Feykir - 25.03.1992, Qupperneq 6
6 FEYKIR 12/1992
hagyrðingaþáttur 116
Heilir og sælir lesendur
góðir. Varla er hægt að segja
að Stefán Stefánsson frá
Móskógum hafi verið yfir sig
hrifinn af sálusorgara þeim
er flutti honum pistil dagsins,
eftir þessari vísu hans að
dæma.
Kúri ég í kirkjutetri,
kjaftæðið er lítils virði,
en það er varla von á betri
veiði úr slíkum tálknafirði.
Þá kemur lýsing Stefáns á
erindi kirkjugesta.
Kynslóðirnar koma og fara,
klerkarnir af trúnni státa,
en kerlingarnar koma bara
í kirkju til að hósta oggráta.
Um konu eina sem starfaði
við verslun og þótti afar
fégjörn orti Stefán svo.
Frúin seldi flestum ket,
fjölguðu kunningjarnir.
Fyrir aura allt hún lét
eins og gyðingarnir.
Eins og margir vita var
Helgi Hjörvar ákaft elskaður
af hlustendum ríkisútvarpsins,
þegar hann var að lesa
söguna af Bör Börsson. Um
það leyti orti Stefán þessa
vísu.
Hlustendurnir hafa valið
Hjörvar litla fyrir kjörson
þó á kostum muni mjóu
mundi ég heldur taka
Börsson.
Ung stúlka bað Stefán eitt
sinn að skrifa í vísnabók og
gerði hann það á eftirfarandi
hátt.
Ef að bragnar bjóða þér
blíðu sína að veita,
vita skaltu að vandi er
velboðnu að neita.
22. janúar sl. var ég gestur
félaga í Lionsklúbbi Skaga-
fjarðar. Héldu þeir fund sinn
á Löngumýri og var þar hin
besta vist þessa kvöldstund.
Þegar ég hugðist halda
heimleiðis vestur yfir Stóra-
Vatnsskarðið lét formaður
klúbbsins Kristján Stefáns-
son frá Gilhaga mig hafa
eftirfarandi vísur.
Upp á himinn ber nú bakka
bráðum fennir yfir jörð.
Nágrannarnir þér svo þakka
þessa ferð í Skagafjörð.
Þannig starfið fram hér fer,
framtíð björt því lifir,
bestu kveðju bræðra hér
berðu Skarðið yfir.
Það er Rúnar Kristjánsson
á Skagaströnd sem er
höfundur af næstu vísu.
Yfir landi okkar hér
andi meina svífur.
Nístir allt sem náða ber
niðurskurðarhnífur.
Ekki er mér grunlaust um
að Rúnari ofbjóði eins og
fleirum háttarlag heilbrigðis-
ráðherra, þrátt fyrir hóflegt
orðalag í næstu vísu.
Kýs að laga kerfið dýra,
kvalinn þó af ábyrgð stynur.
Sighvatur með svipinn hýra,
sjúklinganna besti vinur.
Til voru þeir sem töldu
vísu þessa full meinlausa og
höfðu orð á því við Rúnar,
sem kvaðst þá geta vel bætt
úr því.
Virðist öllu vilja spilla
í velferðinni hér á landi.
Sighvatur með svipinn illa
sjúklinganna versti fjandi.
Rúnar heyrði rætt um
ákveðinn mann. Af því tilefni
orti hann þessa vísu.
Hann er karl í krapinu
með kostum bæði og göllum,
þó hann skeyti skapinu
á Skagstrendingum öllum.
Margir hafa nú að undan-
förnu fylgst með þeim furðu
fréttum frá Alþingi er snerta
svokallað atkvæðagreiðslu-
mál. Einn af þeim er Hreiðar
Karlsson á Húsavík. Hann
yrkir svo.
Matti sinnir bjöllu beggja,
beinni línu hefur tengst.
En Arni skröltir utan veggja
og ætti að gera það sem
lengst.
Einhverstaðar hef ég séð
eftirfarandi vísur eignaðar
Tryggva Kvaran og hafi
hann kallað þær uppkast að
biðilsbréfi.
Ég á ósk í eigu minni
ofurlítið grey.
Að mega elska einu sinni
áður en ég dey.
Að það sé svo undur gaman
allir segja mér.
Eigum við að vera saman
og vita hvernig fer.
Geta lesendur sagt mér
hver yrkir svo?
Fletti ég upp í fínni bók,
forvitinn til muna.
Lindarpenna lítinn tók
og letraði á spássíðuna.
Það er Gissur Jónsson frá
Valadal sem er höfundur að
næstu vísu.
Margoft hefur mannleg þrá
meinin þurft að kanna.
Getur orðið gliðsa á
götu freistinganna.
Einhverju sinni er Gissur
bjó í Valadal og var að koma
heim frá fjárgæslu, voru
gestir sem þangað höfðu
komið að ferðbúast á
hlaðinu. Segir þá ein frúin
eitthvað á þá leið að hér hljóti
að vera leiðinlegt að búa því
það sjáist ekkert nema upp í
heiðan himininn. Um það
leyti sem gestirnir héldu úr
hlaði komst Gissur að
eftirfarandi niðurstöðu.
Virðist greiður vegur minn
vart þar neyð mun henda.
Upp í heiðan himininn
held að leiðarenda.
Veriði sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
s: 95-27154
Drengjaflokkurinn
kominn í
undanúrslit
íþróttamaöur Hafnfirska íþróttablaösins 1991:
LILJA MARÍA SNORRADÓTTIR, SH
HLAUT MIKLAGARÐS-BIKARINN
Yngri flokkar Tindastóls í körfubolta
kepptu á þremur fjölliðamótum um helgina
og stóðu sig flestir þokkalega. Drengja-
flokkur náði að tryggja sér sæti í
úrslitakeppni og leikur gegn Keflavík i
undanúrslitum.
Drengjaflokkurinn lék á Sauðárkróki
og varð í þriðja sæti. Drengirnir sigruðu
Val 80:69, Hauka 64:48, KR 67:53 og
töpuðu fyrir ÍR 54:84 og Keflavík 65:79.
Sigahæstir voru Ingvar Ormarsson með
78 stig, Hinrik Gunnarsson gerði 58,
Ómar Sigmarsson 56 og Halldór
Halldórsson 55.
Minniboltaflokkur 10 ára lék í
Njarðvík og hafnaði í fjórða sæti.
Tindastóll vann Breiðablik 45:43, en
tapaði fyrir Grindavík 33:37, Njarðvík
36:43 og Keflavík 21:54. Stigahæstirurðu
Gunnlaugur Erlendsson með 44 stig,
Helgi Freyr Margeirsson 23 og Friðrik
Hreinsson 21. Þessi flokkur hefur aldrei
fengið fjölliðamót hér heima.
Attundi flokkur lék í Keflavík og
piltarnir virkuðu þreyttir eftir annasama
daga í skólabúðum á Reykjum.
Tindastóll tapaði öllum leikjunum, fyrir
Haukum 22:42, Keflavík 26:38, Grinda-
vík 34:49 og Val 27:44. Stigahæstir urðu
Víðir Kristjánsson 53, Jón Kort
Snorrason 14 og Arni Guðmundsson 13.
fjaröar, Höröur Þorsteinsson, formaöur
Badmintonfélags Hafnarfjaröar, Hilmar
Kristensson, frá Miklagaröi og Gyöa
Úlfarsdóttir ritstjóri HÍ.
Eftir að nefndin haföi fariö yfir niöurstööur
könnunarinnar tilkynnti hún aö Lilja
María Snorradóttir, SH væri valin
"íþróttamaöur HÍ1991”.
Lilja María er vel aö tiltlinum komin, en
hún stóö sig frábærlega í keppnum
síöasta árs og setti m.a. heims- og
Evrópumet í 100 m. skriðsundi og
Evrópumet í 100 m. flugsundi. Hún keppir
í flokki fatlaöra S-9 og hefur æft sund í 6
ár.
Lilja María hefur tekiö þátt í fjölda
stórmóta bæöi hérlendis og erlendis og
má þar nefna Olympíuleika fatlaöra í
Kóreu 1988, Noröurlandamót fatlaöra í
Vestmannaeyjum 1989 og í Noregi 1991,
heimsleika fatlaöra í Hollandi 1990 og á
Spáni í ágúst s.l. Hún stefnir síðan aö því
aö taka þátt í Olympíuleikum fatlaðra í
Bercelona á Spáni nú í haust.
Bikarinn sem veittur er 'lþróttamanni Hí"
er glæsilegur farandgripur sem gefinn er
af Miklagaröi og fylgir einnig minni bikar
til eignar. Aö þessu sinni hlaut
"íþróttamaður Hí" einnig ferö til London í
verölaun, frá Flugferöum/Sólarflugi og
eiga þessir aöilar þakkir skildar fyrir
glæsilegt framlag þeirra til þessa
íþróttaviðburðar sem hér eftir veröur
árlegur meöan blaö þetta lifir.
Viö óskum Lilju Maíu til hamingju!
Hér á myndinni sjáum viö Lilju Maríu ásamt þeim Hilmari Kristenssyni t.v. og
Sigurjóni Ásgeirssyni t.h. verslunarstjórum hjá Miklagaröi, sem afhentu henni
Miklagarös-bikarinn.
Þriöjudaginn 21. janúar s.l. bauö
Hafnfirska íþróttablaöiö þeim 14
íþróttamönnum sem valdir höföu verið
"íþróttamenn mánaöarins" hjá blaöinu á
síðasta ári, til hófs í Fjörugaröinum.
Valinn skildi íþróttamaöur blaösins 1991
úr þessum hópi íþróttamanna og var
forráðamönnum félaga og deild einnig
boöið . Valiö fór þannig fram aö gerö var
könnun meðal þeirra sem mættir voru á
staðinn og síðan var þaö 5 manna
dómnefnd sem endanlega valdi
íþróttamann blaösins 1991.
í nefndinni voru þau: Daníel Pétursson,
forstööumaður Suöurbæjarlaugar,
Ingimar Haraldsson, iþróttaráöi Hafnar-