Feykir


Feykir - 20.05.1992, Síða 8

Feykir - 20.05.1992, Síða 8
Öháö fréttablaö á Noröurlandi vestra 20. maí 1992,19. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Sími 35353 L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna Vaktavinna í Fiskiðjunni Bætt verður við 30 - 40 manns Starfsfólk Fiskiðjunnar sam- þvkkti í síðustu viku að tekið yrði upp vaktafyrirkomulag í frystihúsinu til reynslu í júní og júlí í sumar. Af 74 sem greiddu atkvæði voru 46 fylgjandi tilrau ninni 27 á móti. Vaktavinnan gerir það að verkum að bæta þarf við rúmlega 30 manns fyrir utan sumarafleysingafólk, en 70- 80 skólanemar hafa óskað eftir vinnu. Unnið verður á tveim vöktum. frá sex á morgnana til tvö á daginn og síðan frá tvö til átta á kvöldin. Fastráðnir starfsmenn Fisk- iðjunnar munu flestir vinna á fyrri vaktinni, en hinirásamt skólafólkinu á seinni vakt- inni. Greitt verður 53% álag Guðbjörg sú fyrsta yfir 16 metrana Guðbjörg Gylfadóttir frá Skagaströnd bætti enn íslands- nietið í kúluvarpi á móti í Bandaríkjunum í fyrrakvöld, og varð fyrst íslenskra kvenna til að kasta vfir 16 metra. Guðbjörg kastaði 16,33 metra og hefur því næstum bætt Islandsmetið um einn meter á tæpum mánuði. Fyrst bætti hún það um 35 fyrir tveimur vikum. Guð- sentimetra, í 15,75 og síðan björg virðist líkleg til að bæta aftur um tæpa 30 sentimetra metið enn frekar í sumar. á fyrstu tvo tímana á morgnana og segir Einar Svansson framkvæmdastjóri að launin eigi ekki að skerðast við þetta breytta fyrirkomulag, og þeir starfs- menn sem hingað til hafi aðeins unnið dagvinnuna hækki í launum. Samningurinn sem gerður hefur verið er all frábrugðinn rammasamningi. Hann tryggir greiðslu umsamins álags í allt að tvo daga í senn, þó að hráefnjsskortur eða hliðstæð tilvik valdi verkefnisskorti. Vari hráefnisskortur lengur greiðast dagvinnulaun til allra starfsmanna. f i if &*■ J Æ Eftir kalt vor hefur hitastigið hækkað verulega, menn fullyrða að nú sé vorið komið og sumarið innan seilingar. Það hefur heldur betur lifnað vfir hlutunum síðustu daga og útiverkin komin á fullt. Pálmi í Pálmalundi er einn þeirra sem framkvæmdahugurinn hefur gripið, og hér eru smiðir að laga þakið svo það haldi örugglega gróðrarskúrunum. Strax farið að bítast um aðsetur kjördæmissamtakanna Ljóst er að Kjördæmis- samband Norðurlands vestra verður stofnað í haust í kjölfar Austur-Húnavatnssýslur: Leitað leiða til að styrkja rekstur samvinnufélaganna Aðalfundir samvinnufélaganna í Austur-Húnavatnssýslu voru haldnir í síðustu viku. Vegna samdráttar í héraðinu eru nokkrar blikur á lofti varðandi rekstur félaganna en sammála voru menn um það á fundunum að með samstilltu átaki þyrfti að styrkja félögin til að þau yrðu betur i stakk búin til að takast á við vanda komandi ára. A fundunum var ákveðið að stjórnir félaganna skoðuðu leiðir í þessu sam- bandi og leggi niðurstöður þeirra athugana fyrir fram- haldsaðalfund. Kaupfélag Húnvetninga hefur átt við nokkurn rekstrarvanda að etja undan- farin ár. Eiginfjárstaða félagsins er orðin neikvæð og vaxta- byrði því þung. Á síðasta ári varð hagnaður félagsins 7.5 milljónir fyrir fjármagnsliði, en vegna hárra vaxta varð 17,8 milljóna halli á félaginu. Eiginfjárstaða Sölufélags- ins er hinsvegar sterk og út á við er greiðslustaða þessara tveggja félaga, sem rekin eru í mjög nánu samstarfi, í góðu lagi. Hinsvegar skuldar Kaup- félagið Sölufélaginu nokkurt fé og þarf að lagfæra þá stöðu milli félaganna. Á aðalfundi Kaupfélagsins var ákveðið að stofna b- stofnsjóð, en það mundi styrkja félagið mjög að fá þannig nýtt fé inn í reksturinn. Hjá Sölufélaginu var hinsvegar ákveðið að bíða með allar lagabreytingar til framhaldsaðalfundar, sem haldinn verður í júní, ef menn kæmust að þeirri niðurstöðu við athugun að skynsamlegt væri að gera einhverjar skipulagsbreytingar, t.d. með því að sameina reksturinn. Lilja Ámadóttir á Blönduósi gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn KH og var Hilmar Kristjánsson kjörinn í hennar stað. Þá hafði Friðrik Björnsson á Gili setið í níu ár í stjórn SAH og var því ekki kjörgengur. í hans stað var Jóhanna Magnúsdóttir Ár- túnum kjörin í stjórnina. Framkvæmdastjóri beggja félaganna er Guðsteinn Einars- son. MÓ. þess að Fjórðungssamband Norðlendinga verði lagt niður. Sveitarstjórnir í kjördæminu hafa lýst vilja sinum til stofnunar slíkra samtaka og svo virðist sem nógir verði til þess óska eftir skrifstofu samtakanna til sín. Hrepps- nefnd Hvammstangahrepps lét á síðasta fundi bóka að hún teldi Hvammstanga ákjósan- legan stað fyrir aðsetur samtakanna, og á aukafundi Fjórðungssambandsins á dögun- um létu Blönduósingar í það skína að þeir vildu gjarnan að hækistöðvar nýju samtakanna yrðu hjá þeim. Á aukaþinginu var ákveðið að haldið yrði áfram undir- búningi tveggja svæðissam- taka sem kæmi í stað Fjórðungssambandsins, en síðasta þing þess verður haldið í Vestur-Húnavatns- sýslu í haust, á Reykjum eða Hvammstanga. Birni Sigurbjörnssyni á Sauðárkróki var falið að kalla saman undirbúnings- nefndina fyrir Norðurland vestra sem kemur til fundar í þessari eða næstu viku. Auk Björns eru í nefndinni Valgarður Hilmarsson á Fremstagili, Bjami Þór Einars- son Hvammstanga, Sigfríður Angantýsdóttir Hólum og Björn Valdimarsson Siglu- firði. Björn sagði að drög að lögum samtakanna gerðu ráð fyrir að formaðuryrði kosinn til tveggja ára í senn og embættið færðist milli staða. Þeirri hugmynd hefði einnig verið fleygt að framkvæmda- stjórinn fylgdi formanninum. Menn teldu þetta fyrirkomu- lag líklegt til að skapa ferskleika í starfi samtakanna, en aðrir teldu hættu á losarabrag með þessum hætti. Að sjálfsögðu væri einnig talað um að ákveða fast aðsetur samtakanna og aug- lýsa eftir framkvæmdastjóra. „Jú sjálfsagt verða ein- hverjir sem keppa að því að fá þetta til sín. Það hefur því miður stundum verið þannig að menn séu tilbúnir að stíga skóinn hver af öðrum. Ég hef samt trú á því að menn hafi þann þroska að skerast ekki úr leik þó þeir hreppi ekki hnossið. Aðalatriðið með stofnun samtakanna er að efla samstarf staðanna”, sagði Björn. CÆOAFRAMKOLLUN \ GÆÐAFRAMKOLLUN BÓKABtE) BEYNJARS

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.