Feykir


Feykir - 04.03.1992, Blaðsíða 6

Feykir - 04.03.1992, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 9/1992 Vika STORAFREKA hjá Tindastóli í úrvalsdeiidinni „Körfuboltaflklar” á Króknum eru í sæluvímu eftir stórafrek Tindastólsliðsins og frábært gengi í síðustu viku, sem þýðir að nú er Tindastóll kominn í annað sætið og á meiri möguleika á úrsiitasæti en KR. Pressan er nú öll á vesturbæingunum. Gamanið byrjaði á þriðjudagskvöldið þegar KR-ingar komu í heimsókn í Síkið. Tindastóll vann þann leik 71:67 í jöfnum og mjög spennandi leik. Og ekki var spennan minni i Ijónagryfjunni í Njarðvík á föstudagskvöldið. Þar ætlaði allt af göflunum að ganga þegar Valur Ingimundarsson tryggði Tindastóli sigur úr vítaskotum sex sekúntumfyrir leikslok. Fjölmargir Króksarar fylgdu sínu liði suður, meðal annars var fengin 20 manna leiguvél frá Akureyri. Og fólk varð ekki fyrir vonbrigðum, því leikurinn var afar skemmti- legur og spennandi allan tímann. Menn höfðu á orði að þeir ættu ábyggilega aldrei eftir að upplifa aðra eins spennu og undir lok leiksins. Eftir að Valur hafði skorað úr vítunum þýðingarmiklu, brutu Tindastólsmenn á Isak áður en hann komst með boltann fram yfir miðju. Þá svitnuðu áhorfendur heldur betur, því þeir vissu ekki að enn átti Tindastóll villu til góða. Til bónusvítis kom því ekki og þær þrjár sekúntur sem eftir voru dugðu Njarð- víkingum ekki. Allt byrjunarlið Tindastóls lék vel í þessum leik. Það sama var einnig uppi á teningnum í leiknum við KR, helst að Haraldur Leifsson ætti erfitt uppdráttar framan af leiknum, en hann stóð sig vel á mikilvægum augna- blikum og komst vel frá leiknum. Nú er næstu helgar beðið með spenningi. Lið Snæfells kemur þá í heimsókn á Krókinn. Engan veginn er hægt að bóka sigur gegn Hólmurum, en við eðlilegar kringumstæður á Tindastóll að sigra. A sama tíma fær KR Njarðvíkinga í heimsókn á Seltjarnarnes. Menn trúa því ekki að Njarðvíkingar tapi tveim leikjum í röð, og spurning hvort slíkt hafi einhvern tíma gerst á seinni árum. Þó að úrslitin ráðist ekki endanlega um nasstu helgi, eru miklar líkur á að möguleikar annars hvors KR eða Tindastóls aukist til mikilla muna. Yngri flokkarnir halda sínu striki Körfuboltalið Tindastóls í unglingaflokki kvenna, og 7. og 10. flokki pilta unnu sér um helgina rétt til keppni í úrslitum íslandsmótsins. Tinda- stóll og íBK eru nú langefst og jöfn í unglingaflokkum, þannig að um hreinan úrslitleik þessara liða verður að ræða. Stúlkurnar léku í Keflavík um síðustu helgi. Tindastóll sigraði Hauka 69:42 og KR 44:30, en tapaði 22:41 fyrir Keflavík. Stigahæstar stúlkn- anna urðu Birna Valgarðs- dóttir með 41 stig, Inga Dóra Magnúsdóttir með 31 stig og Kristín Elfa Magnúsdóttir með 27 stig. Sjöundi flokkur lék á Króknum. Tindastóll sigraði UMFN 43:29, Hauka 48:28, UMFG 40:36, en tapaði fyrir ÍBK 34:37 og KR 40:56. UMFT hafnaði í 3. sæti. Tíundi flokkur keppti í Stykkishólmi. Tindastóll sigraði Val 63:50, Snæfell 47:42, Hauka 47:38, en tapaði fyrir UMFN 47:59 og UMFG 35:61. UMFT hafnaði í 3. sæti. Prófanir á þriðju aflvél Blönduvirhjunar ganga vel Prófanir á þriðju og síðustu aflvél Blönduvirkjunar, sem hófust um miðja síðustu viku, ganga vel. Gert er ráð fyrir að prófunum verði lokið undir mánaðamót og þá verði allar þjár aflvélar Blönduvirkjunar komnar í rekstur. Að sögn Guðmundar Hagalín stöðvarstjóra Blöndu- virkjunar eru framkvæmdir í stöðvarhúsi nú á lokastigi. Prófanir og gagnsetningar véla virkjunarinnar • hafa gengið mjög vel og alveg samkvæmt áætlunum. Fyrsta vélin var tekin í notkun formlega 5. október og önnur aflvél var ræst til raforkuframleiðslu 26. janúar sl. Fjölmenni á jeppasýningu hjá ÓsdeKKi Um 500 manns sóttu bílasýn- ingu sem forráðamenn Os- dekks á Blönduósi stóðu fyrir á laugardag. Þar voru sýnd nokkur torfærutröll, m.a. jeppinn sem fór fyrstur alla bíla upp á Hvannadalshnjúk fyrir nokkrum mánuðum. Sýnd voru torfærutröll og ýmiss aukabúnaður frá Bíla- búð Benna. Þarna var m.a. Ford Econoline sem búið var að setja á 44 tommu dekk og breyta mjög mikið. Þessi bíll hefur vakið athygli erlendra bílaáhugamanna og mun verða fjallað um hann í erlendu bílablaði á næstunni. Þá voru á sýningunni sýnd myndbönd af mikið breyttum jeppum. Auk Húnvetninga komu Strandamenn og Skagfirð- ingar á sýninguna og jafnvel menn lengra að. Þótti forstöðumönnum sýningar- innar mikið til þessarar miklu aðsóknar koma. MÓ. Jóhann SKúlason hesta- íhróttamaður SKagafjarðar Jóhann Skúlason á Sauðár- króki hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins hjá Hesta- íþróttadeikl Skagafjarðar. Út- nefningin átti sér stað á aðalfundi deildarinnar nýlega og var Jóhanni afhentur bikar sem Hrossaræktarsamband Skagafjarðar hefur gefið og mun fylgja nafnbótinni hesta- íþróttamaður Skagaíjarðar. Að sögn Guðmundar Sveinssonar fyrrverandi for- manns HÍDS er keppt um nafnbótina samkvæmt sér- stakri stigatöflu sem sam- þykkt var fyrir ári. Þar er tekið tillit tilárangursáfimm mótum, það er ískappreiða og deildarmóta, sem bæði eru innanfélagsmót, Héraðs- móts Skagfirðinga sem árlega er haldið um verslunar- mannahelgi, Bikarkeppni Norðurlands og íslandsmóts í hestaíþróttum. Jóhann Skúlason náði mjög góðum árangri á þessum mótum, vann t.d. til margra verð- launa á Bikarkeppni Norður- lands og komst í verðlauna- sæti á íslandsmóti. Hestaíþróttadeild Skaga- fjarðar nær yfir félagssvæði allra hestamannafélaganna í héraðinu: Léttfeta, Stíganda og Svaða. Félagar HÍDS eru milli 80 og 90. Á síðasta aðalfundi tók Bjarni Þóris- son við formennsku af Guðmundi Sveinssyni. Menningardagskrá Menors Tónlist Föstudagur 6. mars - Höfðaborg Hofsósi kl. 21.00 Söngskemmtun: Rökkurkórinn, stjórnandi Sveinn Árnason. Píanó, Rögnvaldur Valgarðs- son. Kvennakór Siglufjarðar, stjórn- andi Elías Þorvaldsson. Laugar- dagur 7. mars - Akureyrarkirkja kl. 12.00 Kirkjuvika 1.-8. mars Hádegistónleikar-ritningalestrar Bjöm Steinar Sólbergsson flytur orgelverk eftir Duruflé og Alain. Léttur hádegisverður á eftir. - Félagsheimilið Blönduósi kl. 14.30 Tónleikahátíð á Blönduósi: Sameiginlegir tónleikar grunn- skóla og tónlistarskóla úr Vestur- og Austur-Húnavatns- sýslu, Skagafjarðarsýslu, Siglu- firði og alls staðar þar á milli. 200 þátttakendur koma saman og syngja og leika á fjölda hljóðfæra og sameinast svo í söng í tilefni af Ári söngsins. Gestir: Skólalúðrasveit Seltjamar- ness, stjórnandi Kári Einarsson. - Miðgarður í Skagafirði kl. 21.00 Heimiskvöld, söngskemmtun, einsöngur, kórsöngur, grín og kaffiveitingar. Karlakórinn Heimir, stjórnandi Stefán Gíslason. Hljóðfæraleikaramir Tom Higger- son, Jaqueline Simm, Eileen Sllococks og Jennifer Spears leika. Sunnudagur 8. mars - Akureyrarkirkja kl. 14.00 Kirkjuvika 1.-8. mars Hátíðarmessa. Prédikun sr. Bolli Gústavsson vígslubiskup. Kór Akureyrarkirkju Stjórnandi og organisti Björn Steinar Sólbergsson. Hólmfnður Benediktsdóttir, sópran og Þuríður Baldursdóttir, alt syngja dúett. Fimmtudagur 12. mars - Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju kl. 20.30 Tónlistarfélag Akureyrar. Píanótríó. Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Richard Talkowsky, selló. Verk eftir Mozart, Brahms, Haydn. Föstudagur 13. mars - Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra á Sauðárkróki, síðdegis Háskólakórinn á sínu 20. starfsári, kynning í tali og tónum. Stjórnandi Rerenc Utassy. - Félagsheimilið Blönduósi kl. 20.30 Háskólakórinn, stjórnandi Fer- enc Utassy. íslensk og erlend tuttugustu aldar tónlist. - Miðgarður í Skagafirði kl. '21.00 Aðalkonsert Rökkurkórsins, stjóm- andi Sveinn Ámason. Einsöngur Jóhann Már Jóhanns- so, tenór. Píanó Rögnvaldur Valbergsson Laugardagur 14. mars - Félagsheimilið Hvammstanga, kl. 20.30 Háskólakórinn, stjórnandi Fer- enc Utassy. íslensk og erlend tuttugustu aldar tónlist. Miðvikudagur 18. mars I sal Tónlistarskólans á Akureyri kl. 20.00 Blásaradeildartónleikar. Leiksýningar - Fellsborg á Skagaströnd Kardimommubærinn eftir Thor- björn Egner, leikstjóri Árni Blandon. Leikhópur Fjölbrautaskóla Norður- lands-Vestra. Opnir dagar 4.-7. mars. Þrír einþáttungar „Menn, menn, menn”, eftir Melkorku Thelmu Olafsdóttur, Sindra Freyson og Bergljótu Arnalds. Leikstjóri Andrés Sigurvinsson. Miðvikudagur 4. mars, frum- sýning kl. 21.00 2. sýning fimmtudag kl. 15.00 3. sýning föstudag kl. 15.00

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.