árinu var ekki frítt við að ýmsir dreifbýlismenn yrðu áhyggjufullir um sína tilveru eins og eftirfarandi vísa ber með sér. Sveitamanna frómir flokkar falla brátt úr kröm og sorg. Senn er kalda eyjan okkar orðin samfelld Davíðsborg. Einhvern tíma hef ég heyrt að eftirfarandi vísa hafi verið ort um íbúa Laxárdals í Dalasýslu. Laxdælingar lifa flott, leika sér á kvöldin. Þeim að sofa þykir gott þegar vaknar fjöldinn. Trúlegt finnst mér að nokkuð margir geti tekið undir með honum sem ort hefur næstu vísu. Þótt mig dísir vari við og vandi kveðjur sínar. sækja á hin svörtu ntið sumar hvatir mínar. Steinn Steinsen var eins og margir vita eitt sinn bæjar- stjóri á Akureyri. Eitt sinn kom til hans kona og vildi ræða við hann um húsnæðis- vandræði sín. Bar hún sig mjög illa og féll að lokum saman í grát sem endaði með yfirliði. Um þennan atburð orti Jón Sigurðsson sem þá stjórnaði starfi götuhreins- unarmanna. Framan í hann fyrst hún grét, en fann aðþað varei til neins. Yfir sig þá líða lét, linaðist við það hjarta Steins. Sigurður E. Hlíðar alþingis- maður átti eitt sinn tal við Jón um störf þingmanna og sagði að þeir væru nú alltaf að vinna vel fyrir kjósendur. Þá kom þessi vísa hjá Jóni. Varla efast þarf um það að þeir fyrir okkur vinni, fyrst þó skari eldinn að eigin köku sinni. Það hafa áður birst hér í þættinum vísur eftir Magnús frá Skógi. Eitt sinn kom Magnús til kunningja síns á Akurevri sem hét Arni. Svo stóðá að inflúensa herjaði þá á fjölskyldu Árna og sagði hann því við gestinn, að þar sem konan sín væri veik gæti hann því ntiður ekki boðið honum upp á neitt almenni- legt. Að fengnum þessum upplýsingum orti Magnús. Þegar lasin eitthvað er eiginkonan góða. Árni hefur ekki mér upp á neitt að bjóða. Maður nokkur var eitt sinn spurður að því hvort honum þætti ekki leiðinlegt að kona sem hann hefði verið í kunningsskap við bæri honurn illa söguna. Kvaðst hann ekki láta slíkt hafa nein teljandi áhrif á sig og gaf eftirfarandi skýringu á still- ingu sinni. Meðan hvergi finn ég frið fyrir skammakvaki, fer ég ekki að amast við einni lús á baki. Þetta finnst undirrituðum laglega sagt, og svo ereinnig um næstu vísu sem því miður verður að birta höfundar- lausa. I niðamyrkri næturinnar næ ég oftast Ijóssins til, en í sorta sálu þinnar sé ég ekki handa skil. Næst er þess að geta að vísan Ekki er víst að verði ber, sem birtist í 103. þættinum, er mér sögð vera eftir Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni. Þá tel ég nokkuð vel ráðið að enda þáttinn með fallegri vísu eftir Hallgrím Jónasson kennara og er hann þar trúlega að tala við félaga sína úr einhverri fjallaferðinni. Létum harma llesta flýja, fyllti barma gleðin heið. Ykkar varma vinarhlýja varpar bjarma á mína leið. Verið þið sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi s: 95-27154 Hljómsveitin Lexía í dag: Marinó Björnsson, Björn Trausta- son, Elínborg Sigurgeirsdóttir, Jón Sverrisson og Skúli Einarsson. Þjóðháttabók f rá Guðmundi á Egilsá Lexía hefur sautjánda starfsárið Lexía hefur nú hafið sitt sautjánda starfsár. Hljómsveitin hefur átt vinsældum að fagna gegnum árin. Starfsárið byijaði með að nýr meðlimur gekk til liðs við sveitina og er hún þar með betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreyttara efnisval, en þar er leitast við að þjóna bæði ungum sem öldnum. Hinn umræddi tónlistar- maður er Björn Traustason gítar- og saxafónleikari. Hljómsvetin er að meðlim- anna sögn fær í flestan sjó hvað varðar ófærð vond veður og þess háttar, því þeir hafa yfir að ráða miklum fjallabíl af Econoline-gerð. Er það stórbylting frá því áður var þegar notast var við eindrifsbíla sem dugðu skammt þegar illa viðraði. Nefndu þeir t.d. eina ferð sem farin var á Strandir einhverju sinni og átti að fara til Drangsness. Á Hólmavík varðað ferja allt drasl ásamt félögunum yfir í tvo fjallatrukka sem skiluðu þeim á Drangsnes við illan leik en til baka varð ekki komist öðruvísi en á bát daginn eftir. Markaðssvæði hljómsveitar- innar er aðallega Norður- og Vesturland, en hún hefur þó leikið allt frá Akureyri til Keflavíkur og er reyndar tilbúin að fara hvert á land sem er. Leikið er fyrir matargesti á undan dans- leikjum ef því er að skipta. Hafa meðlimirnir jafnvel gengið svo langt að taka að sér flutning skemmtiatriða. I hljómsveitinni eru Marinó Björnsson bassi. Jón Sverris- son gítar/söngur, Elínborg Sigurgeirsdóttir hljómborð/ söngur, Björn Traustason gítar/saxafónn og Skúli Einarsson trommur/söngur. Má segja að þarna sé um sameiningartákn rnilli Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu að ræða, þar sem Jón Sveirisson kemur fra Blöndu- ósi og lætur sig hafa að keyra 60-70 kílómetra á æfingar. Hægt er ná sambandi við hljónisveitina í símum 95- 10019 og 95-24595 og fá nánari upplýsingar. EA. Á næstunni er væntanleg á markað frá bókaútgáfunni Erni og Örlygi ný bók eftir hinn hálfníræða rithöfund á Egilsá Guðmund L. Friðfinns- son. Heitir bókin Þjóðlíf og þjóðhættir og er prýdd 260 Ijósmyndum sem leitaðar hafa verið uppi um alit land og varpa skýru Ijósi á efni bókarinnar, flestar þeirra margra áratuga gamlar og hafa fæstar birst á prenti áður. Þór Magnússon þjóðminja- vörður ritar formála. Eins og segir í formála bókarinnar fer Guðmundur nokkuð óvenjulegar slóðir í minningaskrifum sínum. Hann kýs að segja einkum frá starfsháttum, vinnubrögðum og lifnaðarháttum fólks á æskuheimili sínu og næstu bæjum á fyrstu áratugum þessarar aldar, í stað þess að rekja venjulegar minningar um fólk og atburði. Við lestur bókarinnar kemur glöggt í ljós athygli hans á fólki og starfsháttum fyrri tíðar og áhugi fyrir að halda til haga vitnesku og þekkingu um það þjóðlíf sem nú má heita alveg horfið. Ljóst er að Guðmundi er á margan hátt eftirsjá í þessum tíma. Ekki síst þeim fornu dyggðum sem hurfu með gamla bændasamfélaginu. Dyggðir eins og heiðarleiki, traust og hjálpsemi, sparsemi, nýtni og sjálfsbjargarviðleytni. trúrækni, orðheldni og nægju- semi. Þjóðháttarit hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess sem mikilsverð heimildarit, sem stöðugt er síðan vitnað til og mega kallast sígild. Þau þurfa umfram allt að vera svo aðgengileg að hver geti notað þau að eigin smekk, sem fróðleik, afþreyingu eða til heimildaöflunar. Vonast þjóminjavörður til að þessi nýja bók fylli þennan tlokk þegar fram líða stundir. Hjalti Pálsson skjalavörðurá Sauðárkróki var Guðmundi til aðstoðar með prófarka- lestur og ráðgjöf. Myndarit- stjóri bókarinnar er Ivar Gissurason þjóðháttafiæðingur og Hjalti Pálsson skjala- vörður.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.