Feykir


Feykir - 29.01.1992, Blaðsíða 4

Feykir - 29.01.1992, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 4/1992 „Því miður treystum við þér ekki" Bændur sendu Jóni Baldvini tóninn á GATT-fundinum í Miðgarði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisviðskiptaráðherra ræddi milliliðalaust við bændur um GATT í Miðgarði sl. fimmtudags- kvöld. Bændur og aðrir ræðumenn á fundinum voru greinilega ekki sammála túlkunum Jóns á tilboði Dunkels hins svissneska. Mæting á fundinn var ekki sérstök miðað við fundar- svæðið, frá Holtavörðu- heiði að Tröllaskaga. Fundar- menn voru um 150 og er það lítið miðað við þá miklu aðsókn sem fundir bænda- samtakanna um GATT fengu. Frést hafði af því að Húnvetningar mundu hunsa fundinn og greinilegt var að margir skagfirskir bændur, sem venjulega láta sig ekki vanta á bændafundi, voru eins þenkjandi. Þá fóru umræðurnar á stundum nokkuð út fyrir efnið og einstakir ræðumenn gang- rýndu hart ráherrann og stefnu flokks hans í landbúnaðarmálum. Fundur- inn bar ótvírætt með sér hversu mikið lífsins mál framtið landbúnaðarins er bændafólki. Jón Baldvin bar í ræðu sinni saman tilboð Dunkels og tilboð ríkisstjómarinnar frá 1990 um búvörusamning Þar sem ríkis- stjórnin bauð 25% lækkun á innanlandsstuðningi en Dunkei ekki nema 20%. Fyrrverandi ríkisstjórn ætlaði að lækka útflutningsbætur um 65% en Dunkel um 36%. Tollaígildis- lækkun stjórnarinnar nam 30%, en Dunkels 36% að meðaltali en allt niður í 15%. Dunkel bauð 3-5% í lágmarks- innflutning en ríkisstjórnin boðaði aukið frelsl Aðlögunar- tími stjórnar var 3 ár en Dunkels 6. Rögnvaldur Ólafsson Flugu- mýrarhvammi sagði að Dunkel væri greinilega ekki fylgjandi því að landbúnaðarvörur væru framleiddar alls staðar í heiminum, þar sem hann talaði um að víkja beri landbúnaðinum á suðlægari slóðir þar sem ræktunar- skilyrði væru betri. Eins og fleiri ræðumenn fór Rögn- valdur yfir samanburð á tilboðum Dunkels og fyrr- verandi stjórnar og var ekki sammála Jóni Baldvin. Rögn- valdur sagði bændur ekki treysta ráðherranum. Anna Margrét Stefánsdóttir talaði ágætlega á fundinum. Hann hefði sýnilega verið í sveit á einhverju góðu býli í Ölpunum. Gunnar skýrði verðmyndun á íslenskum landbúnaðarvörum og sagði að þar hefðu mikil áhrif auk niðurgreiðslna og útflutings- bóta, skattar. Gaman væri að vita hvernig skattlagningu á landbúnaðarvörur í öðrum löndum væri háttað, hvort aðstöðugjald væri lagt á framleiðslu eins og hér, og tryggingargjöld og virðis- aukaskattur. ,JEnn er líf eftir landbúnaðar- gjaldþrot”. Þorsteinn Gunnars- son í ræðustóli. Þorsteinn Gunnarsson á Reykjum fór um víðan völl í erfiðleikum landbúnaðarins. í Bandaríkjunum hefðu stórir búgarðaeigendur orðið gjaldþrota. I fyrrum Sovét- ríkjum væri allt í rúst. Danir hefðu líka farið illa út úr því þegar þeir gengu í EFTA og opnuðu fyrir innflutning á landbúnaðarvörum. Líklega stæðum við Islendingar einna best eftir alltsaman, og það væri vegna þess að land- búnaðurinn hér hefði notið verndar. Einar Gíslason á Skörðu- gili sagði „hagræðingu” mikið tískuorð. Bændur hefðu svo sannarlega verið að hagræða hjá sér, og reynt fyrir sér í öðrum framleiðslu- greinum. Til að mynda í útflutningi á hrossum, sem stjórnvöld hefðu því miður sett fótinn fyrir, með því að aðstoða í engu að halda gangandi litlu flugfélagi sem stofnað var til í sambandi við útflutninginn. Hins vegar hafi Flugleiðum verið sköpuð einokunaraðstaða í flutningum. Magnús Ólafsson á Sveins- stöðum óttaðist að þessi sex ára aðlögunatími sem tillögur Dunkels gerðu ráð fyrir væri aðeins litli fingurinn, næsti áfangi yrði enn stórtækari. Anna Margrét Stefánsdóttir Hátúni véfengdi þá full- yrðing að GATT væri nauðvörn smárikja í alþjóða- viðskiptum. Sér sýndist þver- öfugt, að stórþjóðirnar stæðu betur gagnvart tilboðinu. Þá bæri að gefa heilbrigðis- þættinum verulegan gaum, og hún efaðist um að þeim málum væri nægjanlega sinnt gagnvart innflutningi í dag. Egill Bjarnason sagði vert fyrir menn að íhuga hvar þeir stæðu í dag og meta stöðuna vel ogvandlega. Egillfagnaði því að Jón Baldvin hefði boðist til viðræðna við bændur um fyrirvara GATT- samningsins. Jón Baldvin svaraði að lokum þeim fyrirspurnum sem til hans var beint. Meðal annars að ekki lægi fyrir óyggjandi hvort ákvæði búvörusamnings um beinar greiðslur til bænda stæðust. Það færi allt eftir því hvort við fengjum að bæta okkur upp afnám útflutningsbótanna. Ráðherra sagðist ekki þekkja svo til stuðnings annarra þjóða við landbúnað að hann gæti sagt fyrir um hvernig skattlagningu væri háttað þar. Fundurinn í Miðgarði gat varla talist fjölmennur. Og þótt sumum veitti sjálfsagt ekkert af að sitja framarlega til að sjá á skyggnur, voru þrjár fremstu stólaraðirnar auðar. Kannski táknrænt fyrir það bil sem virðist vera milli ráðherrans og bændastéttarinnar. Gunnar Sæmundsson Hrúta- tungu tók fram mönnum til glöggvunar, að 36% tolla- talan væri meðaltal. Ef tollarnir færu niður í 15% á einni vörutegund eins og heimilt væri, þyrfti að hækka aðrar á móti. Þetta hefði ráðherrann ekki minnst á. Gunnar vitnaði í greinargerð Ketils Hannessonar og vék í lokin að áróðri gegn íslenskum landbúnaði, m.a. í Pressunni nýlega eftir Birgi nokkurn Amason fyrrverandi aðstoðar- mann Jóns Baldvins. Þar talar Birgir um áróður „landbúnaðarmafiunnar”, sem hafi í gegnum árin sýnt meirhluta þjóðarinnar efna- hagslegt ofFeldi. Sveinbjöm Eyjólfsson skóla- stjóri Hólum sagði ekki ótrúlegt að bændur óttuðust Gatt-samkomulagið, því at- vinnugreinar íslenskar hefðu tapað á samningsgerðum um millirikjaviðskipti. Nægði þar að nefna hvernig farið hefði fyrir fataiðnaðinum þegar opnað var fyrir óheftan innflutning. Stefán Jónsson Kagaðar- hóli spurði hvort eðlilegt væri að landbúnaðurinn einn greiddi fyrir GATT-samninga, hvort greininni bæri ekki að fá eitthvað til baka. Einnig velti Stefán þvífyrirsérhvort hugmyndir Dunkels, yrðu þær að veruleika, mundu ekki kollvarpa búvörusam- ningnum. Hvort beinar greiðslur til bænda yrðu inntar af hendi meðan þessi mál væru í biðstöðu? Gunnar Oddsson Flatar- tungu sagði að á máli Jóns Baldvins mætti skilja að Dunkel væri sínu meiri bændavinur en ráðherrann. Sveinbjörn Eyjólfsson skólastjóri á Hólum í ræðustóli.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.