Feykir


Feykir - 11.11.1992, Page 2

Feykir - 11.11.1992, Page 2
2 FEYKIR 39/1992 IFEYIKIIR . Óháö (réttablaö á Noröuriandi vestra Kemur út á miövikudögum vikulega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauöárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703 Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmunds- son. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A,- Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson V- Húnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hólmfríöur Hjaltadóttir. Blaöstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Siguröur Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverö 110 krónur hvert tölublaö. Lausasöluverö 120 krónur. Umbrot Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aöild aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaöa. Á hverjum miðvikudegi... II Lýðræðið fótum troðið Hingað til hefur lýðræðið varið talið einn helsti hornsteinn íslensks stjórnskipulags og vondandi verður svo um ókomna tíð. Upp á síðkastið hefur hinsvegar brugðið svo við, að leiða má að því rök að lýðræðið í þessu landi sé fótum troðið af stjórnvöldum. Er hér átt við dóm Alþingis sem kveðinn var upp í síðustu viku, þess efnis að þjóðin fái ekki að greiða atkvæði um aðild íslands að hinu umdeilda EES. Að margra mati er ákvörðun um inngöngu í EES sú stærsta sem hérlend stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir, allt frá stofnun lýðveldisins 1944. EES er óþekkt stærð í dag, og eins og jafnan óttast fólk hið óþekkta, jafnvel stjórnmálamenn sem kappsamlega hafa sett sig inn í málin hljóta einnig í þessu tilviki að bera nokkurn ugg í brjósti. Það er því mikil ábyrgð sem núverandi valdhafar taka á sig, ábyrgð sem þeir samt sem áður koma ekki til með að þurfa að standa undir, nema hugsanlega á þann ódýra hátt, að ef ákvörðunin reynist röng megi þeirra flokkar þola refsingu kjósenda seinna meir. Pólitíkin er hinsvegar svo margslungin að lengi virðist vera hægt að koma sökinni á aðra, svo trúlega hafa íhald og kratar heldur ekkert að óttast í þessa veru. Hingað til heí'ur lýðræðið verið túlkað á þann máta, að meirihluti þjóðar fái tækifæri til að ráða fram úr málum, altént mikilvægum málum. Sama dag og þjóðaratkvæði um EES var synjað á Alþingi, birtist í DV niðurstaða skoðana- könnunar. Hún upplýsti að 3/4 hluti aðspurðra vildi fá að kjósa um EES, einungis 1/4 kærði sig ekki um það. Það hefur sýnt sig að niðurstaða skoðana- kannana er aldrei langt frá hinu sanna, þar getur einungis munað örfáum prósentum. Hér er því um svo ótvíræða niðurstöðu að ræða, að fullyrða má að meirihluti Alþingis hafi gjörsamlega hundsað vilja þjóðarinnar. Hér er um að ræða valdníðslu af hinu versta tagi. Ekki alls fyrir löngu var í skoðana- könnun spurt um traust fólks á íslenskum stjórnmálamönnum. Þar kom fram að almenningur treystir pólitíkusum ekki of vel. Niðurstaða Alþingis í síðustu viku verður sjálfsagt ekki til að vega þar á móti. Því hefur oft verið haldið fram að á Alþingi sitji gáfaðasta og besta fólk þjóðarinnar. Þingmennirnir sjálfir virðast ganga með þær grillur, altént virðast þeir ekki treysta sauðsvörtum almúganum til að velja í mikilvægum málum eins og EES. þÁ. Skagfirðingur enn með góða sölu Æsispennandi lokamínútur Naumt tap gegn Grindvíkingum í gær Skagfirðingur gerði ágætis- því skipið seldi þar fyrir sölu í Hremerhafen í fyrradag, fjórum vikum, en þá fékkst seldi tæp 160 tonn af karfa þrem krónum betur fyrir fyrir 125 krónur kílóið, sem er kílóið. „Þetta er mjög hverfull besta verð á markaðnum frá markaður, og verðið hefur FONDUR OG HANNYRÐIR Nýkomid mikið úrval affóndurvöru ...t.d. marjjtfyrir jólaföndrið. Einnig hannyrðir ojj heklugarn. HEIMILISIÐNAÐUR Góðar ullarpeysur og ullarsokkar. Fallegar barnapeysur, dúkkufatnaður og margt fleira. ALLTÁ GÓÐU VERÐI! LISTMUNIR • GJAFAVARA •Grafíkmyndiv Sigurlaugs Elíassonar •Málverk •ICeramikvara •Handunnav nœluv og eyvnalokkav ALLTEKTA! ...ekkertfjöldafmmleitt! *VERIÐ VELKOMIN* Hólmfríður og Þuríður Gallerí Villa Nova, Aðalgötu 23, sími 36430 - Umboðssala fyrir listmuni ojj heimilisiðnað. undanfarið verið undir 100 krónunum. Það er lielst að skipin frá okkur hafi lyft því”, segir Gísli Svan Einarsson útgerðarstjóri hjá Skagfirðingi. Þegar Skafti seldi ytra fyrir hálfum mánuði var gerð tilraun með að setja fiskinn á markað í kössum útgerðar- innar, en hingað til hefur verið hvolft úr þeim í kassa markaðsins. Ráðuneytið gaf leyfi fyrir tilrauninni í þessari tilteknu viku og tvö skip Granda lönduðu einnig með þessu móti. Fulltrúar ráðu- neytis fylgdust með hvernig þessu reiddi af og munu síðar ákveða hvort framhald verði á. „Ef þetta verður leyft áfram, þýðir það lækkun löndunarkostnaðar talsvert. Þá er ekki vafi að þetta fer betur með fiskinn, það fer illa með fískholdið þegar honum er hent niðurájárngrindurtil að hreinsa ísinn af. Fisk- kaupandinn kemur síðan til með að greiða hærra verð fyrir betra hráefni. Enn einu sinni reyndust Grindvíkingar Tindastóls- mönnum erfiðir, þegar Suðurnesjamenn komu í heimsókn í gærkveldi. Eftir jafnan og spennandi leik, þar sem jafnt var á flestum tölum lokamínúturnar, náðu gestirnir að skora sigur- körfuna þrem sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 84:86. Mikil barátta einkcnndi leikinn. Tindastóll byrjaói betur, en gestirnir náðu fljót- lega að jafna metin. Leikurinn var síðan í járnum fram undir leikhlé, að Tindatóll náði forskoti. Staðan í hálflcik var 44:39. Heimamenn byrjuðu betur eftir hlé og náðu níu stiga forskoti, 51:42. En gestirnir voru ekki á því að gefast upp og komust yfir fljótlega 54:53 og bættu um betur á næstu mínútum, 68:61. Þá tóku Túrbínan bilaði í Skafta Túrbínan bilaði í Skafta þar sem hann var að veiðum fyrir vestan Horn í fyrrinótt. Hegranesið, sem einnig var á veiðum fyrir vestan, tók skipið í tog. Komu skipin til hafnar á Sauðárkróki í nótt, en viðgerð fer þar fram. „Það er lán annan daginn og ólán hinn. Það má reikna með að viðgerðin taki 7-10 daga, en hún gæti tekið lengri eða styttri tíma. Það hefði svo sem geta hist verr á. Ekki er fiskiríið núna og allir söludagar hjá skipinu búnir á þessu ári”, sagði Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar. Tindastólsmenn við sér að nýju og tókst þeim að minnka muninn. Lengi vcl var eins og þriggja stiga munur og ekki jafnt fyrr en í 80:80. Síðan var jafnt allt til lciksloka eins og áður var lýst. Grindvíkingar börðust betur í leiknum og höfðu yfir að ráða sterkari liðsheild. Haraldur Leifsson var einn Tindastólsmanna er sýndi sitt rétta andlit. Sóknarleikurinn var óskaplega einhæfur á köflum og varnarlcikurinn líka köflóttur. „Við vorum einfaldlega lélegir í scinni hálfleiknum. Það vantaði í okkur allan kraft", sagði Valur Ingimundarson þjálfari að leik loknum. Haraldur Leifsson skoraði 25 stig fyrir Tindastól, Valur 19, Chris Moore 17, Pétur Vopni 9, Björgvin 6, Ingi Þór Rúnarsson 2 og Hinrik Gunnarsson 2. Krebbs skoraði 20 stig fyrir Grinda- vík, Marel og Guðmundur 15 hverog Hjálmar 12. Tindastóll tapaði fyrir KR syðra á sunnudagskvöldið, 90:100. Tindastóll hefur nú átta stig að loknum níu leikj- um og er um miðbik dcild- arinnnar. Næsti leikur liðsins verður gegn Haukum í Hafnarfirði á laugardaginn og nk. þriðjudagskvöld koma síðan Njarðvíkingar í Síkið.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.