Feykir


Feykir - 30.10.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 30.10.1991, Blaðsíða 5
38/1991 FEYKIR 5 Minnisvarði afhjúpaður um Hansenhjónin á Sauðá Ávarp Björgvins Brynjólfssonar flutt við athöfnina 27. 10. Ættingjar og aðrir áheyrendur! Ég vil fyrir hönd þeirra sem að framkvæmdum hér stóðu bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar athafnar. Hér hefur verið reistur minnisvarði um Hjónin Christ- ian Hansen og Björgu Jóhannesdóttur Hansen og búsetu þeirra hér á Sauðá í meira en hálfa öld. Bæinn reistu þau eftir 9 ára búskap hér og var hann 100 ára á liðnu vori. Börn þeirra átta voru öll hér uppalin, svo sem verða mátti og aldur þeirra leyfði. Eitt þeirra náði aðeins 7 ára aldri og var sárt saknað af allri fjölskyldunni. Auk barna sinna ólu þau upp tvo syni Steinunnar elstu dóttur sinnar, sem átti hér heima næstum samfellt í öll þeirra búskaparár. Sauðá var landstór jörð og erfið til búskapar að ýmsu leyti. Þó túnið væri stórt voru engjar fjarri og erfiðir flutningar með þeirra tíma tækjum. Hér var því jafnan vinnufólk í vistum til þess tíma að Sauðárkrókshreppur yfirtók jörðina, nema bæjar- húsin og hluta af túninu. Hér voru aðstæður óvenjulegar því hér óx upp verslunar- Fræðslufundur um samskipti foreldra og unglinga \nnað kvöld, þann 31. jktóber kl. 20,30, verður rundur í Sauðárkrókskirkju jm samband og samskipti anglinga og foreldra. Fyrir- lesari verður Einar Gvlfi Jónsson forstjóri Unglinga- heimilis ríkisins. Einar segir að það séu mörg mál sem unglingar og foreldrar þurfi jafnan að leysa í samskiptum sínum. Miklu skipti að ákveðnar reglur ríki og jafnframt sé gott trúnaðarsamband. Mun Einar Gylfi fjalla um ýmis alþekkt mál s.s. útivistartíma unglinga, vasapeninga, reyk- ingar, áfengisneyslu o.m.fl. Fundurinn er öllum opinn en einkum er hann þó ætlaður unglingum frá 12-18 ára aldri og foreldrum þeirra. Sóknarpresturinn séra Hjálmar Jónsson og Kiwanis- klúbburinn Drangey gangast fyrir fundinum. Stóð réttað í Þverárrétt í fyrsta sinn í 20 ár Laugardaginn 26. okt. var hrossum úr miðhluta Þverár- hrepps smalað saman og þau dregin sundur í Þverárrétt. Yfir 20 ár eru síðan að hrossaréttir voru síðast í Þverárrétt. Samkvæmt heimildum frétta- ritara voru á milli eitt og tvö hundruð hross réttuð þarna. Margt gesta kom til að fylgjast með og komu þeir víða að m.a. frá Akureyri, Reykjavík og svo úr nágrenn- inu. Uppboð var haldið á einu óskilahrossi og eitthvað var um önnur hrossaviðskipti. Að sögn Halldórs Sigurðs- sonar réttarstjóra eráformað að gera þetta að árvissum viðburði og búast má við að þá verði réttað eitthvað fyrr því tíðarfar getur verið ótryggt þegar komið er fram undir mánaðamót október- nóvember. í Hamarsrétt var skilarétt á sunnudaginn þar sem nokkrir bændur tóku sig saman og smöluðu saman hrossum af Vatnsnesfjalli og réttuðu þau þar. EA. Teikning af Sauðárbænum. Hjónin Cristian og og Björg Jóhannesdóttir Hansen bjuggu á Sauðá frá 1882- 1940. staður í heimalandi jarðar- innar, frá því að hafa um 40 íbúa í upphafi búskapar þeirra hér til þess að vera um 940 íbúar þegar húsráðum Bjargar lauk hér við andlát hennar árið 1940. Nálægðin við Krókinn hafði bæði kosti og galla. Dró verulega úr aðstæðum til búskapar með hefðbundnum hætti en gaf möguleika til vinnu í þorpinu sem var stór kostur þar sem húsbóndinn var lærður beykir og mikil vinna var í þeirri grein í vaxandi verslunarmiðstöð fyrir stórt landbúnaðarhérað sem Skagafjörð. Helsta útflutn- ingsafurð landbúnaðar var þá saltkjöt sem flutt var út í tunnum. Vinna var því nóg á Króknum fyrir einn beyki. Bóndinn hafði því nóg að starfa bæði við búið og beykistörfin. Húsmóðirin hafði einnig mörg verk að vinna. Hér var jafnan fjölmennt heimili og þægindi engin, til dæmis þurfti að sækja allt vatn til heimilisins í lind sem var hér neðallega í túninu. Systkinin fluttu flest frekar seint að heiman og eitt þeirra aldrei að fullu í 59 ár. Foreldrarnir og systkinin stóðu ætíð vel saman ef eitthvað reyndi meira á hjá einu þeirra en öðru. Nú hafa afkomendurnir dreifst um landið þó er stór hópur þeirra hér á Sauðárkróki. Mætti þessi minnisvarði verða til að auka samheldni og kynningu afkomendanna á komandi tímum. Nú á tímum hraða og fjölbreyttra afþreyinga er mikilvægt að mínu mati að viðhalda ogauka ættartengsl og allt það sem bindur saman fortíð, nútíð og fyrirsjáan- Dagur sá sem sæmdarh jónin á Blönduósi Grímur Gíslason og Sesselía Svavarsdóttir völdu til að gifta sig fyrir rúmum 50 árum, 25. október sem þá bar upp á fyrsta vetrardag, hefur reynst fjöl- skyldunni hinn mesti happa- dagur. Tvær elstu dæturnar fæddust til að mynda þennan dag, Sigrún 1942 eða árið eftir brúðkaupið og Katrín 1945. ,,Já það eru ein 15 atriði sem tengjast þessum degi hjá lega framtíð. Gerum þessa athöfn og kynningarstund að áfanga til árlegra ættarmóta. Ég þakka ykkur öllum komuna hingað að Sauðá. Sérstakar þakkir vil ég færa forráðamönnum Sauðárkróks- bæjar fyrir stuðning þeirra sem gerði okkur þessa framkvæmd mögulega. Skoð- um nú hvað stuðlabergið hefur að geyma og færa framtíðinni. okkur. Ein fimm brúðkaup, skírnarathafnir og þessi dagur hefur þótt kjörinn fyrir unga fólkið að opinbera trúlofun sína”, sagði Grímur í tilefni dagsins. Börn þeirra Gríms og Sesselíu fjögur að tölu héldu þeim veislu í Flóðvangi á föstudaginn og stóð hún frá því fimm um daginn til miðnættis. Þar var borið til skírnar eitt bamabamabarnið þeirra Gríms og Sesselíu en afkomendumir eru nú orðnir um 20. Brúðkaupsdagur Gríms Gíslasonar og Sesselju Svavarsdóttur 25.10.1941: Ein 15 atriði sem tengjast deginum 3mtMHivú(i£Íitvlijit SAMSKIPTIUNGLINGA OG FORELDRA Frœðslufundur verður í kirkjunni fimmtudaginn 31. okt. kl. 20.30. Fyrirlesari: Einar Gylfi Jónsson. Fyrirspurnir og umrœður. ALLIR VELKOMNIR Sóknarprestur og Kizvanisklúbburinn Drangey

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.