Feykir


Feykir - 30.10.1991, Blaðsíða 1

Feykir - 30.10.1991, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Rækjuveiöar á Húnaflóa: Leyft að veiða sama magn og í fyrra Rannsóknarskipið Dröfn kannaði rækjumiðin í Húnaflóa og á Steingrímsfirði í síðustu viku. Vegna niðurstöðu leiðangurs- ins hefur Hafrannsóknarstofnun lagt til að sömu veiðiheimildir verði veittar á svæðinu og á síðustu vertíð, 2000 tonn. Svipuð útkoma var af veiðitilraunum Drafnar á Húnaílóa og Skagafirði, minna magn er af rækju en í fyrra en hún heldurstærri en þá. Vegna ýsuseiða og eins árs þorsks verða rækjuveiðar bannaðar á Steingrímsfiði og mun því meira mæða á Húnaflóanum á þessari ver- tíð. Rækjukvótinn skiptist þannig milli staða á Húnaflóasvæð- inu: Hólmavík fær 50%, Skagaströnd 22%, Hvamms- tangi 18% og Blönduós 10%. Félag aldraðra í Austur-Hún.: Afhendir átta íbúðir Hún lítur ekki vel út rafmagnstaflan í Röst Sk 17, eftir að eldurkom upp í vélarrúmi skipsins úti á rúmsjó sl. fimmtudagskvöld. Þetta er annað óhappið sem hendir Röstina á skömmum tíma. Ljóst er, að skipið fer ekki meira á sjó á þessu ári og útgerðskipsinshefurorðiðfyrirtugmilljóna tjóni vegna fjarveru þess frá veiðum. „Nú verða menn að taka ákvörðun, hvað verður gert”, sagði Ómar Þór Gunnarsson framkvæmdastjóri, sem telur sterklega koma til greina að selja skipið. Byrjunarörðugleikar við Blönduvirkjun: í þjónustukjarna á Blönduósi Grjóthaugur úr Gilsárgili veldur mótstöðu í frárennslisskurði Sl. laugardag voru afhentar með viðhöfn á Blönduósi, átta íbúðir fyrir aldraða í þjónustu- kjarna skammt frá Héraðs- hælinu. Það er Félag aldraðra í Austur-Húnavatnssýslu sem stendur fyrir þessum bygging- um með bakábyrð héraðs- nefndar og Blönduósbæjar. Einungis tæp tvö ár eru síðan félagið var stofnað og hefur það starfað með miklum krafti. Þegar er uppsteypt önnur átta íbúða þjónustu- bygging sem tekin verður í notkun seint á næsta ári. í byggingunni, sem teiknuð er af Sigurbergi Árnasyni arkitekt Húsnæðisstofnunar, eru fjórar hjónaíbúðir 73 fermetrar að stærð, fjórar einstaklingsíbúðir 62 fermetrar og sameiginlegt rými 180 fermetrar. Verð stærri íbúð- anna er rúmar 8 milljónir og þeirra minni 7 milljónir. Byggingarnefndin, sem skipuð er aðilum frá héraðsnefnd, Blönduósbæ og Félagi aldraða gaf húsgögn í setustofu og útibú Búnaðarbankans gaf sjónvarp. Blönduósbær bauð upp á kaffiveitingar. Framkvæmdir voru unnar af heimaaðilum. Aðalverk- takar við bygginguna voru byggingarmeistararnir Hlynur Tryggvason og Sigurjón Ólafsson. Jarðvegsframkvæmdir sá Þorvaldur Evensen um. Formaður Félags aldraða í Austur-Húnavatnssýslu er Torfi Jónsson á Torfalæk. Fjórða október daginn áður en fyrsta aflvél Blönduvirkjunar var ræst, var yfirfall Gilsár- stíflu prófað og hleypt yfir allmiklu vatnsmagni. Vatns- flaumurinn greip með sér jarðveg og grjót úr Gilsárgili og var krafturinn svo mikill að botn ræsis í gegnum nýja veginn hreinsaðist burtu. Efnið úr gilinu, hátt í 35 þúsund rúmmetrar, safnaðist í stóran haug í frárennsliskurð- inum frá virkjuninni. Þetta hefur skapað bakþrýsting á vélarnar við raforkufram- leiðsluna og þurft hefur að grípa þar til ýmsra ráðstafana. Farið var með jarðýtu og gröfu niður að frárennslis- skurðinum á dögunum og gerður farvegur til bráða- birgða fyrir frárennslið frá vélum virkjunarinnar til að minnka bakþrýstinginn. Að sögn Ólafs Jenssonarstaðar- verkfræðings verður að hreinsa efnið úr frárennslisskurðin- um bráðlega. Menn hafa uppi ákveðnar hugmyndir um heftingu framburðar úr Gilsár- gilinu, en ekki liggi eins mikið á með það því sárasjaldan eigi að vera þörf á að hleypa vatni um yfirfallið í Gilsárstíflunni, aðeins þegar sérstakar að- stæður skapist. Má þar nefna t.d. ef rakorkuframleiðsla stöðvast um tíma og afsetja þarf vatn úr lóninu. Það var vegna slíkra prófana sem vatni var hleypt yfir Gilsár- stífluna 4. október. „Við vorum búnir að vara þá við þessu. Gilið er þröngt og vitað var að jarðvegur er laus þarna. Þetta var hroða- lega aðkoma þarna, eins og andskotinn hefði rennt sér á rassinum niður gilið. Vatns- flaumurinn hefur dýpkað það á annan meter víða. Þeir hafa verið að hleypa þarna vatni í gegn annað slagið undanfarið. Þetta er bölvan- legt gagnvart skepnum þegar svona mishátt er í ánni, og mikil hætta á að þær fari sér að voða. Það sást t.d. um daginn til fjögurra kinda sem fóru í ána, þrjár skiluðu sér upp úr aftur”, sagði Sigurður Ingvi Bjömsson bóndi á Guðlaugs- stöðum. —ICTengil! hjDI— Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði Aöalgötu 26 Sauöárkróki RÉTTINGAR • SPRAUTUN ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN t/llKI bibcrtalffdi^ VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519* BÍLASlMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 lSWiOtíIÍMf -- o.7, iioi^'"' SÆMUNDARGÖTU - SlMI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.