Feykir


Feykir - 04.11.1992, Blaðsíða 4

Feykir - 04.11.1992, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 38/1992 „Orðið eftirsótt að leika á tónleikum hjá okkur" Segir Guörún Helga Bjarnadóttir um þróttmikiö starf Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga Það er óhætt að segja aö dugmikil starfsemi Tón- listarfélags Vestur-Hún- vetninga hafi vakiö verulega athygli út fyrir héraðió, enda hafa tónlistarflytjendur á konsertum félagsins oft ekki verið af verri endanum. Líklegt má telja að margur harmonikkuunnandinn hugsi sér til hreyfings seinna í mánuðinum, þegar þeir stórsnillingar Grettir Björnsson og Reynir Jónasson leika á tónleikum Tónlistarfélags V.-Hún. „Stofnun íelagsins hefur orðið til þess að ýta undir tónlistaráhuga hér á svæðinu og við höfum náð upp frábærri aðsókn á tónleika. Urh 800 gestir komu á tónleika síðasta starfsárs, sem voru níu talsins, sem segir að meira en helmingur héraðsbúa hafi sótt tónleika okkar, en einnig kom fólk úr austur sýslunni og úr Skagafirði. Nú er það líka orðið þannig að það er eftirsótt að leika hjá okkur. Við höfum komist fjótt inn á landakortið hjá tónlistar- flytjendum, og erum þegar farin að bóka á starfsárið ’93- ’94”, segir Guðrún Helga Bjarnadóttir formaður Tón- listarfélags Vestur-Húnvetn- inga. Hvenær var félagið stofnað og hver voru tildrög þess? „Þetta hafði verið í deiglunni í nokkurn tíma. Það var síðan Karl Sigurgeirs- son hjá Átaksverkefninu sem beitti sér fyrir því að þessu var þokað áfram. Karl leit svo á að það væri ekki einungis vettvangur „átaksins” að koma á umbótum í atvinnulífinu heldur í menn- ingarlífinu líka. Skipuð var undirbúningsnefnd í júní í fyrra og félagið síðan stofnað 8. ágúst. Það sýndi sig strax á stofnfundinum að áhugi var töiuverður, því það mættu 30-40 manns á fundinn. Ná til allra aldurs- hópa og stétta Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í september og síðan mánaðarlega fram í maí, nema að desember datt út og í staðjnn héldum við tónleika í ágúst sl. Það er nefnilega í lögum félagsins að halda eigi níu fasta tónleika á ári, frá sept.- maí. Dagurinn meira að segja negldur niður, miðvikudagur eða laugar- dagur í þriðju viku hvers mánaðar. Félagsmaður greiðir 5000 krónur í félagsgjald og dugar það til aðgangseyris á alla tónleikana. Þannig að fólk sem mætir einungis á fimm tónleika er búið að fá fyrir eyrinn sinn”. Nú hafið þið verið með mjög fjölbreytt efni á tónleikum, allt frá rokki og upp í klassík? ,,Já, eitt af markmiðum félagsins er einmitt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta tónlist, með því náum við til fleiri aldurshópa og allra stétta samfélagsins okkar. Svo hefur manni verið sagt af fólki sem komið hafi á djasstónleika hjá okkur, og sé kannski á klassísku línunni, að það hækki orðið í útvarpsinu þegar djassmúsík sé leikin þar. Meira jafnvægi í tónlistarllfi Fyrir utan föstu tónleikana á síðasta ári héldum við eina hjóðfærakynningu og áttum einnig aðild að þremur öðrum tónleikum, síðast núna fyrir skemmstu þegar hljómsveitin Gildran lék hér. Tilgangur hljóðfærakynningar- innar var að örfa áhuga krakkanna í tónlistarskólanum. Hún tókst mjög vel og var einnig haldin á Sauðárkróki. Við höfum sem sagt haft samvinnu við þá flytjendúr sem koma hingað að halda tónleika, tekið að okkur kynningarstarf og auglýs- ingar. Þetta hefur orðið til þess að tónleikar þess fólks sem hér er á ferðinni eru mun betur sóttir en áður. Það var líka eitt af markmiðunum með stofnun félagsins að skapa meira jafnvægi í tónlistarlífi hér. Áður fyrr leið kannski ár á milli þess að haldnir væru tónleikar, og stundum voru tveir í sama mánuði. Fólkið sem stóð að tónleikunum vissi ekki hvemig ætti að standa að kynningar- starfinu og því fóru tónleik- arnir oft fyrir ofan garð og neðan. Jólatónleikar I húsi aldraðra Okkar aðild að tónleikahaldi sem þessu kemur félags- mönnum einnig til góða, að því leyti að þeir fá ódýrara inn á tónleikana. Við seljum aldrei hærra en 900 krónur inn á tónleika, hvort sem er um rándýrar rokksveitir að ræða eða einleikara”. Og það verða harmonikku- tónleikar í þessum mánuði? ,,Já, ég er viss um að þeir koma til með að gera góða lukku. Síðan verða hjá okkur selló- og píanótónleikar í desember, með þeim Sigurði Halldórssyni og Daníel Þor- steinssyni. Þeir tónleikar verða haldnir í Nestúni sem er þjónustukjarni aldraðra. Ástæðan fyrir því er að þar er góður konsertflygill. Yfirleitt eru tónleikarnir haldnir í Vertshúsinu og félagsheimil- inu, en stundum í kirkjunni. Tónlistarfólk sækist mikið eftir því að leika í kirkjum, því í mörgum kirkjum er mjög góður hljómburður. En eins og þú heyrir er fjölbreytninni fyrir að fara hjá okkur. Djasstónleikarnir hérna um daginn voru einstaklega vel heppnaðir og skemmtilegir, hjá septett Tómasar R. Einarssonar. Þeir voru sjö spilararnir, ákaflega skemmmtilegir drengir”, sagði Guðrún Helga að endingu. „Frá listfræðilegu sjónarmiði eru þessar myndir fallegar" Segir listakona á Hofsósi sem hefur vitaö um listaverkiö í Jökulsárgljúfri á þriöja ár Hofsósingar virðast fylgjast vel með því sem er að gerast í álfunni. Áslaug dýralæknisfrú keypti sýningarskrá fornbóka- verslun í Amsterdam fyrir tæpum þrem árum, þar er greint í máli og myndum frá gjörningum hollensku listamannanna við Upptyppinga. „Þjóðernisstoltið kom upp í mér, þar sem ég hugsaði hversvegna einhverjum landa mínum heiði ekki dottið þetta í hug með söguna í hverju fótmáli. Ég hélt þá að mennirnir heíðu fengið leyfi fyrir þessu. Frá listfræðilegu sjónarmiði eru þessar myndir mjög fallegar, en mennirnir hefðu nú frekar átt að nota kalk en svona þrælsterka skipamálningu. Ekki þarfyrir að ég gæti hugsað mér að gera svona hluti”. Þetta segir Áslaug Jóns- dóttir myndlistarmaður og dýralæknisfrú á Hofsósi, um myndskreytingamar í Jökulsár- gljúfri við Upptyppinga, sem verið hafa talsvert í fréttum undanfarið. Áslaug hefur vitað af þessum verkum á þriðja ár, fregnaði af þeim í skrá sem hún keypti í fornbókaverslun í Amster- dam. En þar greina þarlendir, Ijósmyndari og myndhöggvari, í máli og myndum, frá þrælskipulagðri ferð sinni til landsins og fimm vikna dvöl við listiðn hjá Upptyppingum. Myndir og texti í grein Morgunblaðsins í síðustu viku voru einmitt teknar úr þessari skrá Áslaugar. ,,Það vildi þannig til'að ég kannaðist við einn starfs- mann náttúrufræðistofnunar og setti mig í samband við hann svo þeir hafa vitað af þessu í nokkurn tíma”, sagði Áslaug. Af þessu má sjá að Hofsósingar eru vel með- vitaðir um það hvað er að gerast í álfunni. Áslaug vildi reyndar gera lítið úr þætti sínum af málinu. Hún vinnur að listsköpun ýmiss konar, málar, teiknar, gerir grafik og myndskreytir barnabækur. Aðspurð sagðist hún alltaf vera að gæla við það að halda sýningu en ekki væri gott að segja til um hvenær það kæmist í verk. Náttúruverndarmenn telja nauðsynlegt að afmá um- merkin við Upptyppinga, t.d. með sandblæstri. Hætta sé á að myndskreyting þessi virki sem segull á listamenn til svipaðra gjörninga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.