Feykir


Feykir - 04.11.1992, Blaðsíða 5

Feykir - 04.11.1992, Blaðsíða 5
38/1992 FEYKIR5 „Stækkun íþróttahússins leysir ekki þá þörf sem þegar er til staðar“ Segir Pálmi Sighvatsson húsvöröur sem telur ódýrari og betri lausn aö byggja nýtt hús Pálmi Sighvatsson er hér að leggja af stað í Reykjavíkurhlaup sitt, sem hann þreytti ásamt Ottari Bjarnasyni fyrir rem misserum. Talsveróar vangaveltur hafa átt sér stað hjá forráóa- mönnum íþróttamála á Sauðárkróki, varóandi þaó hvernig hægt veröi að uppfylla þær kröfur sem bæjarbúar gera um aóstöðu til íþróttaiðkunar aó vetrin- um. Aösóknin aó íþrótta- húsinu og gamla salnum í barnaskólanum er það mikil, að ef allir heföu átt að fá tíma sem sóttu um í haust, væru síðustu tím- arnir um fimmleytið að nóttunni. Ljóst er því aó stækkun íþróttahússins mundi hvergi nærri leysa þessa þörf. Einn þeirra manna sem velt hafa þessum málum verulega fyrir sér er Pálmi Sighvatsson húsvörður íþróttahússins. Pálmi hefur sett fram þá hugmynd að í stað þess að íþróttahúsið verði byggt upp í fulla stærð, verði byggð stálgrindarskemma 75 metrar að lengd og 24 metrar að breidd, eða alls 1800 fermetra hús, en stækkun iþróttahússins mundi nema 713 fermetrum. Aætlaður kostnaður við stækkun íþróttahússins er um 100 milljónir króna. Frændi Pálma, Sveinn Pálmason frá Reykja- völlum, er hinsvegar tilbúinn að reisa stálgrindarhúsið sem áður er nefnt fyrir 75 milljónir, eða milljón á lengdarmetrann. Hann býður jafnfram upp á það að hægt væri að vinna hluta verksins í sjálfboðavinnu, og Tindastólsmenn væru daprir treystu þeir sér ekki til að vinna 20% verksins, og ná kostnaðinum þannig niður samsvarandi. Samnýting búnings- klefa fyrir bæði húsin ,,Mér finnst þetta mjög álitlegur kostur. Hann segist treysta sér til að ganga þannig frá húsinu á tímabilinu maí- ágúst, að hægt sé að taka það í notkun í september. Mér sýnist upplagt að það rísi við hlið þessa húss og snúi austur og vestur samsíða suðurhlið malarvallarins. Þetta svæði kæmi ekki fil meðað nýtast betur í framtíðinni. Trúlega yrði að byggja þá tvo búningsklefa sem vantar við iþróttahúsið í dag, en síðan mætti nýta þessa sex búnings- klefa við bæði húsin, og það yrði gert þannig að hleypa inn í þau á hálfa timanum til skiptis. Það þyrfti trúlega ekki að ráða nema í 1/2-1 stöðu í viðbót, unnt yrði að nýta þvottavél sem hér er til staðar og rekstur beggja húsanna yrði því mjög ódýr og hag- kvæmur”, sagði Pálmi. Hætta á að við drögumst aftur úr Hann hugsar sér að með tilkomu stálgrindarhússins yrði íþróttahúsið gert að körfubolta- höll og bætt yrði við einni og hálfri sætasamstæðu, þannig að sæti bættust við fyrir 140 manns. „Það voru mistök að byggja aðeins hálft húsásínumtíma,en fyrir þessa slysni sitjum við uppi með skemmtilegasta körfubolta- hús landsins i dag. Nýja húsið mundi hinsvegar henta mjög vel fyrir knattspyrnu og frjáls- íþróttafólk. Húsnæðiseklan skapar það, að í dag er stórhætta á því að við drögumst aftur úr í íþróttunum, og ég er hræddur um að sú sé reyndin nú þegar. Þetta mundi líka léttagífurlega á íþróttakennslunni í skólunum og um leið gefa almenningi meiri möguleika til íþróttaiðkunar. Forráðamenn bæjarins verða að gera það upp við sig hvernig þeir ætla að koma til móts við þá vakningu sem orðið hefur í almenningsíþróttum í bænum undanfarin ár. Iþróttahúsið í dag er í raun nýtt sem 67% hús, þótt helminginn vanti. Það er því alveg ljóst að gagnvart almenningi leysir stækkun íþrótta- hússins engan vanda. Og þá er hætt við að úr því yrði ekki bætt fyrr en eftir einhverja áratugi. Einhverra hluta vegna hafa forvígismenn íþróttamála í bænum lítinn gaum gefið þessum málum, en það er alveg ljóst að ákvörðun verður að liggja fyrir fyrr en seinna”, segir Pálmi Sighvatsson. Bcetl póstþjónusla Nútíma póstþjónusta byggir á hraða, gæðum og áreiðanleika. Með næturflutningum á pósti rnilli Akureyrar og Reykjavíkur höfum við stigið enn eitt skrefið til hættrar póstþjónustu, einstaklingum og fyrirtækjum til hagsbóta. Með þessari bættu þjónustu myndast samfellt flutningskerfi fyrir póst um Norðurland, Vesturland og höfuðborgarsvæðið. Með samtengingu þessara svæða við bila er flytja póst um Suðurland og Suðurnes geta 80-85% landsmanna nýtt sér þessa bættu þjónustu. Markmið okkar er að þóstsendingar, sem eru póstlagðar fyrir kl. 16.30 á höfuðborgarsvæðinu og póstleiðunum, verði komnar í hendur viðtakenda næsta virkan dag. Viðkomustaðir póstbílanna eru: _Q ■ö C JS 3 *0 AKUREYRI VARMAHLlÐ SAUÐÁRKRÓKUR SKAGASTRÖND BLÖNDUÓS HVAMMSTANGI BRÚ BORGARNES AKRANES REYKJAVÍK = HVERAGERÐI Q SELFOSS V) -Q HELLA* S HVOLSVÖLLUR* fC VIK** ^ EYRARBAKKI*** STOKKSEYRI*** VI ÞORLÁKSHÖFN *ef póstlagt er fyrir kl. 15:30. **ef póstlagt erfyrirkl. 13:30. ***ef póstlagt erfyrir kl. 16:00. -Q fö 'In (U C 3 *o 3 KEFLAVIK GRINDAVIK* VOGAR* GARÐUR** SANDGERÐI** KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR** NJARÐVÍK »ef póstlagt er fyrir kl. 15:30. ► ef póstlagt er fyrir kl. 14:30. PÓSTUR OG SIMI Viö spörum þér sporiu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.