Feykir


Feykir - 18.11.1992, Blaðsíða 8

Feykir - 18.11.1992, Blaðsíða 8
Oháö fréttablað á Noröurlandi vestra 18. nóvember 1992, 40. tölublað 12. árgangur STERKUR AUGLYSINGAMIÐILL! Landsbankinn á Sauðárkróki Afgreiðslutími útibúsins er alla virka daga frá kl. 9.15 -16.00 Cím! ocoeo M Landsbanki wimi v5v5v i Wi íslands ■-B Banki allra landsmanna Sauðárkrókskirkja: Afmælishátíð í kirkj- unni á sunnudaginn Húsfyllir var á stórmóti skagfirskra kóra í Miðgarði sl. laugardagskvöld, undirtektir gesta miklar og þurfti söngfólkið margoft að endurtaka lögin. Undir lok söng- skemmtunarinnar sungu allir kórarnir fjórir sameiginlega Skín við sólu Skagafjörður. Myndin sýnir hluta sameiginlega kórsins er taldi um 200 manns. Á sunnudaginn kemur, 22. nóvember, verður minnst 100 ára afmælis Sauðár- krókskirkju. Hátíðarmessa verður í kirkjunni kl. 13.30, þar sem biskup Islands herra Olafur Skúlason, prédikar og fyrir altari þjónar sóknarpresturinn sr. Hjálmar Jónsson prófastur, séra Gísli Gunnarsson og sr. BoIIi Gústafsson vígslu- biskup. í messulok flytur Þorsteinn Pálsson kirkju- málaráðherra ávarp. Að lokinni messu verður boðið til kaffisamsætis í Bifröst, þar sem Jón Karlsson formaður sóknarnefndar flyt- ur ávarp og rými verður fyrir ávörp gesta. Klukkan 17 hefst síðan hátíðarsamkoma í kirkj- unni, þar sem frumsýnt verð- ur leikverk eftir Jón Ormar Ormsson, sem nánar er vikið að í opnu blaðsins í dag. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á Sauðárkrókskirkju síðustu árin og má segja að guðshúsið sé í besta ásig- komulagi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að lag- færingum á lóð kirkjunnar og er reiknað með að þeim verði lokið fyrir vígsludaginn. Káraborg vígir bækistöð sína Ný björgunarstöð slysa- varnardeildar og björg- unarsveitarinnar Kára- borgar að Höfðabraut 30 á Hvammstanga var vígð sl. laugardag. Með þessum merka áfanga breytist aðstaða öll til hins betra, en nokkuð er liðið síðan húsið var tekið í notkun ófullgert. Nú á 50 ára afmæli slysa- varnardeildarinnar er lokið öllum frágangi við bygging- una, sem unnin var af félögunum í sjálfboðavinnu. Nýja björgunarstöðin hlaut nafnið Húnabúð. Vígsluathöfnin hófst kl. 14 og var margt gesta mætt á staðinn í tilefni dagsins og til kaffidrykkju sem boðið var til í félagsheimilinu eftir athöfn- ina. Guðmundur Jóhannesson formaður Káraborgar bauð gesti velkomna og rakti bygg- ingarsögu hússins. Byrjað var á byggingunni árið 1987. Sr. Kristján Björnsson sóknarprestur flutti blessun- arorð og sunginn var sálmur. Guðmundur formaður Kára- borgar afhenti forseta SVFÍ, Einari Sigurjónssyni, lykla að húsinu. Einar færði Káraborg farsíma að gjöf frá SVFI, Ingólfur Guðnason spari- sjóðsstjóri afhenti 50 þúsund króna peningagjöf frá Spari- sjóði Vestur-Húnvetninga. Bjarni Þór Einarsson sveitar- stjóri færði sömuleiðis 50 þúsund frá hreppnum, Gísli Jónsson sömu upphæð frá Lionsklúbbnum Bjarma. Enn- fremur færðu Guðmundur formaður björgunarsveitar- innar og kona hans sveitinni peningjagjöf, sem ætluð er til bátakaupa. Ymsar fleiri gjafir og heillaóskir bárust og segja má að ríkt hafi sannkölluð hátíðarstemmning. EA. Utvarp Kántrýbær 40 mílur á haf út Útvarp Kántrýbær FM 100,7 hóf útsendingar sl. laugardag. Þegar klukkan sló fimm síðdegis hóf útvarpsstjórinn Hallbjörn Hjartarson upp raust sína og fyrsta lagið leið út í loftið Ráðning nýs hafnarvarðar á Skagaströnd: Kostar hreppinn 1,8 milljónir að láta gamla hafnarvörðinn hætta Nýr hafnarvörður tók til starfa á Skagaströnd í byrjun mánaðarins: Vil- hjálmur Skaftason heitir hann og nær ráðningin til árs í fyrstu. Birgir Árna- son, sem verið hefur hafn- arvörður síðustu 20 árin, var látinn hætta störfum gegn vilja sínum. Birgir ætlaði sér að gegna starfinu þrjú ár til viðbótar, eða til sjötugs. Vegna starfsloka Birgis þarf Höfðahreppur að greiða honum 50 þúsund krónur í mánaðarlaun til starfsloka hans eftir 3 ár. Minni hluti hreppsncfndar, sjálfstæðismennirnir Elín H. Njálsdóttir og Adolf J. Berndsen, mótmælti ákvörð- un hreppsnefndar að segja Birgi upp störfum. Omann- úðlegt væri að leyfa honum ekki að starfa þau þrjú ár í viðbót sem honum væri leyfi- legt, og að auki fæli þessi gjörningur í sér aukinn kostn- að fyrir hreppinn. Birgir er síður en svo sátt- ur við að þurfa aó láta að störfum og vill rekja ástæður uppsagnar sinnar allt aftur til þess er nýr meirihluti var myndaður eftir síðustu hreppsnefndarkosningar. „Mér var aldrei gefin nein skýring á uppsögninni og var látinn hætta áður en uppsagnarfresturinn var útrunninn. Eg er á fullu kaupi ennþá og gat meira að segja leyft mér það sem fáir geta nema ráðherramir, að fara út fyrir landssteinana á fullu kaupi, eins og ég gerði nýlega. En ekki þar fyrir að ég hafi ekki nóg fyrir stafni og þurfi að leiðast, eða kvíöa framtíðinni, með fullan ellilífeyri og tekjutryggingu auk atvinnuleysisbótanna”, sagöi Birgir fyrrum hafnarvörður. á öldum Ijósvakans. Og auðvitað var það lagið Komdu í Kántrýbæ. „Þetta gekk ákaflega vel og það var hringt í okkur frá skipi, sem var statt 40 mílur út á hafi, þangað heyrðist mjög vel“, segir Hallbjörn. Kántrýkóngurinn stóð síð- an við stjórnvölinn til tvö um nóttina, en þá tók „róbótinn” við og var útvarpað fram á fimmta tímann um nóttina. „Það voru nokkrir sem hringdu í mig á vaktina til að velja óskalag og spjalla. Meiningin er að útvarpa um helgar, frá sex á föstudags- kvöldi fram á nóttina, og síðan lengur á laugardögum og sunnudögum. Þegar vorar og ferðamannatíminn byrjar þá verður náttúrlega opið lengur, því það er fyrst og fremst túrisminn sem ég geri út á. Það er bara verst ef vinir mínir vestur á Ströndunum heyra ekki í stöðinni. Eg var að biðja fólk á Hólmavík og Drangsnesi að láta vita hvort það heyrði í stöðinni. Það hringdi bara ein kona á Drangsnesi, sem sagðist ná merkinu, cn hlustunar- skilyrði væru ekki nógu góð“, sagði Hallbjöm. GÆOAFRAMKOLLUN N GÆDAFRAMKOLLUIU BÓKABIE) BEYNJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.