Feykir


Feykir - 04.03.1992, Blaðsíða 1

Feykir - 04.03.1992, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Bæjarsjóóur Sauðárkróks: Góð staða veitna gerir gæfumuninn „Sé staða bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja skoðuð í heild, get ég fullyrt að hún er alls ekki slæm, en engu að síður er það skoðun mín að lækka verði skuldir bæjarins. Eins og fjárhagsáætlunin lítur út mun skuldastaðan standa í stað í ár, enda sé miðað við stöðu þjóðarbúsins er varla raunhæft að gera ráð fyrir lækkun skulda”. Þannig gerði Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri grein fyrir skuldastöðu bæjarins er fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku. Snorri sagði bæjarsjóð hafa verið mjög skuldsettan til fjölda ára og stór hluti tekna farið í fjármagnskostnað. Hinsvegar hafi staða bæjar- fyrirtækja verið góð um alllanga hríð og síðustu árin raunar mjög góð. Veitur hafi þá greitt verulegan arð í bæjarsjóð, enda hitaveitan skuldlaus og rafveita skuldi orðið lítið. Snorri sagði að þær raddir heyrðust að ef ástand í atvinnumálum batnaði ekki og til verulegs atvinnuleysis kæmi, yrði bæjarsjóður að hlaupa undir bagga. „Komi til slíks er Ijóst að taka þarf fjárhagsáætlunina til gagn- gerrar endurskoðunar”, sagði Snorri. Nýju fjárhúsin á Hólum voru tekin í notkun í síðustu viku. Kappkostað hefur verið að hafa aðstöðu alla sem besta, svo sem til verkkennslu. A myndinni er Þórarinn Leifsson kennari að sýna nemendum réttu handbrögðin við vetrarrúning. .•axtiiiiiii nilllliMÍnii.ii • UIJIII' , ........ •,:,l,,...ill M^iiíliiiíliiliíil IlliÍJIHíSisSífííííííHiíiilI ,iií(I.,,íii iiiijhi .......................iiiiiiii í kvöld kl. 21 frumsýnir leikhópur fjölbrautaskólans „Menn, menn, menn” í Bifröst. Sýningin samanstendur af þrem einþáttungum og myndin sýnir atriði úr einþáttungnum Einn, tveir, þrír, jafnvel fjórir. Næstu sýningar verða á morgun kl. 15 og á sama tíma á föstudag. Vinnustöðvun í Barnabæ Starfsfólk leikskólans Barna- bæjar á Blönduósi, eina leikskólans í bænum, hefur staðið í kjaradeilu undanfarnar vikur. Það hefur leitt til tveggja daga vinnustöðvunar í þessari og síðustu viku. Barnabær er þannig lokaður í dag (miðvikudag), var lokaður í gær einnig og á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Vonir stóðu til að samningar tækjust um síðustu helgi og ekki þyrfti að koma til frekari vinnustöðvana. Að sögn Margrétar Hólm- steinsdótttur forstöðukonu Barnabæjar hefur starfsfólk þar talsvert lægri laun en fólk á leikskólunum á Hvamms- tanga og Skagaströnd. Launa- munurinn er mestur á byrjendatöxtum, getur munað 8-10 þúsund krónum á mánuði miðað við Hvamms- tangatextann, og um fimm þúsund krónum á mánaðar- launum Skagstrendingsins. Tímabundnum lokunum verður beitt áfram í Barnabæ náist samningarekki. Ekkiersamt reiknað með lokun í næstu viku, samkvæmt upplýsing- um sem fengust á skrifstofu Verkalýðsfélags A.-Hún. —Kteh?it! tvjDI— Aðalgötu 26 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519» BÍLAStMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN G jflKIbílQyeriÉdi | S*UÐ*»K1»DÍU~ SÆMUNDARGOTU - S(MI 35141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.