Feykir


Feykir - 30.10.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 30.10.1991, Blaðsíða 3
38/1991 FEYKIR 3 Verðlaunahafar í eldri flokkum knattspyrnufólks. Því miður mistókst mynd, sem tekin var af þeim yngri. Uppskeruhátíð knattspyrnufólks: Guðbjartur, Kristjana og Indriði valin best Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Tindastóls var haldin í Bifröst fvrsta vetrardag að vanda. Veittar voru fjöldi viðurkenninga fvrir árangur og ástundun í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Knattspvrnumaður Tindastóls var valinn Guðbjartur Haraldsson og knattspyrnukona Tindastóls er Kristjana Jónasdóttir. Indriði Einarsson leikmaður úr fimnita aldursflokki varvalinn efnilegasti leikmaður vngri flokka. Þeir voru margir bikararnir sem afhentir voru á uppskeru- hátíðinni. Flesta hafa gefið þeir Erlingur Jóhannesson knatt- spyrnuáhugamaður og múrari á vörður meistaraflokks. Ætti ambassador Tindastóls i Belgíu. Við síðustu uppskeruhátíð fyrir ári var Ijóst að fjölga mætti bikurum í kvennaflokknum og gáfu tveirstjórnarmanna bikara til kvennaboltans nú, Stefán Logi Haraldsson og Magnús Sverrisson. Þá hefur verslunin Tindastóll gefið bikar til að heiðra þann aðila sem ár hvert þykir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu knatt- spyrnunnar í bænum. Að þessu sinni hlaut þá viðurkenningu, Adidasbikarinn, Gísli Sigurðs- son stjórnarmaður og mark- vörðu meistaraflokks. Ætti þetta að verða Gísla nokkur sárabót, þar sem slæm meiðsli urðu til þess að hann lék einungis nokkra leiki með meistaraflokki á liðnu sumri. Listi yfir nöfn þeirra er hlutu viðurkenningar á uppskeruhátíð- inni er eftirfarandi. Fyrst er talinn efnilegasti leikmaðurinn, þá sá eða sú sem þótti sýna mestar framfarir eða stunda íþrótt sína best og síðast sá eða sú sem var valinn besti leikmaðurinn: 7. flokkur: Steinar Mapnús- son, Viðar Emilsson, Oskar Sigurðsson. 6. flokkur: Helgi Margeirsson, Gunnlaugur Erlends- son, Haukur Skúlason. 5. flokkur: Ingi Árnason, Auðunn Kristjánsson, Indriði Einarsson. 4. flokkur: Davíð Rúnarsson, Guðmundur Otti Einarsson, Marteinn Jónsson. 3. flokkur: Daníel Kristjánsson, Ingi Björgvin Kristjánsson, Ómar Sigmarsson. 3. flokkur kvenna: Rúna Bima Finnsdóttir, Bryndís Jónasdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, 2. flokkur kvenna: Bima Valgarðs- dóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Jóna Kolbrún Ámadóttir, meistara- flokkur kvenna: Heba Guðmunds- dórtir, Rakel Ársælsdóttir, Kristjana Jónasdóttir. Meistaraflokkur karla: Sigurjón Sigurðsson, Stefán Vagn Stefánsson, Guðbjartur Haraldsson. Maneinn Jónsson var marka- kóngur yngri flokka og Kristjana Jónasdóttir markadrottning og Guðbrandur Guðbrandsson markakóngur í meistaraflokk- um Tindastóls. Stofnun félagsmiðstöðvar í undirbúningi á Hvammstanga Undirbúningur að stofnun félagsmiðstöðvar fyrir ung- linga á Hvammstanga er nú hafinn og stefnt er að því að hægt verði að opna hana 1. desember n.k. Hreppurinn hefur samþykkt að veita kr. 500.000 til verkefnisins nú fyrir áramót, og vonast er til að meira fé fáist eftir áramót til reksturs og tækjakaupa. Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð og í henni eru Guðmundur Einarsson, Vil- hjálmur Pétursson og Guðrún Helga Bjarnadóttir. Hafa þau tekið að sér að koma verkefninu af stað og standa vaktir til að byrja með. Að sögn Guðmundar Einarssonar er allt komið á fullt við að innrétta. Verður þarna herbergi til að rabba og spila, salur til að dansa í og annar salur til að hlusta á tónlist, horfa á sjónvarp og vídeó, spila bobb, borðtennis og jafnvel billjard þegar frá líður, en það er ekki í sjónmáli ennþá. Stefnt er að því að hafa opið tvö kvöld í viku til að byrja með og sjá svo til hvernig áhuginn verður. Guðmundur segist ftnna fyrir miklum áhuga bæjarbúa á þessu verkefni og greinilegt að þarna er á ferðinni það sem fólk hefur lengi séð að vantaði á stað eins og Hvammstanga, þó ekki hafi orðið af framkvæmdum fyrr en nú. EA. Dósla sýnir á Blönduósi Hjördís Bergsdóttir, Dósla, opnaði málverkasýningu í héraðsbókasafni A-Hún. á Blönduósi um helgina. Á sýningunni eru 14 verk og eru öll til sölu. Þetta erfjórða einkasýning Dóslu en auk þess hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hjördís er kennari á Blönduósi og hefur búið þar á þriðja ár. „Mér finnst mjög gott að vera hér og segja má að ég hafi byrjað fyrir alvöru að mála eftir að ég kom hingað”, sagði hún í samtali við blaðamann. „Þaðskerpir vitundina að koma alveg í nýtt umhverfi þar sem maður þekkir engan, hér hef ég gott næði og get verið ein með sjálfri mér”. Verk Dóslu eru fígúratív. í verkunum er mikið fjallað um fólk og hún spáir í mannleg samskipti, t.d. heitir ein myndin , FEYKIR ER EKKI EINUNGIS FRÉTTABLAÐ ...HELDUR STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Öll blöð þurfa auglýsingar til að standa undir útgáfukostnaði. •Með auglýsingu í Feyki gefst þér tækifæri til að auglýsa vöru og þjónustu á Norðvesturlandi öllu, þar sem blaðið hefur mikla útbreiðslu. Feykir fer inn á flest heimili á Sauðárkróki, stærstu vinnustaðina og velflestir bæjarbúar lesa blaðið. í stærstu hreppum Skagafjarðar er Feykir keyptur á nær hverju heimili. Feykir hefur góða útbreiðslu í Húnaþingi. Þá eru ótaldir á fjórða hundrað óskrifendur blaðsins í Reykjavík og víða um land Útbreiðsla Feykis er styrkur Noðurlands vestra VERNDUM ATVINNUTÆKIFÆRI - VERNDUM BYGGÐ VERSLUM í HEIMABYGGÐ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.