Feykir


Feykir - 20.05.1992, Blaðsíða 3

Feykir - 20.05.1992, Blaðsíða 3
19/1992 FEYKIR3 Góður liðsauki í körfuboltann Tindastóli hefur bæst góður liðsauki í körfuboitann. Páll Kolbeinsson, sem af mörgum er talinn annar tveggja bestu bakvarða landsins, hefur ákveðið að leika með Tinda- stóli næsta vetur. Páll hefur ætíð leikið með KR-ingum og þjálfaði meistaraflokk félags- ins síðustu tvo vetur. Páll mun einnig annast þjálfun tveggja yngri flokka Tindastóls. Aðsögn Þórarins Thorlacius formanns körfu- knattleiksdeildar er nú verið að leita að góðum erlendum leikmanni, er koma mundi í stað Tékkans Ivans Jonas sem hefur leikið með Tinda- stóli tvo síðustu vetur en mun ekki leika með næsta keppnis- tímabil. Þá er óráðið hvort Einar Einarsson og Pétur Guðmundsson muni leika með Tindastóli næsta vetur, en strax í vor var gengið frá ráðningu Vals Ingimundar- sonar sem þjálfara oggerður við hann tveggja ára samningur. „Við leggjum mikla áherslu á yngriflokkastarfið og að því leyti er Iíka mikill fengur í manni eins og Páli. Nú, Einar hefur líka sýnt að hann er mjög frambærilegur þjálfari. Við erum að fá upp mjög efnilegt fólk og það er stutt í það að við getum stillt upp liði í toppbaráttu eingöngu skipað heimamönnum”, sagði Þórarinn. Þess má geta að Milan Rósanik þjálfari hefur látið af störfum hjá Tinda- stóli eftir farsælt starf síðustu tvo vetur. Víðavangshlaup á Skagaströnd Kristján Örn Kristjánsson hér „Maddalegur” að gera við IÍMX hjól. Hegri opnar reiðhjólaþjónustu Það er alltaf gaman að sjá æskuna á flugi og ferð, og þegar víðavangshlaup vorsins eiga sér stað á Skagaströnd, þá er saman kominn mikill fjöldi til að taka þátt í ævintýrinu. Fólk safnast saman á götunni milli skólans og pósthússins, og þó svo vilji til að napur norðaustan- vindur blási, er svo mikið kapp fyrir hendi í börnum og fullorðnum að enginn hirðir um liret og kulda. Ungviðið hoppar fram og aftur, fullt af gáska og tilhlökkun og bíður spennt eftir því að hlaupið hefjist. Oft er það Lárus Ægir sem hefur stjórnina á hendi, vörpu- legur og snar í snúningum. Hann hefur hátt, baðar út höndum og minnir einna helst á Patton hershöfðingja. Krakkarnir gangast hlýðnir undir agann, taka sér stöðu við rásmarkið, hver hópurinn eftir annan. Augun glampa af sigurvilja og vangar allra eru rjóðir og hraustlegir. Einkum er gaman að sjá yngstu börnin taka sprettinn. Það er strax sett á fullt og hver og einn reynir að hreyfa ganglimina sem tíðast. Þó að vindurinn sé i fangið og sótt á brattann upp Bogabrautina, er allt kapp lagt í það, alveg frá rásmarki, að vera fyrstur. Það er engin deyfð yfir æskulýðnum á Skagaströnd. Það er kraftur, seigla og þor fyrir hendi i ríkum mæli. Og þegar hlaupararnir liafa hlaupið að mestu hringinn og koma í Ijós við hornið hjá Herðubreið, þá upphefst mikið hvatningaröskur frá þeim fullorðnu. Sumir þeirra hlaupa til móts við keppendur og hrópa nöfn þeirra hástöfunt og hvetja þá til að greikka sporið, sigur sé í nánd. Allir sætta sig við fengna niðurstöðu. Gleðin yfir að vera með í ævintýrinu vinnur bug á von- brigðum þeim sem fylgja því að sigra ekki. H ver og einn einsetur sér að gera betur næst. Það er klappað fyrir hverjum hóp og krakkarnir finna það að þeir hafa í raun og veru allir staðið sig vel. Að sjá svo mörg andlit full af gleði og saklausum fögnuði yfir því að vera til er sannarlega mikils virði. Þegarég var búinn að meðtaka allt þetta skemmtilega sjónarspil heil- brigðrar lífsánægju, gekk ég heim á leið og fann sannleikann í þeim orðum ,,að gleðin er heilust og dýpst við það smáa”. Það er gott starf að móta æskufólkið i farvegi þess metnaðar að hver læri að standa sig og þroski vilja sinn með heilbrigðum keppnisanda. Lengi býr að fvrstu gerð. Það þarf ef til vill að hafa einhverja Pattona á hverjum stað til að halda skipulagi og aga í málum en til allrar hamingju er landið okkar sneisafullt af mönnum sem eru fæddir til að stjórna. Það er víkingablóðið gamla sem ólgar enn í kynstofninum og gerir hann að þessu sérstaka afbrigði í mannlífsgarði þessarar veraldar sem hann vissulega er. Rúnar Kristjánsson Nýlega opnaði Verslunin Hegri í samvinnu við reiðhjóla- verslunina Öminn í Reykjavík, reiðhjólaverslun og reiðhjóla- þjónustu að Aðalgötu 20. Viðgerðarþjónusta á reiðhjólum hefur verið í lágmarki á Sauðárkróki undanfarin ár, aðeins kaupfélagið séð fyrir viðgerð á hjólum sem þeir hafa umboð fyrir, en nú ætlar Hegri að bjóða viðgerða- þjónustu á öllum tegundum hjóla. Pétur Valdimarsson í Hegra segir þessa þjónustu hafa vantað í bæinn. Reið- hjólaeign og notkun hafi áreiðanlega verið minni en ella af þessum sökum. Með hækkandi sól og auknu bensínverði megi búast við að margir hugsi til þess að fá sér hjól, njóta hreyfingar. góða veðursins og spara bílinn í leiðinni. Pétur segir að kappkostað verði að veita ekki lakari þjónustu en hún gerðist á dögum Madda og Berta, en síðan Berti hætti að gera við hjól sé varla hægt að tala um að almennri þjónustu við reiðhjólaeigendur í bænum hafi verið sinnt að staðaldri. Lárus „Patton” að stjórna æskulýðsfylkingunni. 43SK& FRA FJOLBRAUTASKOLA NORÐUR- Ajfj? LANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI UMSÓKNIR UM SKÓLAVIST OG HEIMAVIST Vegna fjölda umsókna um skólavist og heimavist á haustönn 1992 eru þeir, sem hafa hug á að stunda nám við skólann og hafa ekki þegar sótt um, beðnir að senda inn umsóknir sem allra fyrst og þó ekki síðar en 5. júní. ÍBÚAR SAUÐÁRKRÓKIATHUGIÐ! Þeir sem áhuga hafa á að leigja skólanum herbergi fyrir nemendur skólans eru beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans sem allra fyrst. SKÓLASLIT Skólanum verður slitið laugardaginn 23. maí n.k. kl. 14 í íþróttahúsinu. Allir velunnarar velkomnir. Jón F. Hjartartson skólameistari

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.