Feykir


Feykir - 18.11.1992, Blaðsíða 1

Feykir - 18.11.1992, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Rússneski „risatogarinn" við bryggju á Sauðárkróki. vinnslu frá Rússlandi Hráefni til I fyrradag kom til hafnar á Sauðárkróki 2700 tonna frystiskip frá Murmansk í Rússlandi. Skipið kemur hingað til lands á vegum Fiskmiðlunar Dalvíkur, en ástæða þess að það landar hér er að Fiskiðjan/Skag- firðingur er stærsti kaup- andi farmsins, 230 tonn af 580 fara í vinnslu hjá frystihúsum Fiskiðjunnar, en hinn hluti farmsins dreifist á hafnir norðan- lands. Búist er við að löndun verði ekki lokið úr skipinu fyrr en á föstudag, en fiskurinn er hausaður og síðan frystur um borð. „Við höfum tvisvar fengið prufusendingar úr rússneskum skipum og það hefur reynst ágætis hráefni. Við erum með þessu að gera okkar besta til að halda uppi vinnu í frystihúsunum, og vonumst til að vera orðnir tryggir með hráefni fram undir áramótin, þótt við séum ekki nema 2-3 vikur að vinna þessi 230 tonn. Ef þetta kemur vel út er líklegt að við fáum annan farm síóar", sagði Einar Svansson framkvæmdastjóri. Vegna komu rússneska skipsins var þess óskað að heilbrigðisfulltrúinn færi um borð í skipið og gengi úr skugga um hvort rottur eða önnur meindýr leyndust um borð, en þess munu dæmi að slík dýr fylgi rússneskum skipum. Þá hefur fregnast að bílasalar og eigendur ódýrari bíla hugsi sér gott til glóðarinnar við komu Rússanna. Bygging bóknámshúss gengur vel Bygging bóknámshúss Fjöl- brautaskólans miðar vel. Tíðarfar nú í haust hefur hentað ágætlega til bygg- ingastarfsemi og hefur húsið nánast þotið upp á síðustu vikum. Trésmiðjan Borg er aðalverktaki við byggingu bóknámshússins og reiknar Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri með að uppsteypu þess verði lokið um áramót. Um það leyti verði hægt að byrja að einangra húsið g koma fyrir pípulögnum, þótt þakið verði ekki komið á fyrr en í Iok febrúar. Guðmundur segir að verkið hafi gengið nánast samkvæmt áætlun. 20-23 menn hafa að jafnaði unnið við bygginguna í surnar, en gert er ráð fyrir að bóknámshúsió verði tekið í notkun haustið 1994. Um mikla byggingu er að ræða, fjórar hæðir þar sem það er hæsL Trésmiðjan Borg er með annað stórverkefni, endurgerð Gömlu kjörbúðarinnar í stjórnsýsluhús. Lokið er við að einangra húsið að mestu að utan og steypa undirstöður fyrir glerhúsi sem kemur framan hússins. Unnið verður innanhúss við stjórnsýslu- húsið í vetur. Þá starfa 10-15 manns á verkstæði Borgar. Um 50 menn starfa á Tré- smiðjunni Borg í dag og hafa aldrei verið fleiri. „Þetta lítur ágætlega út eins og er, en það þarf mikið handa svona mörgum mönnum. Verkefni okkar á verkstæði hafa í langan tíma beinst talsvert inn á höfuðborgarsvæðið og svo verður vonandi áfram. Heima- markaðurinn hefur ekki dugað fyrir okkar mannskap og við höfum hreinlega þurft að leita annað”, sagði Guðmundúr Guðmundsson. Eldi heitsjávarfiska: Vonast til að eldið hefjist næsta vor Hlutafjársöfnun að hefjast Undirbúningsfélag fyrir eldi heitsjávarfiska er að ljúka starfsemi þessa dagana, og er nú komið að stofnun fram- kvæmdafélags með 15 mill- jóna króna hlutafé. Að sögn Guðmundar Arnar Ingólfs- sonar líffræðings og aðal- frumkvöóuls heitstjávareldis er að því stefnt að hluta- fjársöfnun verði lokió fyrir áramót og eldið sjálft hefjist í apríl næstkomandi. „Forsend- n fyrir því að þetta stefnumið náist er að fjármögnun takist, og húsnæði og innflutnings- leyfi liggi fyrir”, segir Guðmundur. Ekki hafa enn fengist endanlega svör með húsnæði er þar eru nokkur í sigtinu. Þá hafa t.d. aðstæður verði kann- aðar hjá Fljótalaxi í Fljótum, stöð sem ekki er í rekstri í dag, og eru eigendur stöðvar- innar jákvæðir fyrir samstarfi, að sögn Guðmundar. Einungis ein fisktegund verður í cldi til að byrja með að minnsta kosti. Fiskur sem Guðmundur hefur kosið að nefna Barra í stað Vartara eins og hann hefur áður verið kallaður. Nýlega komu í heimsókn til landsins vísindamenn frá Frönsku hafrannsóknarstofn- uninni, sjö nianna hópur. Guðmundur sagöi aö gestun- um hefði litist mjög vel á aðstæður til eldis heitsjávar- fiska hér og mælti vísinda- stofnunin cindregið með því að þær yrðu reyndar. Guð- mundur var á ferðalagi meó Frökkunum í viku Norðan- lands og þrjá daga syðra. Leist þeim nijög vel á mann- virki til fiskeldis og náttúru- auðlindir hér á landi. 1 i íf 4 ■ m 11 í* Borgarmenn hnmast við uppslátt og steypuvinnu í bók- námshúsinu þótt komiö sé langt fram á haust. —KTch^íI! ftjDI— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SlMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 bílaverksfæði '£> sími: 95-35141 Sæmundargolo ib 550 Sauóárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgerðir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.