Feykir - 20.05.1992, Page 6
6 FEYKIR 19/1992
t
Björn Guðnason
byggingameistari
Fæddur 27. aprN 1929
Dáinn 11. maí 1992
Vinur minn, Bubbi Guðna er
látinn, langt um aldur fram.
Sérstæður mannkostamaður er
genginn. Kynni okkar hófust
fyrir 45 árum. Foreldrar mínir
og ég fluttum vorið 1947 í
„Vonina”, Freyjugötu 34. Mikið og
myndarlegt hús á þeim tíma.
Ungur og gerðarlegur piltur
utan úr Hofsósi falaðist eftir
herbergi og flutti þá síðsumars í
herbergið á norðurloftinu, og
hugðist vera þar a.m.k. fram á
næsta vor. Það teygðist úr
dvölinni og árin urðu sex í
"Voninni”. Mér er minnistæður
dagurinn þegar Bubbi flutti til
okkar. Það héldu mér engin
bönd, og þrátt fyrir áminningar
móður minnar fór ég strax í
heimsókn á norðurloftið og allt
frá fyrstu stundu var ég þar
velkominn. Fyrr en varði
eignaðist ég vin og leiðbeinanda
í Bubba, sem ég leit gríðarlega
mikið upp til. Það var vandratað
meðalhófið að ganga ekki um of
á vináttuna við hann, ég ekki
nema fjögurra ára þegar kynni
okkar hófust, en Bubbi fljótt
vinsæll og vinmargur. Vinátta
okkar óx frá ári til árs.
Samfélagið á norðurloftinu
sífelldur viskubrunnur og at-
hvarf. Stundum spilað á hand-
snúinn grammófón, lög sem
voru ”allt önnur” og "betri” en
á Gömlu gufunni. Bubbi tók
þátt í og skipulagði með mér
lífsbaráttuna og framtíðina.
Ég hafði séð tindáta hjá strák,
sem voru glæsilegri og litskrúðugri
en dæmi voru um í bænum á
þeirri tíð. Við vinirnir vorum
sammála um að slíka kjörgripi
væri nánast vonlaust að eignast.
En hvað skeði? Á næstu jólum
fékk ég þessa forláta tindáta frá
Bubba, vini mínum. Gleði min
var mikil, og lengi voru þessir
kjörgripir til á heimilinu,gengu í
erfðir til bræðra minna.
1951 var Skugga-Sveinn sýndur
í ”gömlu" Bifröst. Það kostaði 5
krónur fyrir börn á sýninguna,
og þótti dýrt. Skugga-Sveinn var
mikil leiksýning á þessum tíma.
Ákveðin varsérstök aukasýning
fyrir börn, aðsóknin var svo
mikil. Það var mér ofviða, þó
aðgangseyrir væri kominn niður
í tvær krónur. Þetta voru enn
atvinnuleysisár og lítið um aura
í bænum undir Nöfum. Við
ræddum það vinirnir, að það
væri afleitt fyrir mig að komast
ekki aftur á þessa snilldar-
sýningu. Hver biður mig þá að
koma sem snöggvast, upp á
norðurloft, nema Bubbi vinur
minn, gefur mér spánnýjan
túkall, og segir mér að drífa mig
á Skugga-Svein,því égsjái mikið
og lengi eftir því, ef ég missi af
sýningunni. Það komu margar
guðsgjafirnar ofan af norður-
loftinu. Þessar leifturmyndir frá
löngu liðnum tíma eru talandi
dæmi um þann kærleika og
manngæsku sem Bubbi viðhafði
við allt sitt samferðafólk. Hann
var alla tíð næmur á líðan
samferðamanna sinna, sígefandi
af sjálfum sér, ekkert of gott
fyrir vinina, stöðugt veitandi.
Bræður mínir nutu þess sama og
fjölskylda min öll.
Vináttan var til Iifstíðar, það
bar aldrei skugga á, sem
sjaldgæft er í mannlegum
samskiptum.
Bubbi kynntist konuefni sínu
í „Voninni”. Magga leigði
herbergi eins og hann. Eitt sinn
spurði hann mig, hvernig mér
litist á Möggu sem konuefni
fyrirsig? Égvarðstraxspenntur,
og sagði að Magga væri besta
stelpan sem hann gæti fengið. Þó
ungur væri, fann ég straumana
milli þessara góðu vina minna.
Þó Magga væri, að sumu leyti,
að taka frá mér minn traustasta
vin, náði afbrýðissemin ekki
teljandi tökum á mér. Því
vinátta mín við þau minnkaði
síst við samdrátt þeirra.
Magga og Bubbi fluttu úr
,,Von” á vordögum 1953, og
stofnsettu sitt eigið heimili.
Fyrst í því fornfræga húsi, sem
kennt var við Kristján Gíslason
„borgara”. Síðan lá leiðin til
Valda Bergs á Ægisstígnum, þá
á Freyjugötu lOb og síðan að
Hólavegi 22, þar sem Bubbi
hafði reist fjölskyldu sinni
veglegt hús. Það varð heimili
þeirra upp frá því, allt fram á
þennan dag.
Samlíf Bubba og Möggu varð
farsælt og hamingjuríkt, rnikið
jafnræði með þeim hjónum og
barnalán mikið. Fyrirmyndar-
hjónaband, eins og þau gerast
best. Heimili þeirra alla tið
mannmargt, opið og notalegt
kærleiksheimili.
Börn Bubba og Möggu eru:
Óskar Guðvin f. 7/7 1957,
tvíburarnir Lovísa Birna og
Guðni Ragnar f. 29/6 1959.
Yngstur er Björn Jóhann f. 20/5
1967. Barnabörnin eru orðin sjö.
Óskar og Lovísa búa með
fjölskyldum sínum hér á
Sauðárkróki, en bræðumir Guðni
og Björn dvelja í Reykjavík.
Bubbi hafði mannkosti sína
að veganesti, veraldlegan auð
engan, þegar hann kom á
Krókinn til náms i húsasmíði hjá
Sigurði Sigfússyni. Það voru
umbyltingatímar, hafnar miklar
framkvæmdir í sveitum, sem
náðu fyrr en varði hingað til
Sauðárkróks, bæjarins undir
Nöfum. Mikil athafnasemi og
áræði fylgdi Sigga Siff. og það
safnaðist að honum mikið
mannval. Bubbi var í þeirra
liópi. Krókurinn var ekki nægt
olnbogarými fyrir Sigga Siff, en
lærisveinar hans urðu eftir og
stofnuðu m.a. tvö fyrirtæki:
Litlu trésmiðjuna, forvera Tré-
smiðjunnar Borgar og Byggingar-
félagið Hlyn. Bæði urðu þessi
fyrirtæki afar öflugt á skagfirskan
mælikvarða, raunará landsvísu.
Bubbi stofnaði Byggingar-
félagið Hlyn árið 1954, ásamt
Braga Jósafatssyni, Reyni Ragnars-
syni, Isak Árnasyni og Kára
Hermannssyni.
Fyrirtækið óx og dafnaði og
tókst á við fjöldann allan af
stórverkum. Bubbi varð yfir-
smiður við byggingu Sjúkrahúss
Skagfirðinga á Sauðárhæðum,
undir stjórn Sveins Ásmunds-
sonar frá Ásbúðum. Við það
verk hlaut Bubbi þá eldskírn,
sem gerði hann að forystumanni
allt tii æviloka. Hann hafði
yfirumsjón með byggingu heilsu-
gæslustöðvarinnar við „Sjúkra-
húsið” og síðan öldrunarheimilið,
og við fráfall hans standa þessar
byggingar allar fullbyggðar.
Þau verða ekki talin frekar
öll þau mannvirki í héraði og
bæ, sem Bubbi hafði umsjón
með, eða lagði hönd að. Öldin
hefur senn runnið sitt skeið.
Enginn einn maður hefur komið
jafn mikið að byggingum hér á
Sauðárkróki og Björn Guðna-
son. Gróskumikið vaxtarskeið
bæjarins fylgdi starfsævi hans.
Síðasta stórvirkið sem hann
tókst á hendur, með félögum
sínum, var bygging Bóknáms-
húss Fjölbrautarskólans en þar
stendur nú fullbúinn grunnur,
mikið verk, sem bíður framhalds-
ins. Að sjálfsögðu byggði hann
hús mitt á Smáragrundinni, hver
annar? Ymsar mannabreytingar
urðu hjá Hlyn í gegnum tíðina,
en alla tíð var Bubbi hjarta
fyrirtækisins. Því miður hallaði
mjög undan fæti hjá Hlyn
síðustu misseri, sem auðveldaði
vini mínum ekki baráttuna við
hinn erfiða sjúkdóm. Hin hörðu
gildi, vaxandi samkeppni og
peningahyggja, og afleiðingar
þeirrar samfélagsþróunar, urðu
vini mínum mikill baggi, enda
honum anddrægt að fjarlægjast
hin mildari mannlegu gildi.
Mikið mannval hefur lengstum
verið hjá Hlyn og naut Bubbi
mikils trausts sem einn af
stjórnendum fyrirtækisins og
hnýtti vináttubönd við samstarl's-
menn sína, eins og alla aðra á
lifsleiðinni. Bubbi var fyrst og
fremst maður verksins og
framkvæmda, sívinnandi um-
fram það sem skynsamlegt var.
Fjármálamaður var hann ekki
að eðlisfari, en rekstrarmál
annaðist hann engu síður en
önnur verk.
Vinsældir Bubba vinar míns
voru með ólíkindum miklar,
eins hlédrægur maður og hann
var. Hann lét eitt sinn tilleiðast
að taka þátt í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningar. Hann stóð
uppi sem lang vinsælasti maður
flokksins, sem kom honum
alveg í opna skjöidu, en
velvildarmönnum hans var það
ekkert undrunarefni. Að hugsuðu
máli var Bubbi ekki tilbúinn að
taka að sér pólitíska forustu, og
hafnaði vegsemdunum og sigldi
lygnan sjó með flokki sínum. í
raun var Bubbi vinur minn
þeirrar gerðar, að pólitísk störf
hlutu að vera fjarlæg honum.
Mannkostir hans voru hafnir
yfir alla flokkadrætti.
Aðfaranótt 11. maí ók ég
norður yfir heiðar, og heim, mót
silfurtærri vornóttinni, með
sólareld við hafsbrún. Það var
svalt en fagurt. Að kvöldi þessa
dags höfðu tveir vinir mínir
kvatt þetta líf, Bubbi og Ýtu-Keli
(Þorkell Halldórsson), hinum
megin götunnar. Leiðir okkar
lágu oft saman á Sæmundar-
götunni. Bubbi að huga að
fyrirtæki sínu, ég við verslun
mína. Samfélagið í götunni er
fátækara, það er ekki samt.
Björn Guðnason var mikill
mannkostamaður, með ljúfustu
mönnum sem þetta hérað hefur
alið á þessari öld, umburðar-
lyndur drengskaparmaður. Gjörvi-
legir afkomendur hans munu
minna á forföður sinn. Ég kveð
nú minn gamla góða vin.
Fjölskyldan mín þakkar órofa
tryggð í áratugi. Það er
söknuður i hjarta, það eiga
margir um sárt að binda.
Eiginkona, börn og barnabörn,
tengdafólk, systur, frændfólk og
vinir. Tengdamóðir sem sér að
baki miklum vini. Slíkir menn
sem Björn Guðnason verða ætíð
fátíðir, en verðmætir hverju því
samfélagi sem þeir fæðast í.
Það er bjart yfir minningunni
um Björn Guðnason, mann-
gæskumann sem genginn er.
Hans verður minnst langt inn í
framtiðina.
Hörður Ingimarsson.
Þegar ég fyrir 18 árum ákvað
að flytjast nær heimahögunum
og koma á Krókinn, hafði ég
samband við Björn Guðnason
byggingameistara hjá Byggingar-
félaginu Hlyn. Það var auðsótt
mál að fá vinnu og námssamninginn
fluttan frá Húsavík,enda nógað
gera á Króknum á þessum tíma
og gósentimabil fyrir bygginga-
mann af guðs náð eins og Björn
Guðna.
Þetta var þjóðhátíðarvorið
1974. Það var verið að byrja á
sökklum undir heimavist Fjöl-
brautaskólans. Nokkur hús
höfðu þegar þarna var komið
verið byggð uppi í Hliðahverfinu.
Á þessum tíma var framundan
mikið uppbyggingartímabil á
Króknum. Bærinn þandist út á
nokkrum árum, tugir íbúðar-
húsa byggð á hverju ári og hver
stórbyggingin rak aðra.
Smiðir þurftu síður en svo að
kvarta undan verkefnaleysi.
Helst þurftu þeir að vera á
mörgum stöðum í einu að vinna.
Það hentaði Bubba Guðna
ágætlega. Það var hans stíll
mátti segja að þeytast á milli
vinnustaða ogsetja smá „trukk”
á verkin. Hann kom og tók góða
skorpu og varsvo þotinn burtuá
hvítu fólkswagenbjöllunni, hafði
kannski rétt tíma til að segja við
strákana: „Það er bras í mixinu,
ha”. Þetta var klassískt orða-
tiltæki hjá Bubba. Og hviti
voffinn var á þeytingi um bæinn
allan liðlangan daginn, yfirleitt
vel lestaður. Toppgrindin var
óspart nýtt og menn höfðu á orði
að það væri hreint ótrúlegt hvað
Bubbi kæmi miklu á toppinn.
Þetta væri bara eins og vörubíll.
Það var einn síðasta veturinn
minn á Hlyn sem ég kynntist
Bubba Guðna ákaflega vel.
Þennan vetur var Hlynur að
byggja iðnaðarhúsnæði sitt í
Borgartúni. Það má segja að
mestmegnis værum við Bubbi
þarna tveir einir allan veturinn.
Reyndar var Björn þarna aðeins
stund og stund, þar sem liann
þurfti að líta eftir öðrum
verkum. En það gekk undan
drengnum þegar hann var á
staðnum.
Þessi vetur er einn sá
skemmtilegasti sem ég man eftir,
þrátt fyrir vetrarmyrkrið og oft
erfið vinnuskilyrði. Ég hafði
talsvert frjálsar hendur eins og
margir þeir sem unnu með Birni,
vegna þess að hann lagði mikið
upp úr því að menn ættu að sjá
fram úr hlutunum sjálfir, sem
sagt að læra að bjarga sér. Enda
var lífsskoðun Björns byggð á
frelsi einstaklingsins og athafnaþrá.
Vinnufélaginn var ákaflega
skemmtilegur og þær voru
margar vísurnar og sögurnar
sem Bubbi sagði mér þennan
vetur. Hann hafði t.d. ákaflega
gaman að segja frá þeirri
lífsbaráttu sem Skagfirðingar
háðu áratugina á undan og
gjaman fylgdu þá með gaman-
sögur og vísur, eftir Halla
Hjálmars, ísleif Gísla eða aðra
höfuðsnillinga. Mér fannst Björn
hafa þroskandi áhrif á mig
þennan vetur og með okkur
tókst vinátta sem hélst, þrátt
fyrir að fundum okkar bæri lítið
saman eftirað églagði hamarinn
frá mér fyrir nokkrum árum.
Björn var eins og áður segir
byggingarmaður af guðs náð.
Það var ekki nóg með að hann
væri húsasmiður að atvinnu.
hann var það í tómstundum líka.
Björn var afkastamikill og vann
gjarnan langan vinnudag yfir
sumarmánuðina. Hann var
filhraustur og heilsan var góð.
Það másegjaað honum hafiekki
orðið misdægurt alveg þar til
hann fór að kenna lasleika síns
fyrir um ári. Lokavertíðin var
Birni erfið og lést hann á
Sjúkrahúsi Skagfirðinga á „loka-
daginn” 11. maí sl.
Björns er nú sárt saknað af
stórri fjölskyldu, sem hann hlúði
einkar vel að og fjölda vina. Ég
vil votta nánustu ættingjum
samúð mína. Það ergjarnan sagt
til huggunar að minningin sé
dýrmætust allraeigna. Vissulega
er það rétt, því sá sem á ekki
skemmtilegar og góðar minningar
í hugskotinu, hlýtur að eiga á
brattann að sækja i lifinu. Björn
Guðnason skipar ábyggilega
veglegan sess í hugum margra
samferðamanna. Blessuð sé
minning haas.
Þórhallur Ásmundsson.