Feykir - 04.11.1992, Blaðsíða 8
Stórmót Skagfirskra
kóra um aðra helgi
Siórmót skagfirskra kóra
\crður í Miðgarði laugar-
dagskvöldið 14. nóvember nk.
og hefst klukkan 20,30. Þar
syngja fjórir kórar bæði hver í
sínu lagi og síðan sameigin-
lega í lokin. Er búist við að sá
kór verði skipaður allt að 200
söngmönnum og er ekki vitað
til að svo fjölmennur kór hafi
þanið raust sína í Skagafirði
áður.
Kóramótið er haldið i
tilefni nýliðins árs söngsins
og er hugmyndin runnin
undan rifjum kórfélaga í
Kirkjukór Sauðárkróks, en
50 ár eru nú frá stofnun
kórsins. Kórarnir sem syngja
á mótinu eru auk Kirkjukórs
Sauðárkróks, sem Rögnvafdur
Valbergsson stjómar, Karla-
kórinn Heimir undir stjórn
Sólveigar Einarsdóttur, Rökkur-
kórinn við stjórn Sveins
Arnasonar og sameiginlegur
kór átta kirkna úr héraðinu
sem Sólveig Einarsdóttir
stjórnar. Þessar kirkjur eru
Glaumbær, Reynistaður, Víði-
mýri, Miklibær, Flugumýri,
Hofstaðir, Viðvík og Hólar.
Að söng loknum verður dans
stiginn fram eftir nóttu við undir-
leik Miðaldamanna frá Siglufuði.
Kóramót skagfirskra kóra
hefur verið haldið tvisvar
sinnum áður, síðast 1980.
Vegaframkvæmdum flýtt
Áríð 1994 veröur ár mikilla samgöngubóta
Það mátti halda að menn hefðu eitthvað ruglast í tímatalinu þegar langur llutningavagn birtist
við Kirkjutorgið dag einn fyrir helgina. Hér var þó ekki komið jólatréð frá vinabænum í Noregi,
heldur höfðu golfmenn brugðið á það ráð að flytja nokkur stálpuð tré frá Akureyri. Trén hafa nú
væntanlega verið gróðursett á golfvellinum við Hlíðarenda, en hæpið er nú að þau skjóti rótum
fyrir veturinn.
Slökkvilið Sauðárkróks var kallað í hús í Hólatúni sl.
föstudagskvöld. Eldur hafði komið upp i þekju hússins, en
greiðlega gekk að ráða niðurlögum hans. Ein kraftsperra
brann í sundur, en að öðru leyti er tjón lítið. Talið er að
kviknaði hafi í út frá Ijósaperu, en húsið er enn í byggingu
og fólk ekki flutt í það.
Öllu meiri bruni varð á Blönduósi á fimmtudagsmorgun.
Þá brann til kaldra kola sprautuverkstæðið Húnabær.
Talverðan tíma tók aðfást við eldinn og gerði fræs,sem húsið
er einangrað með, erfitt um vik. Verkstæðishúsið var
vátrvggt, en ekki tveir bílar, sem voru inni í liúsinu.
Eldsupptök eru ókunn.
Það var ekki að spyrja að, strax og fyrsta föl vetrarins var
komið, birtust krakkarnir með snjóþoturnar og önnur slík
farartæki uppi í Grænuklauf.
Að öllum líkindum verður
vegaframkvæmdum í kjör-
dæminu flýtt vegna sértækra
aðgerða ríkisstjómar í atvinnu-
málum. Þessi verkefni eru nýr
vegur um Bólstaðarhlíðar-
brekku og vegur og brúargerð
í Hrútafjarðarbotni. Þá kann
að vera að þessi breyting hafi
óbeinar afieiðingar í för með
sér á framkvæmdaröðun annarra
verkefna við endurskoðun
vegaáætlunar í vetur, að sögn
Jónasar Snæbjörnssonar um-
dæmisstjóra vegagerðarinnar.
Nýi vegurinn um Bólstaðar-
hlíðarbrekkuna verður tekinn
með sneiðingi upp hlíðina og
kemur til með að verða mun
öruggari samgönguleið en
núverandi vegur. Gerð vegar-
ins var fiýtt um eitt ár og er
reiknað rneð að framkvæmdir
hefjist næsta vor og vegurinn
verði síðan bundinn varanlegu
slitlagi þarnæsta sumar,
1994. ,,Við erum að vonast til
að unnt verði að bjóða verkið
út öðru hvoru megin áramóta”,
segir Jónas Snæbjörnsson.
Þá er ákveðið að ráðist
verði í gerð nýs vegar í
Hrútafjarðarbotni með nýrri
brú yfir Hrútafjarðará. Nýi
vegurinn mun liggja rétt við
Staðarskála í beina stefnu á
veginn hjá Brú. Að mati
vegagerðarinnar er hér um
ódýrari kost þegar til lengri
tíma er litið, þar sem ekki er
nóg með að gamla Hrúta-
Það var stór stund þegar brúin yfir Vesturós Héraðsvatna var
vígð 11. júlí 1926. Brátt heyrir þetta mannvirki sögunni til, því
næsta haust verður byrjað á nýrri brú, sem verður aðeins ofan
við gömlu brúna. Mynd: Pétur Hannesson.
fjarðarbrúin sé að hruni
komin, heldur þyrfti einnig
að byggja aðra brú við hlið
einbreiðu brúarinnar á Síká.
Að öðrum framkvæmdum
■ Af öðrum framkvæmdum
smíði brúar yfir Vesturós-
Héraðsvatna hefst næsta
haust og verður gerð hennar
lokið árið eftir, 1994. Það er
því ljóst að þarnæsta ár
verður ár mikilla samgöngu-
bóta í kjördæminu auk
þeirra verkefna sem fyrr eru
nefnd, verður lokið við
lagningu bundins slitlags á
veginn frá Sauðárkróki til
Hofsóss. Hinsvegar er ekki
reiknað með að vegurinn frá
Hofsósi til Siglufjarðar verði
fullgerður fyrr en á árinu
1999, eða ári áður en gerð
nýrra vega yfir Þverárfjall og
Lágheiði hefst, en undir-
bygging þeirra vega er á
áætlun 1999-2002.
Oháö fréttablaö á Noröurlandi vestra
4. nóvember 1992, 38. tölublað 12. árgangur
STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL!
Landsbankinn á Sauðárkróki
Afgreiðslutími útibúsins er alla
virka daga frá kl. 9.15 -16.00
Sími 35353
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna