Feykir - 28.10.1992, Blaðsíða 5
37/1992 FEYKIR 5
„Það getur enginn gert út á landfrystinguna"
segir Sveinn Ingólfsson hjá Skagstrendingi á leið til Namibíu
Sveinn Ingólfsson fram-
kvæmdastjóri Skagstrend-
ings er þessa dagana að
leggja land undir fót og
liggur leiðin alla leið til
Namibíu. Þarlendir hafa
óskað eftir aðstoð við
skipulagningu útgerðar
og fiskvinnslu, en gjöful
fiskimið eru úti fyrir
ströndum Namibíu. „Við
vonumst til að geta
aðstoðað þá og kannski
haft einhvern hagnað af
að senda þangað menn í
stjórnunarstöður, efni,
tæki og jafnvel skip”,
sagði Sveinn Ingólfsson
í samtali við Feyki.
Sveinn á samt ekki von á
því að væntanlegur
frystitogari Skagstrend-
ings eigi eftir að stunda
veiðar á Namibiumiðum,
frekar sé líklegra að
hann fari til veiða við
Nýja-Sjáland en það
mál sé í biðstöðu.
Útflutningsráð ásamt fleiri
aðilum, hafa bent á þá
möguleika að til séu ónýtt
veiðisvæði víða í heiminum
sem íslenskir útgerðarmenn
sinni ekkert. Skagstrendingur
er aðili að ráðgjafafyrirtæki
sem heitir Nýsir hf. Til þessa
fyrirtækis barst beiðni á
dögunum frá þróunarsam-
vinnustofnuninni, hvort Is-
lendingar væru tilbúnir að
aðstoða Namibíumenn við
útgerð og fiskvinnslu? Beiðnin
kom með milligöngu sendi-
ráðs Namibíu í Svíþjóð og
utanríkisráðuneyta Svíþjóðar
og Islands.
Aflasamdráttur um
tæpan helming
„Útgerð og fiskvinnsla í
Namibíu hefur fyrst og
fremst verið í höndum
útlendinga. Nú vilja þeir
helst fá einhverja nógu smáa
aðila, með reynslu, til
aðstoðar við skipulagningu
útgerðar og fiskvinnslu”,
segir Sveinn Ingólfsson en
hann mun halda út nú um
mánaðamótin og dveljast
ytra í vikutíma.
Sveinn óttast mjög þann
mikla aflasamdrátt sem
orðið hefur í veiðum nú í ár.
Sl. sjö ár hafa skip
Skagstrendings aflað 20-25
tonn á dag frá tímabilinu maí
til ágúst sem eru helstu
aflamánuðir ársins. I árhefur
dagsveiðin einungis verið um
12,2 tonn að meðaltali á
þessu tímabili. „Eg er
hræddur um að þessi afla-
samdráttur vari eitthvað
áfram og við náum ekki þeirn
afla sem á þarf að halda á
þeim hefðbundnu miðum
sem við þekkjum best ”, segir
Sveinn.
Nýja-Sjálandsmið
enn í myndinni
Afkoma frystiskipa-
útgerðar hefur einnig versnað
að því leyti að dollarinn hefur
fallið um 10% á skömmum
tíma, en afurðirnar fara að
mestu leyti á Bretlands-
markað. Það er því fyrirséð
að rekstur hins nýja togara
Skagstrendings verður erfiður.
Sveinn segist ekki vera búinn
að gefa upp von um að nýi
togarinn fari til veiða við
Nýja-Sjáland, þrátt fyrir að
meirihluti Skagstrendings hafi á
dögunum verið mótfallinn
því að málaumleytunum í þá
veru yrði haldið áfram.
„Einn stjórnarmanna sem
var mótfallinn þessu sagði sig
úr stjórninni og það er
ómögulegt að segja nema
varamaður hans sé annarrar
skoðunar”, sagði Sveinn.
Hann var spurður að því
hvort ekki kæmi til greina að
hætt yrði við sölu Arnars ef
tækist að finna nýja skipinu
hagkvæman rekstur utan
fiskveiðilögsögu Islands.
Vinir og Ættingjar!
Þakka innilega komuna í Höfðaborg,
allar gjafimar, blómin, skeytin,
símtölin, kossana og kveðskapinn.
Guð blessi ykkur öll!
Pála Pálsdóttir.
fangelsa. Það eru ekki þeir
aðilar sem greiða hæstu
verðin fyrir vöruna skildi
maður ætla”.
En þið eruð sem sagt að
leita allra leiða til að
atvinnulíf staðarins verði
fyrir sem minnstum skakka-
föllum og unr leið reyna að
styrkja stöðu fyrirtækisins?
„Við erum á fullu að reyna
að gera eitthvað sem drægi úr
þeim afleiðingum sem salan á
Arnari hefur, allavega for-
ráðamenn Skagstrendings og
hreppsins og ég vona líka
þeir hjá Hólanesi. Þetta er í
raun ósköp svipað og
sveitastjómarmenn og stjóm-
endur fyrirtækja víða um
land standa frammi fyrir.
Reyna að koma hlutunum
þannig fyrir að þessi kreppa
sem hér ríkir skaði íbúana
sem minnst. Því það er
auðséð mál að þegar aíli
dregst saman um helming
halda ekki allir vinnu”, sagði
Sveinn Ingólfsson.
Svæðisskrifstofa máiefna fatiaðra
á Norðurlandi vestra auglýsir eftir umsóknum
til Framkvæmdasjóðs fatlaðra.
Hlutverk sjóðsins skv. 40. gr. laga nr. 59/1992 er:
1. Sjóðurinn skal fjármagna stofnkostnað þjónustustofnana fatlaöra sbr. 9. gr., og
heimila fatlaðra skv. 3. - 6. tölul. 10. gr. sem eru á vegum rlkisins.
2. Sjóöurinn fjármagnar þjónustustofnanir og heimili fatlaðra á vegum sveitarfélaga sbr.
1. tölul., eftir þvl sem nánar er kveðiö á um I samningum skv. 13. gr.
3. Heimilt er sjóðnum að veita félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum styrk til að
koma á fót þjónustustofnunum og heimilum fatlaðra, sbr. 1. tölul.
4. Sjóönum er heimilt að veita framkvæmdaraðilum félagslegra leiguíbúða og
kaupleigulbúðal leigu, sbr. lög um Húsnæðisstofnun rlkisins og 1. og 2. tölul. 10. gr.
laga þessara styrk til greiðslu framlags sem framkvæmdaraðilum ber að leggja fram
samkvæmt lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Styrkur þessi má nema helmingi af
framlagi framkvæmdaraðila þegar sveitarfélög eiga I hlut, en má ná til alls framlagsins
þegar um aðra framkvæmdaraðila er að ræða. Framlag Framkvæmdasjóðs
samkvæmt þessu ákvæöi er endurkræft sé Ibúð tekin til annarra nota en I þágu
fatlaðra.
5. Heimilt er að verja allt að 10% af ráðstöfunarfé sjóösins til lagfæringa á aögengi
opinberra bygginga með þaö að markmiöi að hreyfihamlaðir og blindir geti athafnað
sig meö eðlilegum hætti. Framlag úr sjóönum skal aldrei vera meira en sem nemur
helmingi af kostnaði vegna hverrar einstakrar framkvæmdar.
6. Heimilt er að verja allt aö 25% af ráðstöfunarfé sjóösins til meiri háttar
viöhaldsframkvæmda, sem ekki falla undir rekstrarviöhald I skilningi fjárlaga, á þeim
heimilum fatlaöra og þjónustustofnunum fatlaðra sbr. 1.-3. tölul., sem byggðar /
keyptar hafa veriö og falla innan gildissviðs þessara laga. Úthlutun þess fjár sem
variö er til viöhaldsframkvæmda skal vera í höndum félagsmálaráðuneytis.
7. Auk verkefna skv. 1.-6. tölul. er Framkvæmdasjóöi fatlaðra heimilt að veita fé til
annarra framkvæmda sem nauösynlegar eru taldar I þágu fatlaöra, svo sem
breytinga á almennum vinnustöðum þar sem fatlaðir starfa. Enn fremur er sjóönum
heimilt aö veita fé til kannana og áætlana í málefnum fatlaðra.
Umsóknum skal skilaö til
Svæöisskrifstofu málefna fatlaöra,
Ártorgi 1. 550 Sauökróki
fyrir 15. nóvember n.k.
Sveinn Ingólfsson t.h. í brú Örvars á neyðarvakt sem sett var í
skipinu meðan febrúarveðrið 1990 geysaði.
eftirsótt vara. Menn er að
Aldrei að segja aldrei
„Það á aldrei að segja
aldrei, en ég held samt við
verðum að leitast við að
breyta um útgerðarhætti.
Það getur engin gert út á
landfrystinguna áfram. Hún
er í þessu gamla formi á
niðurleið. Þetta er ekki
mæta nútíma kröfum með
ýmsum sérpakkningum og
vandaðri vöru. Eg heyrði í
fréttum nú á dögunum ef rétt
hefur verið eftir haft, að ÚA
framleiddi 60% í blokk. Mér
skilst að blokkin sé að
langmestu leyti seld til þeirra
sem ráða ekki hvað er keypt
ofan í þá, þ.e.a.s. til skóla og