Feykir


Feykir - 28.10.1992, Blaðsíða 8

Feykir - 28.10.1992, Blaðsíða 8
28. október 1992,37. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLÝSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Cimai ococo M Landsbanki bimi wöJoJ í WA Islands Banki allra landsmanna Litill bati á miðunum Aðalfunfur Hólaness á Skagaströnd: Vill samtvinna fiskvinnslu og útgerð Drangeyjan landaði 77 tonnum í fyrradag, en annars hefur flskirí verið tregt undanfarið. Skafti selur í Þýskalandi í dag og Skagfirðingur er nú á karfaslóð, enda söludagur á næsta leyti, 8. nóvember. Hegranesið hefur verið í slipp syðra síðustu tvær vikurnar, en reiknað er með skipinu á veiðar eftir rúma viku. Þokkalega hefurgengið að halda uppi vinnu í frystihús- unum undanfarið. „Þetta er harður slagur en hefur nokkum veginn hangið saman” ,sagði Einar í Fiskiðjunni. Línubátar eru að byrja veiðar, og mun þeim fjölga talsvert nú um mánaðamótin en þá tekur tvöföldun kvótans gildi. Hegranesiðer í 16 ára klössun nú ogekki um stórvægilegar viðgerðir að ræða, en tilfallandi skrámur síðustu ára lagfærðar nú, svo sem smávægilegar beyglur á stefni og skut. Drangey landaði á Siglu- firði, þar sem sýnt þótti að vinna yrði meirihluta aflans þar ytra. „Það hefur gengið vel hjá okkur.jöfn ogstöðug vinnsla og það hefur tekist sem að var stefnt að fólkið hafi næga vinnu”, sagði Arni í Skildi. Sautján milljóna króna tap varð á rekstri Hólaness á Skagaströnd á síðasta ári, en 11 milljón króna hagnaður á fyrri helmingi þessa árs. Eiginfjárstaðan var jákvæð um 30 milljónir í lok síðasta árs. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Fjölmenni var á fundinum og umræður málefnalegar. Breytt staða við hráefnisöflun, vegna ákvörðunar um sölu Arnars, var þungamiðjan í umræðunum. Alyktun var samþykkt þar sem fram kemur að stefna beri að því að sameina eða samtvinna fiskvinnslu Hóla- ness og útgerð Skagstrendings, með því móti megi vænta þess að staða atvinnulífs og byggðar á Skagaströnd styrkist. Bent er á þrjá möguleika í þessu sambandi: fiskVinnslan verði í höndum Skagstrend- ings en rækjuvinnslan hjá Hólanesi, fyrirtækin verði sameinuð þannig að öll vinnslan verði á einni hendi, eða Skagstrendingur verði meirihlutaeigandi að Hóla- nesi með fyrrgreind markmið að leiðarljósi. Samþykkt var að hreppsnefnd hefði for- göngu um málið sem stærsti eignaraðili beggja fyriitækjanna. Karl Bemdsen lagði fram tillögu urn að skorað yrði á stjórn Skagstrendings að fresta sölu Arnars. Sú tillaga var felld í leynilegri atkvæða- greiðslu. Töldu fundarmenn sig greina að fulltrúar hreppsins höfðu fellt tillöguna, en þeir sörnu eiga einnig sæti í stjórn Skagstrendings. Gamli hærinn rýmdist talsvert á dögunum þegar gamla slátur- og frystihúsið gegnt fóðurblöndunarstöðinni (gamla mjólkursamlaginu) var rifið. Það voru Króksverksmenn sem hreinsuðu svæðið á einum degi. Húsin voru byggð snemma á þessari öld og lengi vel þjónuðu þau frjálsa framtakinu í bænum. Steindór Jónsson og fleiri voru þarna með slátrun fram til 1942, síðan fiskverkum og síldarfrystingu þar til kaupfélagið keypti húsin 1950. Þá urðu þau fljótlega pakkhús og voru notuð sem geymslur síðustu árin. Aukin og bætt lýsing á Króknum Þessa dagana er verið að koma fyrir lýsingu á svæðinu kringum heimavist Fjölbrauta- skólans og íþróttahúsið á Sauðárkróki. Þetta er gert til að fyrirbyggja mikla slysa- hættu í skammdeginu, þegar bílafjöldi er mikill við íþrótta- húsið, en iðulega eru þar samankomin 600 manns á kappleikjum. Lýsing í og við bæinn er stöðugt að aukast og batna. Samt er áberandi hvað endurskinsmerkjanotkun er lítil, og er þar vafalaust um að kenna að áróður hefur verið lítill í þessum efnum undanfarið. Nýlega var kveikt á staurunum meðfram Sauðár- króksbraut milli Skagfirð- ingabrautar og Strandvegar, og er þá skokkhringur margra Króksara orðinn upplýstur að fullu. Eins og áður segir er lýsing alltaf að aukast og hafa vegfarendurá leið í bæinn tekið eftir nokkrum breytingum á ljósa- hafinu frá síðasta vetri. Eru þar mest áberandi skær ljós við nýja bensínstöð Esso við Ábæ. Helmingi minna um rjúpu en á síðasta hausti skiptar skoðanir meðal rjúpna- skyttna umveiðibann „Ég hef aldrei séð svona lítið af rjúpu áður og það hlýt.ur að vera kominn tími til að friða hana. IVlér fannst að ætti að banna veiðar í haust og er þeirra skoðunar að friða eigi hana í tvö ár meðan hún er í lægð”, segir Haukur Friðriks- son rjúpnaskytta á Hvamms- tanga. Hann hefur fengið ellefu, átta og tvær í þau þrjú skipti sem hann hefur gengið til rjúpna í haust. Ekki eru allir sömu skoðunar og Haukur um veiðibannið. Sigurfinnur Jónsson á Sauðárkróki segir að helm- ingi minna sé af rjúpu núna en í fyrra. „Ég er viss um að Jónsmessuhretið hefur haft sitt að segja. Það er talsvert um minni fugl núna en vanalega, sem líklega hefur komið úr eggi eftir hretið”, segir Finni. Hann er ekki þeirra skoðunar að banna eigi rjúpnaveiðar, en hins- vegar mætti stytta veiði- tímann til 1. desember. „Það er veikasti fuglinn sem verður fyrst fyrir skoti og sá sem lifir fram til 1. des. þraukar veturinn örugglega. Sigurfinnur Jónsson er ekki hlynntur rjúpnaveiðibanni. Það sem hinsvegar þarf endilega að gerast, er að banna mönnum að skjóta fugl úr bílum, fjórhjólum og vélsleðum. Það er sú veiði- mennska sem stefnir stofn- inum í hættu. Hinsvegar er af hinu góða að banna veiðar á einstökum svæðum, ef t.d. tekst að vernda Þingvalla- svæðið, en þar er víst mikið um rjúpu”, sagði Sigurfinnur. Hann hefur mest fengið 30 rjúpur á þessu hausti. GÆDAFRAMKOLLUN GÆDAFRAMKOLLUN EÓKABÚÐ BRYTÍJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.